Vikan


Vikan - 27.06.1957, Blaðsíða 10

Vikan - 27.06.1957, Blaðsíða 10
H E I M I L I Ð Gerið okkur þann greiöa að tala um eitthvað annaö! EFTIR að hafa talað við menn í ýmsum atvinnu- greinum, hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að við giftu mennimir eigum eitt sameigin- legt vandamál, sem bundið er við hjónabandið. Þaö virðist vera nærri því regla hjá eigin- konum að bera sig upp undan því, hve erfitt sé að fá eigin- mennina til að tala um vinnu sína. Ég neita því ekki, að stund- um er okkur ábótavant í þess- um efnum. Ég á hér við þá manntegund, sem aldrei segir konunni sinni neitt af því sem gerist á vinnustað. En upp til hópa eru konurnar samt allt of kröfuharðar. Það er sama hversu mikla ánægju maðurinn hefur af vinnu sinni — þegar heim kemur, er hann oftast búinn að fá fylli sína og vel það og vill um allt annað tala. Að auki held ég að kvenfólk- ið geri sér naumast ljóst, að þetta umræðuefni er eiginlega ótæmandi. Kvöldið nægði eigin- manninum varla, ef hann ætti að gefa konunni sinni tæmandi skýrslu um það, sem fyrir hann kom í vinnunni! Það er því tillaga mín, að þið látið okkur í friði, eiginkonur góðar. Hjálpið okkur að gleyma brauðstritinu eftir að heim er komið. Okkur veitir ekki af hvíldinni, ef við eigum að stand- ast kapphlaupið við dýrtíðina. — JOHN WHITEHEAD. MAT- seðillinn Saltfisksréttur með tómötum 1 kg. saltfiskur. 150 gr. smjör. 1 mat- skeið niðurskorin pétursselja. 1 laukur. % 1. tómatsósa. % 1. vatn. % 1. fisksoð. Pipar. Saltfiskurinn er afvatnaður og roðið og bein- in tekin úr honum. Þá er hann skorinn niður i litil stykki (um það bil 5 cm. á hvern veg). Smjörinu, niðurskornum lauknum, tómatsósunni, soðinu og vatninu er hrært saman og suðan lát- in koma upp á því. Saltfiskstykkjunum er bætt út í og allt soðið í iokuðum potti við hægan hita í 20 mínútur. Súrmjólkursúpa 125 gr. hveiti. V2 1. nýmjólk. 3 1. súrmjólk. 125 gr. smjör. 4 eggjarauður. Hveitið er hrært út í nýmjólkina og súru mjólkinni og smjörinu bætt út í. Þá er það sett á eldavélina og hrært i þangað til sýður. Eggja- rauðurnar eru þeyttar ásamt sykrinum í stórri skál, súpunni hellt út í og stöðugt hrært í á meðan. Sykri bætt við eftir smekk. Gott er að setja nokkra dropa af sítrónusafa út í. Súpuna má bera fram annað hvort heita eða kalda með tvíbökumylsnu. Síldarbúðingur y2 kg. sölt síld. 1 kg. kartöflur. 2 egg. 25 gr hveiti. 4 dl. mjólk. 1 matskeið hökkuð pétursselja. Pipar. Smjör. Síldin er afvötnuð og roðið og beinin tekin frá. Síldin er skorin niður i ræmur. Þá er tekið mót og smurt og síldin og kartöflurnar, sem hafa verið skornar niður í sneiðar, er sett í lög- um í mótið. Kartöflurnar eru látnar verða bæði efst og neðst. Hveitinu, eggjunum, mjólkinni og piparnum er hrært saman og hellt yfir síldina og kartöflurnar i mótinu. Pétursseljunni er stráð yfir og búðingurinn bakaður i heitum ofni i hálfa klukkustund. Borið fram með bráðnu smjöri. ÞETTA ER RANGT! Bréf frá fráskilinni konu Eftirfarandi bréf fékk blaðið í síöastliðinni viku. Það var ætlað „Póstinum“ á bls. 2. En okkur finnst það frem- ur eiga heima á þessari stðu. ,,Ég er 21 ára og tveggja barna móðir. Ég er fráskilin. Áður en ég skildi endanlega við manninn minn, var ég tvisvar búin að fara frá honum.. Hann er ofdrykkjumaður. 