Vikan


Vikan - 15.01.1959, Blaðsíða 2

Vikan - 15.01.1959, Blaðsíða 2
Allir hafa sín áhugamál! Hver eru þín? Fylgist þú með bílum, flugvélum eða radíótækni, smíðar þú flugmódel eða báta. Ertu hinn góði heimilisfaðir eða sonur sem dyttar að heimilinu með smá-lagfæringum og 'smíði,........ en það er sama hvaða áhugamái þú hefur, í FLUGMÁL og TÆKNI er allt um áhugamál allra. ♦♦ PÓSTURINN Kvenfólk flugvirkjar? Kæra Vika. Okkur langar að biðja þig að svara eftirfar- andi spurningum: 1. Geta stúlkur orðið flugvirkjar? 2. Hvað tekur námið langan tíma og hvað þarf maður að vera gamall? 3. Er hægt að læra flugvirkjun til fullnustu hérlendis ? Ebba og Maddý SVAR: Ekkert mun vera því til fyrirstöðu að stúlkur verði flugvirkjar. Námið teícur eitthvað kringum j ár, eins og aðrar iðngreinar. Hœgt mun að lœra hana hér á landi til fúllnustu, en algengt er, að menn fari utan til framhaldsnáms að því loknu. —O— Handavinna Svar til Kötu: Þú ættir að snúa þér beint til handavinnudeild- ar Kennaraskólans og þar höfum við frétt, að leyst muni verða úr öllum spurningum þínum. —O— Ást í leynum Kæra Vika. Ég hef undanfarin ár verið á bóndabæ, en á næsta bæ er stúlka, sem ég elska. Mig langar mikið til að eignast hana fyrir konu. En ég er feiminn við hana og hugsa að það sé af því að ég er skotinn í henni. Mér hefur oft gefizt tækifæri til þess að tala við hana, til dæmis í útreiðatúrum. Ég hef líka frétt, að hún sé skotin í mér. Getur þú ekki Vika mín, sagt mér hvernig ég á að koma fram við hana? Knapi. SVAR: Allt, sem þú þarft að gera, Knapi minn, er að vinna bug á feimninni og rœða við stúlkuna. Ef þú segir rétt um hug stúlkunnar til þín ætti þetta allt að koma af sjálfu sér. —O— Þetta kvenfólk! Kæra Vika: Mig langar til að biðja ráða, fyrst að þú hefur gefið svo mörgum góð ráð. És? kaupi stundum Vikuna og hef gaman af að lesa hana, því það eru margar góðar sögur í henni. Jæja þá er bezt að byrja. Ég skrifast á við stúlku, sem auglýsti í Vikunni, ég er búinn að skrifast á við hana í heilt ár og hef oft heimsótt hana. Hún hefur allt- af tekið vel á móti mér, gefið mér kaffi og haft mikið fyrir mér. Ég hef gefið henni oft gjafir. Ég elska þessa stúlku, hún hefur verið góð við mig, en hún vill ekki að ég sé að gefa sér. Ég hef oft talað við hana í síma, og það er gaman, en nú gaf ég henni jólagjöf fyrir 900 krónur hún var búin að segja mér að hún hætti að skrifa mér ef ég héldi áfram að gefa sér, en ég tók það sem grín, nú neitar hún að skrifa, ég er búinn að gefa henni með jólagjöfinni um 2000 krónur. Ég elska þessa stúlku og hugsa mikið um hana. Ég hef spurt mikið um hana og hún hefur aldrei verið með neinum strák. Hún er 18 ára og ég er 21 árs, hún hefur spurt mikið um mig eftir því sem ég hef komist að raun um. Jæja ég vona að þú birtir þetta fyrir mig. Með þakklæti. Einn ástfanginn. SVAR: Eg héld, að þetta sé ekki rétta aðferðin hjá þér, Ástfanginn minn, að gefa stúlkunni stór- gjafir svona snemma. Þú œttir fremur að leggja þig eftir kunningsskap hennar á annan hátt, t. d. segja henni frá áhugamálum þínum og rœða við hana um eitthvað sem þið eigið ef til vill sameiginlegt. Fyrst hún hefur lagt sig svona mikið eftir að halda uppi spurnum um þig, œtti þér að vera óhœtt að leita nánari kunnings- skapar við hana, en þú ferð tvímœlalaust rangt að með að vera sífellt að færa henni gjafir. Hún getur hœglega misskilið það. Þú verður umfram allt að fara að stúlkunni með gát og vera ekki að þrengja kunningsskap þínum upp á hana. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.