Vikan


Vikan - 27.06.1957, Blaðsíða 11

Vikan - 27.06.1957, Blaðsíða 11
KLUKKAN átta um morguninn reis yfir-herbergisþjónninn úr rekkju sinni í hinu konunglega svefnherbergi og vakti kónginn. Yfir-líflæknirinn, yfir-skurðlæknirinn og hin gamla fóstra hans hátignar gengu um leið í herbergið og fóstran kyssti kónginn. Næsta stundarfjórðunginn nudduðu læknarnir og her- bergisþjónninn Loðvík kóng. Klukkan kortér yfir átta dró hirðsiðameistarinn tjöldin frá konungsrekkjunni og afhenti hans náð bikar af vígðu vatni, sem stóð við höfðalagið. 1 fylgd með hirðsiðameistaranum var það fólk, sem var að- njótandi þeirrar sérstöku blessunar að mega sjá kónginn í rúm- inu. Þetta voru börn konungs, skilgetin og óskilgetin; ennfrem- ur eiginkonur þeirra og eiginmenn; ennfremur bræður konungs. Það þóttu feiknmikil forréttindi að fá að sjá kónginn í rúm- inu. Þeir sem þessara réttinda nutu, gátu talað við hann undir fjögur augu þegar þeim lá á og þurftu við þau tækifæri ekki að fylgja hinum ströngu hirðsiðum. Gestirnir í svefnherberginu höfðu mjög stutta viðdvöl, nema einhver þeirra hefði sérstaka bón fram að bera. Þegar svo stóð á, drógu hinir sig í hlé. Úr svefnherberginu héldu þeir inn í ríkisráðssalinn. Þessu næst afhenti hirðsiðameistarinn kónginum bænabók og stutt morgunbæn var lesin. Að því loknu þyrptust morgun- gestirnir aftur inn í svefnherbergið og hirðsiðameistarinn fékk kónginum hinn konunglega morgunslopp. Gestirnir máttu horfa á kónginn fara í skó og sokka, og annanhvorn dag veittist þeim sú náð að fá að sjá hann raka sig. Hann gekk með litla, stutta hárkollu og sást aldrei án henn- ar, jafnvel uppi í rúmi. Hann klæddi sig að mestu hjálparlaust og talaði oftast um veiðar meðan á athöfninni stóð, en hann var feikn áhugasamur veiðimaður. Hann notaði ekki snyrti- borð, en stórum spegli var haldið fyrir framan hann á meðan hann var að koma sér í fötin. Þegar hann var klæddur, baðst hann aftur fyrir. Á meðan á bænagerðinni stóð, birtist foringi lífvarðarins til þess að taka á móti fyrirskipunum sínum. Að þessu loknu gekk konungur i ríkisráðssalinn. Þar voru mættir opinberir embættismenn. Konungur ræddi við þá og út- hlutaði verkefnum. Næst hlýddi Loðvík messu, en þegar að henni lokinni hófst fundur í ríkisráði. Mánudagurinn var helgaður innanríkismál- um, þriðjudagur fjármálum o. s. frv. Hádegisverður var klukkan eitt, og hann snæddi konung- ur einn úti við glugga í setustofu sinni. Það var alltaf marg- réttað. Stöku sinnum borðuðu tignustu menn ríkisins með hon- um. en konungur bauð þeim aldrei að setjast. Þeir máttu borða standandi. Þegar konungur var með hernum, borðaði hann hádegisverð með tignustu liðsforingjunum. Samkvæmt venju báru þeir húf- ur sínar á höfðinu, nema þegar þeir þurftu að ávarpa kónginn, þá tóku þeir ofan. Loðvík einn var berhöfðaður og sat í hæg- indastól. Hinir urðu að sætta sig við leðurstóla, sem hægt var að leggja saman og flytja þannig. Hans hátign EINN DAGUR I LlFI LOÐVÍKS XIV Eftir VAL GIELGUD Að hádegisverði loknum, lék Loðvík við hundana sína, hafði fataskipti og fór bakdyramegin út í Marmaragarðinn, þar sem vagninn hans beið. Samkvæmt gamalli hefð, mátti hver sem var ávarpa hann á leiðinni út að vagninum. Þegar Loðvík þurfti að vera lengi innan dyra, hrakaði heilsu hans og hann fékk magnaða höfuðverki, sem stöfuðu sennilegast af margra ára ofnotkun á ilmvötnum. Árangurinn var sá, að honum varð að lokum meinilla við öll ilmvötn, nema eina tegund, sem framleidd var úr blómknöppum appelsínu- trésins. Hinsvegar hafði hiti, kuldi eða regn lítil áhrif á konung og hann lét sjaldnast veðrið aftra sér frá útiferðum sínum. Hann fór í reiðtúra hvernig sem viðraði, í veiðiferðir, gekk um garða sína sér til heilsubótar, fylgdist með starfi verkamanna sinna, fór í skemmtiferðir út á landsbyggðina með hirðmeyj- unum. Þegar hann fór á veiðar, klæddist hann bláum einkennis- búningi með silfur- og gulllituðum snúrum. Annars féll hon- um bezt við brúna liti og fremur látlausan fatnað, nema hvað hnapparnir voru tíðum úr gulli eða svörtu flaueli. Hann not- aði ávallt vesti. Það var mjög ísaumað og oft úr rauðu, bláu eða grænu satíni. Hann bar ekki hringi, og að undanskildum skóspennunum hans, sokkaböndunum og hattinum, skreytti hann sig ekki með dýrmætum steinum. f hattinum hans var hvít fjöður. Hann bar bláan borða þvert yfir brjóstið. Á hátíðisdögum var borð- inn undir lafafrakkanum og skreyttur gimsteinum, sem virtir voru á milljónir franka. Foringi lífvarðarins kallaði til kvöldverðar klukkan tíu. Þetta var aðalmáltíð dagsins og feikn íburðarmikil. Það var oftast fjölmennt við borðið. Að borðhaldi loknu, hneigði Loðvík sig kurteislega fyrir kvenfólkinu og hélt til setustofu sinnar. Þar fékkst hann við stjórnarstörf í svosem klukkutíma. Hann sat í hægindastól, önnur stórmenni á armlausum stólum. Allir aðrir stóðu. Áður en hann gekk til náða, gaf hann hundunum sínum. Svo bauð hann góða nótt, hélt til svefnherbergis síns, sagði kvöldbænirnar sínar fyrir framan rekkjuna og afklæddist. Áður en hann steig upp í rúmið, sagði hann foringja líf- varðarins fyrir verkum. Loðvík var eins eigingjarn og harðbrjósta og sá einn get- ur verið, sem er algjör einvaldur. Hann miðaði allt við sjálf- an sig. Ef hann var svangur, urðu aðrir að taka myndarlega til matar síns. Ef honum var heitt, þá skyldu allir gluggar standa upp á gátt, þótt viðstaddir væru að sálast úr kulda. Allt sner- ist um hann; ef hann var ánægður, þá var allt í lagi. Síst að furða þó að einn af sagnriturum þessa tímabils ritaði að honum látnum: ,,Fáir grétu konung. Herbergisþjónar hans og fáeinir aörir sáu eftir honum — en naumast nokkur annar.“ Fáir neita því, að Loðvík hafi verið mikill konungur. Jafn- fáir geta haldið þvi fram, að hann hafi verið mikill maöur. i 1 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.