Vikan - 27.06.1957, Blaðsíða 12
NDRBERT DAVIS
FIMMTI KAFLI
Forsaga:
-Janet Martin, ung og lagleg stúlka, er í ekemmtiferð
í Mexíkó, þegar hún kynnist Doan leynilögreglumanni og
Vask, hundinuxn hans. Doan er rjóður, giaðlyndur og
feitlaginn. Vaskur er á stærð við kálf og feiknarlega
merkilegur með sig. Janet og Doan ákveða að fara með
Langferðabíl til bæjarins Los AJtos og skoða sig þar um.
Meðai samferðafóiks þeirra er hin forrfka Patricia Van
Osdel. Enginn í bíinum hefur hugmynd um, að í Los
Altos hefur dregið til tíðinda. Þar er niexikönsk herdeild
að eltast við bófa að nafni Gareia. Og þegar til bæjarins
kemur, haga atvikin því svo, að Garcia kemur hlaupandi
í fangið á ferðalöngunum og Doan neyðist tii að skjóta
bann til bana í sjálfsvarnarskyui.
YLTINGARSTRÆTI var þröng gata og brött.
Húsin voru ellilegri og hrörlegrí en við aðal-
götuna; kalkið farið að detta af veggjunum,
gluggahlerarnir skjöldóttir af vanhirðu.
Vaskur þrammaði reigingslega á undan
Doan. Er þeir höfðu gengið um stund, stopp-
aði Vaskur við húshorn, gægðist fyrir það og
sperrti eyrun. Doan gægðist líka fyrir hornið.
Við honum blasti málaragrlnd, sem stórt
málverk stóð á. Hinsvegar var listamaðurinn
hvergi sjáanlegur.
Doan gekk að hinu hálfkarraða málverki
og virti það fyrir sér. Hann hallaði höfðinu
fyrst til vinstri og síðan til hægri, en allt
iom fyrir ekki; hann gat ómögulega gert sér grein fyrir, hvað þetta átti
að vera.
„Þú þai-na!“
Doan sneri sér við, skimaði í kringum sig og uppgötvaði að lokum,
hvaðan hrópið kom. Það var höfuð í kýrauganu á forstofuhurðinni hinu-
megin við götuna.
„Já?“ ansaði hann.
„Eru þeir búnir að hemja þennan bannsetta skotmann?“
„Já,“ sagði Doan.
„Ertu viss um það?“
„Já."
Dyrnar opnuðust og kvenmaður kom út um þær. Hún var lágvaxin og
þrekin, en ekki feit. Andlitið var feikin veðurbarið og hárið grátt og úfið.
Hún var í heiðgulum málaraslopp og með mexikanska ilskó á fótunum.
„Laglegt að tarna!" sagði hún. „Skothríð um allar götur. Hvernig
á maður að mála í svona gauragangi? Hvað heitirðu, lagsi, og hvaðan ertu?“
„Doan. Bandaríkjunum."
„Ég heiti Amanda Tracy. Nokkurntíma heyrt mig nefnda? Og segðu
sannleikann, lagsi."
„Nei,“ sagði Doan.
„Ágætt. Hefurðu nokkurt vit á list?“
„Nei.“
„Pyrirtak. Hvernig lýst þér á myndina þarna?"
Doan virti hana aftur fyrir sér. „Ja, —
„Hroðaleg, finnst þér ekki? Þetta líkist helzt köldu steiktu eggi á
ryðgaðri steikarapönnu, er það ekki?“
„Jú.“ Doan varð að viðurkenna það.
Amanda Tracy sló svo hressilega í bakið' á honum, að hann var nærrl
rokinn um koll. „Stórkostlegt, gamli! Nú veit ég, að hún selst! Ef þær eru
öara nógu herfilega ljótar, þá seljast þær. Bregst ekki. Mundu það þegar
þú byrjar að mála. En meðal annarra orða, hvernig komstu hingað?
Komstu með langferðabílnum ?“
„j;á.“
„Nokkrir fleiri heimskingjar með i þetta skipti?“
„Tvö þrjú stykki,“ játaði Doan.
„Efnaðir kannski?“
„Ég er ekki frá því.“
'% Amanda Tracy þreif málaragrindina og málverkið. „Þá skýst ég niður-
eftir og mála á markaðstorginu og haga mér eins og ég sé einhver snill-
ingur; þá er ekki að vita nema einhver túristinn bíti. Sé þig seinna."
