Vikan


Vikan - 27.06.1957, Side 6

Vikan - 27.06.1957, Side 6
ELLERY QUEEN SAKAMÁLASAGA Frú Hood ætlaði sannarlega að lifa lengur — og þó var hún myrt T^INA minnisstæðustu morðþrautina, sem Ellery hefur glímt við, kallar hann: Eitrið og ekkjurnar þrjár. Tvær þessara ekkna voru systur: Penelope, sem/ bar alls enga virðingu fyrir peningum, og Lyra, sem bar mikla virð- ingu fyrir peningum; en þar af leiddi auðvitað, að báðar voru fégráðugar. Báðar höfðu gifst ungar og illa, báðar höfðu skilið við mennina sína og báðar höfðu horfið heim til föðurhúsa aftur, þar sem Theodore gamli Hood tók þeim opnum örmum, því að honum þótti vænt um dætur sínar. Hann var eftir á að hyggja forríkur, og kann það að hafa flýtt fyrir systrunum heim; því að hann var örlátur á fé við þær. Svo illa tókst þó til, að skömmu eftir að Penelope og Lyra settust að á nýjan leik í húsi föður síns, tók hann upp á því að giftast aftur. Seinni konan hans var svipmikil og rösk og lét ekki ganga ofan í sig. Systumar tóku henni fálega, og hún svaraði í sömu mynt. Ekki leið á löngu þar til það ríkti ósvikið ófriðarástand á heimilinu. Theodore gamli var milli tveggja elda í ellinni og þráði þó ekkert fremur en frið. Að lokum hotnaðist honum friðurinn þegar hann hrökk upp af, og þá voru ekkjurnar semsagt orðnar þrjár. Kvöld eitt, nokkru eftir andlát föðurs þeirra, boðaði vinnu- kona þær Penelope og Lyru niður í stofu. Þar var mættur lög- fræðingur fjölskyldunnar, hátíðlegur maður að nafni Strake. Þær höfðu sjaldan eða aldrei séð hann jafn hátíðlegan á svip. Þeim varð satt að segja hverft við. Han bað þær að fá sér sæti. Systurnar litu hvor á aðra og sögðust kjósa að standa. Andartaki seinna birtist Sarah Hood og studdist við lækni fjölskyldunnar, dr. Benedickt. Hún horfði með hæðnissvip á systurnar. Hún var óvenjuföl. Hér er sönnunin! EINS og frá var skýrt í Póstinum í síðustu VIKU, hafa hvorki meira né minna en tveir lesendur orðið til þess að skrifa okkur í Jæssum mánuði og spyrjast fyrir um það, hvort konur gerðust nolíkumtlma nautabanar. Annar fyr- irspyrjandinn vildi fá vitneskju um Jætta, eftir að hafa deilt rnn það í heilt kvöld í saumaMúbbnum. Jæja, hér getum við birt mynd, sem sannar „svart á hvítu“, að kvenfólk fæst reyndar við nauta-at, þó að algengt sé það ekM. Stúlkan heitir Pat McCormick og er nautabani í Mexiko. Myndin er tekin í Tijuana. Þetta fór ekki eins illa og til horfðist. Hom nautsins kræktist bara í skyrtu Pats og hún slapp ómeidd. Svo sagði hún: ,-,Dr. Benedict og herra Strake munu segja það sem þeim býr í brjósti, og síðan ég.“ „I síðastliðinni viku,“ hóf dr. Benedict mál sitt, ,,kom fóstra ykkar til mín til skoðunar. Hún er vön að gera það árlega. Þegar tillit er tekið til aldurs hennar, fannst mér hún við ótrúlega góða heilsu. Þó brá svo við, að hún var orðin veik daginn eftir, talsvert veik. Ég hugði, að um einhverskonar vírus-sjúk- dóm væri að ræða. Frú Hood var þó á öðru máli. Mér fannst hugmynd hennar óneitanlega fjarstæðukennd. Þó krafðist hún þess, að vissar prófanir yrðu gerðar. Ég framkvæmdi þær, og hún hafði rétt fyrir sér. Henni hafði verið byrlað eitur.