1 bœði skiptin sem ég fór frá honum, lofaði hann bót og betrun. Ég efast ekki um, að hann œtlaði sér að efna þetta. En hann rœður ekki við vínið. Að lokum varð ég að skilja við liann barnanna vegna — já, og sjálfrar mín vegna. Heimili okkar var dr ykk j u- b œli og ekkett annað. En þetta er einskonar formáli. Nú kem ég að því, sem þetta bréf átti fyrst og fremst að fjalla um. Ég fæ meðlag með börnunum. En það hrekkur hvergi nœrri til þess að halda í okkur lífinu. Ég verð því að vinna, og megnið af fjárframlagi mannsins míns fyrrver- andi fer í greiðslur til dagheimilis barnanna, fyrir fatnað á þau, lœknishjálp (annað er ekki heilsuhraust) o. s. frv. Með því að vinna úti, tekst mér að halda börnunum hjá mér og hafa fyrir nauðsynjum. Ég verð að fara með börnin á dagheimilið áð ur en ég fer til vinnu og sækja þau þegar ég kem úr vinnunni. Ég vinn í fiskvinnslustöð, vegna þess að þar hef ég betra kaup en ég get fengið ann- arsstaðar. En vegna barnanna get ég aldrei unnið eftir- vinnu og veitir þó eklci af peningunum. Mér finnst það óréttlátt, hvernig komið er fyrir mér. Við hjónin áttum ekkert þegar við skildum; öllu var sóað í vín. Maðurinn minn fyrrverandi er embœttismaður á góð- um launum, drykkjuskapur hans virðist alveg fara fram hjá vinnuveitandanum — ríkinu. Með 'aukatekjum hefur hann meiri peninga til eyðslu en ég með bœði börnin — þrátt fyrir vinnu mína. Þannig er útkoman sú, að ég sem hef veg og vanda af börnunum, hef eiginlega aldrei skemmri vinnudag en tólf stundir — átta stundir sem verkakona og fjórar sem móðir. Ég hef liklegast nærri því helmingi lengri vinnu- dag en maðurinn, sem tók vínið fram yfir fjölskyldu sína. Mér finnst þetta óréttlátt. Mér finnst lögin ekki nógu m annl e g, ekki nóg tillit tekið til aðstœðna þeirra sem skilja. Ég vandist vinnu sem barn og vil vinna; úr því ég er orðin „ekkja“ finnst mér ég jafnvel þurfa að vinna til þess að halda sjálfsvirðingu minni. En börnin mín eiga að njóta þess í ríkari mœli en þau gera, að samanborið við mig er faðir þeirra hátekjumaður. — Fráskilin. Bleikar varir! SAMKEPPNIN milli kvenna og karla á vinnumarkaðn- um verður sífellt harðari. Kon- an heldur áfram að sækja vægðarlaust á. Dæmi: I bænum Gillingham í Kent hafa fimm konur verið ráðnar götusóparar. Þegar auglýst var eftir götusópT urum fyrir skemmstu spurðu kvennasamtök bæjarins, hvort konur hefðu ekki jafnan rétt á við karla til slíkrar vinnu. Svarið var jákvætt. Og yfir fimmtíu konur voru meðal um- sækjenda. Tvær eins PjAÐ er mikil tízka í sumar á erlendum baðstöðum, að litlar telpur klæðist nákvæm- lega samskona ,,standfötum“ og mæður þeirra. Sundbolirnir eru líka eins, að því undanskildu að bolur móðurinnar er hlíralaus. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.