Vikan


Vikan - 27.06.1957, Blaðsíða 14

Vikan - 27.06.1957, Blaðsíða 14
863. KROSSGÁTA VIKUNNAR. Lárétt skýring: 1 óvinsæll gTóður — 6 æ — 9 yndi — 10 tímabil — 11 hljóð — 13 orðaglamur — 15 líkamshlutann — 17 yzta lag — 18 norsk sveit — 20 trjátegund — 24 taugar — 25 farvegskerfi — 27 sár — 29 tré, flt. — 31 nes —• 32 fugl — 33 meltingarfæri — 35 heilt — 37 fleytan — 40 vændiskona — 41 biblíunafn — 43 óþokkanum — 46 forðinn — 48 matur — 49 vísir — 50 innyfli •— 51 gerir ríkan — 52 lágkúrulegri. Lóörétt skýring: 1 geðfelldur — 2 limur — 3 óveður — 4 milli lands og eyjar — S spyr — 6 ilmaði — 7 missir — 8 förinni — 12 trufla — 14 ágætis maður — 16 nákvæmni — 19 sóminn — £1 byrði — 22 úrkomumikið — 23 bæj- arnafn — 26 aldursforseti (latn ) — 28 óttast — 29 bragarháttur — 30 í fjósi — 31 fataefni — 34 málmr — 36 litaðir — 38 limið — 39 nýjung — 42 lesefni — 44 botnfall — 45 greinir — 47 hljóð. Lausn á 862. krossgátu Vikunnar. LÁRÉTT: 1 bókmenntafélagi — 13 kúmen — 14 situr — 15 sið — 11 mun — 18 bilar — 20 karga — 23 Kron -— 25 númer — 27 afli — 29 kýl — 30 mál — 31 tík — 32 urta -— 34 matur —- 36 tabu — 37 innir — 39 rakin — 41 gin — 42 kóf — 44 vitni — 46 skraf — 49 slor — 51 Ingvi — 53 reki — 55 tal 56 dái — 57 nyt — 58 ugga —• 60 gusta — 62 Anna — 63 annes — 65 innra — 67 nýr — 68 get — 70 vitin — 72 marin — 75 stararpunturinn. LÓÐRÉTT: 1 bú — 2 kk — 3 músin — 4 Emil •— 5 neðan — 6 nn — 7 as — 8 fimar — 9 etur — 10 lunga — 11 ar — 12 il — 17 okkur — 18 bolti — 19 rúmar — 30 kelur — 21 aftan — 22 vikur — 24 rýr — 26 mát — 28 LlB — 33 angir — 34 minni — 35 rakki — 36 tifar — 38 nit 40 kór — 43 ostur - 44 Volga — 45 Indus — 46 sviti — 47 fenna — 48 vitar — 50 lag — 52 gás — 54 kyn — 59 annir — 60 gerir — 61 angat 62 artir — 64 nýta — 66 Neru — 69 ós — 70 v.a. — 71 np ■— 72 mn — 73 ni — 74 in. FRA SAMEINUÐU ÞJOÐUNUM Einfaldari reglur og nánari samvinna í flugmálum er nauðsynleg, ef flugmálin í Evrópu eiga að þróast eðlilega og skjótt. — Um þetta urðu menn sammála á fundi, sem haldinn var fyrir skömmu í Madrid og þar sem mættir voru 18 fulltrúar frá jafnmörgum Evrópuþjóðum til þess að ræða flugmál þeirra. Það var Evrópudeild Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), sem gekkst fyrir þessu fundarhaldi, og er það í annað sinn síðan heimsstyrjöldinni lauk, að Evrópuþjóðirnar koma saman til þess að ræða þessi mál á vegum ICAO. Sérstök nefnd, sem kjörin var til þess að leggja fram tillögur á fundinum, bar fram 14 tillögur, sem allar voru samþykkt- ar. Allar miðuðu þær að því að stuðla að framförum í flugi og gera farþegum með flugvélum auðveldara að ferðast landa á milli. Meðai samþykktanna, sem gerðar voru á Madrid-ráðstefnunni var áskorun um, að afnema áritunarskyldu á vegabréf flugfarþega, um rétt til þess að nota venju- leg skírteini í stað vegabréfa þegar um stuttar heimsóknir erlendis er að ræða, um afnám læknisskoðunar þegar ferðast er innan Evrópu, umfangsminna tolleftir- lit, einfaldari ferðareglur fyrir böm o. S. frv. Á fundinum var rætt um nauðsyn þess, áð tekin verði upp frjálslyndari stefna í flugmálum en nú ríkir víða um lönd. Var samþykkt áskorun til ríkisstjóma þess .efnis, að sýnd yrði meiri lipurð, en til þessa hefir gætt, um lendingaleyfi flug- véla, þegar slík leyfi rekast ekki á beina hagsmuni viðkomandi lands. Taldi fund- urinn þetta atriði nauðsynlegt, ef flug- samgöngur ættu að aukast og gera ætti flugfélögum kleift að auka starfsemi sína. Alþjóða stærðfræðistofnun í Róm. Menntunar- vísinda- og menningarstofn- un Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hef- ur undanfarin ár unnið að því, að komið yrði upp alþjóða stærðfræðistofnun í Rómaborg. 