„Andartak,“ sagði Doan. „Geturðu sagt mér hvar náungi að nafni
Eldridge býr?“
,,Þú ert þó ekki vinur þeirrar fyllibyttu?“
„Nei,“ sagði Doan. „En hvar er húsið hans?“
„Fyrir hornið, annað hús til hægri. Sjáumst seinna, lagsi. Láttu hana
ekki fylla þig.“
Vaskur og Doan gengu fyrir hornið. Húsið stóð í garði. Umhverfé*
það var hár steinveggur. Það voru sterkar járngrindur fyrir öllum glugguru.
Forstofuhurðin vai’ járnslegin. Doan verkjaði í hnúana þegar haiut
barði á hana. Enginn svaraði.
Doan reyndi aftur, en árangurslaust. Þá tók hann í hurðarhúninn og
uppgötvaði, að dyrnar voru ólæstar. Þær opnuðust hægt og hljóðlega.
Vaskur urraði lágt.
„Þegiðu," sagði Doan.
Hann gekk inn í þrönga forstofu. Það var notalega avalt þarna inmi.
Hann sá ekkert meðan augu hans voru að venjast myrkrinu.
Vaskur urraði aftur og hærra í þetta skipti. Hann stóð bísperrtur í
dyrunum og virtist vera að búa sig undir að stökkva. Og þá heyrðist röd»l
— dálítið þunglyndisleg og drafandi rödd, sem sagði:
„Hann flnnur víst blóðþefinn."
Maðurinn, sem þetta sagði, stóð í skugganum i hinum enda forstofuno-
ar. Það sást ekki í andlitið á honum, en hann var stuttur og gildur og í
hægri hendi hélt hann á skammbyssu.
„Eldridge ?“ spurði Doan.
„Já."
„Hefurðu hugsað þér að nota þessa byssu á næstunni, eða ertu bara aS
hampa henni til þess að hræða saklaus börn?“
„Ha?“ sagði Eldridge. „Ha, áttu við byssuna? Ja, satt að segja er óg
dálítið smeykur þessa stundina. Þú ert Doan, er ekki svo? Ég á við, ég
hef heyrt getið um hundinn þinn. Ég er feginn þú skyldir komast hingaS
svona fljótt. Má bjóða þér í staupinu?"
„Jájá, það máttu."
Eldridge gekk á undan honum út á veröndina fyrir aftan húsið. Þetta
var feiknfallegur garður. Það var meir að segja dálítill gosbrunnur í
honum miðjum.
Vaskur lét það vei'ða sitt fyrsta verk að fá sér vatn úr skálinni, rölti
letilega að öskutunnunni, sem stóð fjærst í garðinum, þefaði af henni
nokkrum sinnum, horfði á Doan, rölti til baka, lagðist fyrir framan gos-
brunninn og geispaði.
„Hvað er i tunnunni?" spurði Doan.
„Hundurinn fann lyktina af því, það leyndi sér ekki,“ sagði Eldridge.
„Skoðaðu það.“
Doan gekk að tunnunni og lyfti lokinu. Hún var hálffull af tómum
flöskum. Lítill hundur, sem líktist rykfallinni, svartri dulu, lá ofan á þeim.
Augun voru galopin og skolturinn. Hann hafði verið skorinn á háls.
„Þetta var bezta grey,“ sagði Eldridge. „Hann var að vísu dvergur
samanborið við þinn, en hann var ósköp vænn, garmurinn, og ég held a#
honum hafi verið farið að þykja ofui-lítið vænt um mig.“
„Og svo drapstu hann.“
„Hægan, Doan,“ sagði Eldridge. „Þú veizt ósköp vel, að svo mikiil
óþokki er ég ekki.“
t
S
V
E
I
Z
T
IJ
S
|
5
S
1. Hvaða tvö fræg frönsk skáld voru af negra-
kyni?
2. Hvar er líkneskið af Venus frá Milo?
8. Hvaða keisari réði ríkjum 1 Rómaveldi, þeg-
ar Krlstur fæddist?
4. Hvemig verður aska brennds demants á
litinn ? |
5. Hvenær sáu Evrópumenn vindla I fyrsta
skipti? |
6. Hvað var Jónas lengi í kvið hvalsins?
7. Hvað er „saldo“?
8. Hvenær var Hæstiréttur stofnaður?
9. Hvaða evrópiskur heimspekingur f fornöld
dó úr of miklu kartöfluáti ?
10. Hvað er venjulega mikið af alkoholi í víni?
Sjá svör á bls. lJf.
Siimmiiiiniii....................................................................................
12
VTKAN