Vikan - 27.06.1957, Blaðsíða 9
GARMURINN
HANN GISSUR
Gissur: Gaman, gaman! Ég sé aö í þetta skipti
eigum við að fá ósvikinn morgunverð.
Rasmína: Já, ástin mín. List þér ekki vel á
þetta f
Rasmina: Ég var orðin ansi þreytt á þvi að megra
mig.
Gissur: Segjum tvö!
Gissur: BJess, vina. Ég
htakka til að borða i kvöid.
Skrifstofumaðurinn: Jœja, svo konan þin er hœtt að svelta sigf 1. kona: Hvað segirðu um, að við borðum saman i
Gissur: Stemmir! Og ég er i sjöunda himni. 1 hvert skipti sem kvöldf
hún heyrði um nýjar megrunaraðferðir, neyddi hún mig til að 2. kona: Æ, elskan, ég er að megra mig.
sveita með sér.
t. kona: Hefurðu reynt nýja megrunarlyfiðf
4- kona: Ekki enn. Ég er með það nœstnýjasta.
Gissur: Það er gaman að
heyra í þessum hlussum, sem sl-
fellt eru að tala um að megra
sig. Meiri hringavitleysan!
S
5. kona: Ella Fíls var að lesa um nýja aðferð til þess
að megra sig. Maður borðar ekkert nema kexkökur með
ögn af salti.
6. kona: Já, þetta kvað vera alveg stórJcostlegt! BeTla
Bomm er byrjuð, og fitan bóJcstaflega rennur af henni!
Gissur: Alltaf heyrir meður eitt-
hvað nýtt! Saltaðar kexkökur!
Gissur: Hver er þettaf
Rasmína: Nýja eldabuzkan okkar.
Rasmina: Hún var að enda við að segja mér frá alveg
malcalausri megrunaraðferð. Kex og aftur kex! Við reyn-
um þetta í nokkrar vikur, elskan.
VIKAN
ÞAÐ ERU TVÆR GJÖRÓLfKAR HLIÐAR Á JANE RUSSELL
HÚSMÓÐIR OG
KVIKMYND ADÍS
G talaði við Jane Russell milli atriða
í nýju myndinni hennar: Bleiki
náttkjóllinn. I myndinni leikur hún for-
kunnarfagra kvikmyndastjörnu, og þar
NY TÍÐINDI
(AF LÉTTARA TAGI)
EB HÆGT að handtaka íólk fyrir að leið- 1
ast? Jú, reyndar, eins og Barbara Maxlnc I
og Charles Pike uppgötvuðu fyrir skemmstu,
þegar þau voru tekin föst í Hutchinson f
Kansas — fyrir að haldast í hendur við
alfstur. I»ó er því við að bæta, að þau óku
sitthvorum bílnum, þegar þetta gerðist.
ÞAB er vissara fyrir Vinarbúa að gleypa
ekki spóluna, þegar þeir fara til tannlæknis.
Borgarbúi, sem það gerði, varð að ganga
undir uppskurð, og dómstóll úrskurðaði, að
hann en ekki tannlæknirinn ætti að borga
Iæknishjálpina.
i
FOBRlIi bandarísk kona, að naini K. L.
Wiliiams, arfleiddi hestinn sinn fyrir nokkr-
.um úrum að 800,000 krónum. Samkvæmt
erfðaskránni átti tiltekinn háskóli að erfa /
hcstinn! Háskólaráði til mikUs léttis andað- l
ist skepnan fyrir skemmstu. En þá var „uppi-
hald‘f hennar líka búið að kosta 250,000
krónur.
RAYMOND RAETS heitir beigiskur inn-
brotsþjófur, sem varð að fullkomnu athlægi,
þegar komið var að honum þar sem hann
var að brjótast inn í hús eitt í Antwerpen.
Hann Iagði nefnUega á flótta, kom að níu
feta háum steinvegg, tókst einhvernveginn að
klöngrast yfir hann — og uppgötvaði þá,
að hann stóð í fangelsisgarði borgarinnar.
HXNSVEGAR lék iánið við Bandaríkjamann
að nafni Donald Taylor. Hann fór inn f veit-
ingahús f Ann Arbor og pantaði sér steikta
hænu. — Og sem hann nú tók tU matar sfns,
fann hann f hænunni hring, sem reyndist
nærrl 6,000 króna virði.
ÉG kem til með að hafa nóg að gera á
morgun, tjáði H. Booyens, lögregluþjónn í
Davel f Transvaai, konunni sinni. Við höfum
komizt á snoðir um, að leynivínsali er hér
Istarfandi, og hann verð ég að finna.
Daginn eftir, þegar Booyens lögregluþjónn
var að keppast við að leita að leynivfnsalan-
um, stóð starfsbróðir hans sökudólginn að
verki. Og hver var hann? Jú, kona aum-
ingja Booyens!
er sannarlega réttur leikari á réttum stað.
Hún er gædd ótrúlega miklum kyn-
þokka. Þarna í kvikmyndaverinu var hún
spegilmynd þess, sem konur vilja vera,
þótt þær séu kannski ekki að flíka því.
Það kom mér þessvegna algerlega á
óvart, þegar hún sagði: ,,Ég er orðin
dauðleið á þessu sífelda fegurðartali. Ég
er satt að segja hreint ekkert fallegri en
gengur og gerist. Og ég kæri mig ekki um
að vera nein fegurðardís.
„Þetta fylgir bara vinnunni, sem ég er
í. Ég bregð yfir mig fegurðarhjúpnum
þegar leikstjórinn krefst þess. En það
sem birtist á sýningai’tjaldinu, gefur al-
ranga mynd af mér.“
Hún hefur rétt fyrir sér. Það er stað-
reynd, að það eru til tvær Jane Russell.