“ Penelope varð náföl í framan, Lyra eldrjóð. „Ég efast ekki um,“ hélt Benedict læknir áfram og horfði' á systurnar til skiptis, ,,að þið skiljið núna, hversvegna ég verð að vara ykkur alvarlega við því, að framvegis mun ég fylgjast mjög nákvæmlega með heilsufari fóstru ykkar. Ég mun taka hana til daglegrar skoðunar.“ „Herra Strake, þér eruð næstur,“ sagði frú Hood og brosti. „Samkvæmt erfðaskrá föður ykkar,“ sagði Strake og sneri sér að systrunum, „er ykkur séð fyrir hóflegum lífeyri. Megnið af tekjunum af eignum föður ykkar sáluga mun hinsvegar renna til frú Hood meðan hún lifir. En við andlát hennar, skipt- ist allur arfurinn jafnt á milli ykkar. Hann mun samtals nema um tveimur milljónum dollara. Með öðrum orðum, þið eruð einu persónurnar í veröldinni, sem munu hagnast á dauða fóstru ykkar. Og eins og ég hef þegar tjáð henni og dr. Benedict — ef það, sem hér hefur gerst, endurtekur sig, mun ég ekki hika við að snúa mér til lögregunnar." „Gerðu það strax!“ hrópaði Penelope. Lyra þagði. „Jú, ég gæti gert boð eftir lögreglunni strax, Penelope,” sagði frú Hood og brosti þurrlega, „en þið eruð báðar mjög kæn- ar og árangurinn yrði ef til vill enginn. Öruggast væri auðvitað fyrir mig að vísa ykkur á dyr. Því miður kemur erfðaskrá föður ykkar í veg fyrir, að ég geti það. Seisei, ég skil svosem ósköp vel, að þið skulið gjarnan vilja losna við mig. Þið eruð eyðslu- seggir og finnst ég eflaust ekki sjá ykkur fyrir nógum pening- um. Þar að auki langar ykkur báðum að giftast aftur, og ef þið ættuð sinnhvora milljónina, tækist ykkur kannski að ná ykkur í eiginmenn." Gamla konan laut nær þeim. „En ég hef sorgarfréttir að segja ykkur; Móðir mín var 99 ára, þegar hún andaðist, fað- ir minn 103 ára. Dr. Benedict tjáir mér, að ég geti hæglega lifað í þrjátíu ár í viðbót, og það er ég staðráðin að gera.“ Hún stóð hægt á fætur. Brosið var enn á vörum hennar. „Satt að segja hef ég gengið svo frá hnútunum,“ sagði hún, „að harla ólíklegt er, að ykkur takist að flýta fyrir mér.“ Og með það fór hún. Nákvæmlega viku seinna sat Ellery við rúmgafl frú Hoods í viðurvist læknisins og lögfræðingsins. Henni hafði aftur verið byrlað eitur. Til allrar hamingju hafði dr. Benedict þó uppgötvað það nógu tímanlega. Ellery laut nær gömlu konunni, sem var náföl og tekin. „Þessar varúðarráðstafanir yðar, frú Hood —“ „Ég er búin að segja yður,“ hvíslaði hún, ,,að þetta er óskilj- anlegt." „Og þó,“ sagði Ellery einarðlega, „var yður gefið eitur. Nú skulum við halda áfram. Þér létuð setja grindur fyrir svefn- herbergisgluggana og nýjan lás fyrir dyrnar, og þér berið alltaf lykilinn á yður. Þér hafið sjálfar keypt í matinn. Þér haf- ið sjálfar matreitt hérna í herberginu, og hér hafið þér borðað einsamlar. Það líggur þá í augum uppi, að ógerlegt hefur verið að koma eitrinu í matinn. „Þar að auki segist þér hafa keypt nýjan borðbúnað og ný matreiðluáhöld, hafa geymt þetta hérna í herberginu og að enginn hafi getað snert það nema þér. Þá er augljóst, að eng- 6 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.