1 stofnun þessari á meðal ann- ars að vera hinn svonefndi ,,rafeindaheili“ hin geisihaglega reiknivél. Á vél þessi að vera til afnota fyrir þær þjóðir, sem gerast vilja aðilar að stofnuninni. Alþjóðasamþykkt um þessa stofnun hef- ur legið frammi til undirskriftar um nokkurra ára skeið, en til þessa hafa aðeins tólf þjóðir undirritað hana. Baráttan gegn gin- og klaufaveiki. Hörð barátta er nú að hef jast gegn gin- og klaufaveikinni í Evrópulöndum. Veikin hefur aukist ískyggilega í ýmsum löndum hin síðari árin. Nú hefur Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) tekið málið í sínar hendur og sett á laggirnar nefnd, sem á að vinna að því að veikinni verði útrýmt með öllu. Gin- og klaufaveikisnefndin hélt nýlega fund í Rómaborg og samþykkti áætlun í baráttunni gegn þessum vágesti. Eftir mjög nákvæma yfirvegun féllst nefndin á, að einasta ráðið til þess að veikinni yrði útrýmt með öllu væri að aflífa hvert það dýr er tæki hana. Sem sagt, algerð- ur niðurskurður. Auliin þátttaka kvenna í starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Þátttaka og áhugi kvenna í starfsemi Sameinuðu þjóðanna hefur aukist til muna á undanfömum árum. Eins og kunn- ugt er starfar kvenréttindanefnd á veg- um Sameinuðu þjóðanna, sem vinnur að því að bæta félagslega- menningarlega- og efnahagslega aðstöðu konunnar í þjóðfé- laginu. Stuðlar nefndin að því, að réttur kvenna til sömu fríðinda og karlar njóta sé viðurkenndur sem víðast. Kvenfulltrú- um á þingi og í nefndum Sameinuðu þjóð- anna hefur farið fjölgandi með ári hverju. Á síðasta allsherjarþingi S.þ. í vetur er leið voru t. d. 65 kvenfulltrúar í 80 sendi- nefndum, en á fyrsta allsherjarþinginu voru kvenfulltmar aðeins 20. Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 4: 1. Alexander Dunras og sonur hans. Dumas eldri var sonur negrakonu og Paiileterle nnark- greifa. — 2. í Louvre í París. — 3. Ágústus (63 f. Kr. til 14 e. Kr.). — 4. I»að verður engin aska. Demantar eru hreint kolefni, svo að þegar þeir eru brenndir, myndast einungis koltvísýring- ur, sem er litlaus iofttegund. — 5. 1492. Spán- verjar sáu þá fyrst hjá innfæddum á Kúbu. — 6. Þrjá sólarhringa. — 7. Mismunur á viðskipta- reiltningi. — 8. 1919. — 9. Enginn, þvi að í Ev- rópu þekktust kartöflur ekki fyrr en eftir fund Ameriku. — 10. Um það bil 10%. Fyrirheitna landið Framhald af bls. 5 „Heldurðu að þú treystir þér til þess að halda áfram á morgun?" ,iJá. ,,Ég efast um, að við eigum langa leið fyrir höndum," sagði Amos. „Comancharnir hafa látið eins og þeir væru að nálgast heimahagana. Þess verður naumast langt að bíða, að við finnum tjaldbúðirnar þeirra. Kannski á morgun.“ Mart leið mun betur núna. „Á morgun,“ endurtók hann. Framhald í næsta blaði. Maður brosir en brosið . . . Framhald af bls. S. aði sig allan bridginum. Hann er talinn höfundur „punktakerfis- ins“, sem er hvað vinsælasta kerfið, sem bridgefólk almennt notar. Margir erlendir bridgemenn lifa góðu lífi á spilinu. Þeir kenna bridge, skrifa blaðadálka og bækur um bridge, spila bridge upp á peninga. En bridge er enginn leikur í þeirra aug- um. John Crawford segir: „Ég spila aldrei mér til skemmtunar.“ (Þýtt og endursagt) — MARSHALL SMITH 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.