Jane er 34 ára og á að baki sér langan
starfsferil. Hún getur því brugðið sér í
kynþokkagerfið með andartaks fyrirvara.
Hún er orðin fullnuma í „fegurðarlist-
inni.“
Við skulum byrja á stjörnunni Jane
Russell.
Þessi forkunnarfagra kona fæddist
með fyrstu myndinni sinni, sem hét Út-
laginn. Áróðursmeistararnir og auglýs-
ingamennirnir gáfu heiminum hana.
Maður gat naumast opnað blað án þess
að kvikmyndastjarnan Jane Russell
blasti við manni, og þessar myndir undir-
strikuðu ævinlega vöxt hennar. Á máli
áróðursmeistaranna var hún leikkonan
með hinn fullkomna líkama. Sumar
myndirnar, sem þeir hengdu upp af
henni í Bandaríkjunum, voru á stærð við
meðalhús!
Þetta var tónninn í áróðrinum, sem
Hollywood beitti til þess að gera Jane
fræga. Upp frá því fóru þeir að láta hana
verða sífellt fáklæddari í myndunum sín-
um. 1 einni jaðraði búningurinn hennar
við hneyksli.
Enginn hafði fyrir því að spyrja Jane,
hvernig henni líkaði við svona auglýs-
ingastarfsemi. Ég gerði það, og hún svar-
aði: „Mér varð næstum því óglatt. 1 einni
myndinni þvertók ég fyrir að sýna mig í
búningnum, sem ætlast var til að ég bæri.
Ég var nærri því búin að fá taugaáfall,
þegar ég sá flíkina.“
En þegar hér var komið, var Jane orð-
in hin ókrýnda fegurðardrotning kvik-
myndanna. Og hún komst að þeirri nið-
urstöðu, að vinnu sinnar vegna yrði hún
að sætta sig við það.
„Þetta er svipað því og maður fari til
vinnu og klæði sig í einkennisbúning,"
tjáði hún mér. „Þetta er leikur, og ég
leik hlutverkið eins vel og ég get. En hið
innra með mér breytist ég hreint ekkert.“
Til þess að komast að því, hvað hún á
við með sínum innri manni, þurfum við
að líta á konuna Jane Russell.
Það er mikilvægast í lífi þessarar
konu, að hún er nú í 14 ár búin að lifa í
HVAÐ ER NÝTT?
I BREZK málningarvöruverksmiðja er byrj-
uð að framieiða máiningu, sem er það lím-
kennd, að hún drýpur ekki úr penslinum. Ein
yfirferð dugar til þess að þekja flötinn. Og
engin Iykt kvað vera af þessari málningu.
VH) háskólann í Chicago hefur verið fram-
leidd „atomgufa", sem er helmingi heitari
en yfirborð sólarinnar! Visindamennimir, sem
i standa að tilrauninni, áætla, að „gufan“ geti
enn orðið að minnsta kosti helmingi heitari.
1 ASTRAUU er byrjað að framleiða plast-
tegund, sem meðal annars verður notuð til
þess að þétta áveituskurði og stíflur.
RANNSÓItNARSTOFA bandarísks járn-
brautafélags hefur smiðað geislavirkan lampa,
sem á að geta lýst í tólf ár án nýrrar hleðslu.
TVEGGJA ára tilraunir hafa leitt í ljós,
að plast er bezta efnið, sem völ er á, til þess
að binda saman múrsteina og steyptar blokk-
ir. Það breytir sér ekkert við mismunandi
hitastig, og þegar það er notað sem bindi-
efni við hleðslu, er veggurinn jafn sterkur
og steyptur væri frá gnmni.
__________________________________
farsælu hjónabandi með Bob Waterfield,
fyrrverandi íþróttakappa, sem orðinn er
kvikmyndaf r amleiðandi.
Jane var hreykin á svip, þegar hún
sagði mér: „Ég hugsa aldrei um sjálfa
mig sem Jane Russell. í mínum eigin
augum er ég ávallt frú Waterfield."
Þessi Jane er líka móðir þriggja fóst-
urbarna: Tommy (sex ára), Tracy
(fimm) og Roberts (níu mánaða). Ef
hún fær að ráða, mun fósturbömunum
hennar fjölga um að að minnsta kosti
eitt. En hún segir: „Pabbinn er dálítið
erfiður sem stendur. Honum finnst nóg
að eiga þrjú börn.“
Jane hefur ráðskonu, en enga barn-
fóstru. Hún er að því leyti ólík mörgum
kvikmyndastjörnum, að hún er ósvikin
móðir. Hún notar hvert tækifæri til að
vera nálægt börnunum. Þótt hún hafi í
mörgu að snúast, hefur hún það líka fyr-
ir reglu að hátta þau sjálf og koma þeim
í rúmið.
Það var þegar Jane sótti Tommy til
London fyrir fimm árum sem hún fékk
áhuga á því að koma munaðarlausum
Evrópubörnum í fóstur. Hún stofnaði
líknarfélagið WAIF og hefur verið for-
maður þess síðan. Félagið hefur safnað
nærri þremur milljónum króna í sam-
skotafé og varið peningunum til þess að
koma 3027 börnum í fóstur hjá banda-
rískum foreldrum.
Heimili Janes er einlyft hús í íburðar-
litlu hverfi í grend við Hollywood.
Það er verst að fólkið, sem hugsar að-
eins um hana sem málaða kvikmjmdadís,
skuli ekki geta gægst inn um gluggana
hennar á stundum. Það sem það sæi,
kynni að koma því notalega á óvart.
— LIONEL CRANE
VIKAN
9