Vikan


Vikan - 15.01.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 15.01.1959, Blaðsíða 14
Þaö er botra að rannsaka vélina nákvæmlega áður en gengið er frá kaupum. Og sölumaður bíður átekta. VANTAR / >» gengur að hægra hjóli og sparkar í það. Honum virðist hljóðið í sparkinu gott, svo hann gengur aftur fyrir hílinn, og sparkar í vinstra hjólið. Og honum til ánægju virðist hljóðið einnig gott, svo nú er hann að þvi kominn að segja eitthvað. En hann þegir samt enn um stund, gengur að dyrum bílsins, opnar og sest undir stýrið. Hann horfir á það litla stund, tekur í það, og hristir, kemur út úr bilnum og segir: ,,"Ég ætla að fá hann þennan.“ Það er ekki spurt um verð, undirvagninn ekki skoðaður, maðurinn virðist ekki vita, að það er vél í bílnum, en liturinn er fal- legur og dekkin hafa hljóð, sem hon- um líkar, og bíllinn er hans. BBaðamaður Vikunnar heimsækir bílasala í bænum. ^riiiiimiiiiiiiiiiiiuii •■■■■■ ■■ n ■■■■■■ ....... Halldór Snorrason — borgar sig að koma til mín. Guðmundur J. Guðmundsson — því miður er óorð á stéttinni. 14 EIR eru all margir sem fengið hafa þá köllun að hjálpa bif- reiðaeigendum að selja bila sína og áhugasömum mönnum að festa kaup á ,,bezta fáanlega bíln- um“ og þiggja smávægilega þókn- un fyrir ómakið. En ,,ómakið“ er orðið svo umfangsmikið, að allir þurfa bílasalarnir skrifstofur, og mikið fé fer handa þeirra milli. Bifreiðasala er erilsöm atvinnu- grein, samkeppni manna í milli harðnar stöðugt, það er við að veita kaupendum sem bezt kjör, og nú er svo komið að þú getur hald- ið á fund bílasala og farið heim til þín með bíl, —- án þess að þurfa að gera nokkuð annað en skrifa nafn þitt á nokkur blöð, sem prentuð eru á vegum banka og spai'isjóða. En þú verður að vera varkár svo þú kaupir ekki köttinn í sekknum. Bílar fást á nær öllu hugsanlegu verði, þú getur keypt bíl fyrir mánaðarlaun þín, 5000 krónur eða svo, og bílllinn sem þú kaupir fyrir það verð er jafnvel gangfær, en ekki mundi ég ábyrgjast að hann yrði það lengi. Ef þú hefur efni á, getur þú líka keypt þér bíl fyrir 350 þúsund krónur. Stundum getur illa farið, eins og raun varð á með pilt nokkurn. Hann er ættaður úr Mýrdal. Hann kom í bæinn og hélt á fund bílasala, og kvaðst vilja kaupa bíl. Bílasalinn fagnaði unga manninum sem glötuð- um syni, sjálfsagt væri að veita hon- um alla þá aðstoð er hann mætti. Hófust nú miklar umræður um tegund bílsins og árgang, og piltur- inn úr Mýi'dalnum var um stund um- vafinn kærleiksríkri umhyggju bíla- salans. Og svo kom þeim saman um að þessi bíll uppfyllti allar óskir manns, sem ætlar að kaupa bíl, og pilturinn úr Mýrdalnum borgaði fimm þúsund krónur til þess að tryggja sér bílinn, rétt á meðan hann færi austur til þess að sækja allt féð. 1 einfeldni sinni bað pilturinn ekki um kvittun fyrir innborguninni, enda maður hrekklaus og grandvar, og hefur engan mann hrekt þama fyrir austan. Fór svo pilturinn og var kvaddur með blíðu. Þegar hann kom aftur í bæinn, með fulla vasa fjár, hélt hann rak- leitt á fund bílasalans, og kvaðst nú kominn til þess að greiða eftirstöðv- arnar af verði bilsins. Bílasalinn tók pilti elskulega, en eitthvað virtist pilturinn koma honum ókunnuglega fyrir sjónir. Enda kom á dag'inn, að bíllinn, sem piltur var búinn aö borga fimm þúsund krónur inn á, var seld- ur. Nú þótti strák vandast málið, því fimm þúsund krónur eru líka peningar, að minnsta kosti er litið svo á austur í Mýrdal. Bað hann því bílasalann með kurteisi að endur- greiða sér fimm þúsund krónurnar, en bílasalinn virtist koma af fjöllum, — og kvaðst ekki vita hvað piltur ætti við. Virtist honum ómögulegt að láta sér 'til hugar koma hvaðan piltur hefði þá frumlegu hugdettu, að bílasalinn geymdi fyrir hann fimm þúsund krónur. Fór piltur við svo búið heim til átthaganna, fátækari af veraldlegum auði, en ríkari af reynslu. Hann var orðinn forframaður sveitamaður. Og guð hjálpi bílasölum, ef einhverjum þeirra skyldi detta í hug að setja upp útibú í Mýrdal. Er G á að heimsækja nokkra bila- sala í bænum, rabba við þá um sitt hvað er snertir bílasölu, og fyrsti maðurinn sem ég hitti er Halldór Snorrason í Aðalsölunni í Aðalstræti. Halidór er ungur maður og röskur, byrjaði sem sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni, og eru það nokkur með- mæli með manninum. Aðalsalan, er ríkt nafn, sem stend- ur á skilti á fátæklegum kofa, en samkeppni bílasalanna hefur enn ekki haft áhrif á húsakynni þeirra. Þeir dúsa flestir í fremur leiðinlegum húsakynnum og skrifstofur þeirra eru lítt aðlaðandi, og fátækar af húsgögnum. — Það er alltaf nóg að gera, segir Halldór. — Er nokkuð flutt inn af bílum? — Bílar eru fjuttir inn frá Rúss- landi og Tékkóslóvakiu, en þeir, sem afla gjaldeyris, fá leyfi til þess að flytja inn bíla frá öðrum löndum. — Vilja menn heldur selja bíla sína með aðstoð ykkar en milliliða- la.ust ? — Það er vitað að það ber meiri EF ÞIG GÓÐAN KOMDU árangur að láta okkur selja. Margir sérlundaðir menn auglýsa dag eftir dag í blöðunum, að þeir vilji selja bíla, milliliðalaust, en eftir par daga koma þeir til okkar og þar með má segja að bíllinn sé seldur. Sjáðu t. d. ríkisfyrirtæki. Þau selja aldrei bíl öðruvísi en að auglýsa eftir tilboðum. Það gera þau til þess að losna við milliliði. Árangurinn verður sá að þau tapa í flestum tilfellum Vs af verði bilsins. — Hver er ykkar hagnaður, — svona venjulega? —-Við tökiun tvo af hundraði í sölulaun af heildarverði bílsins. — Gengur nokkuð illa að innheimta sölulaunin ? — O, blessaður vertu, það er ekki alltaf sem sölulaunin eru borguð með glöðu geði. Það má í rauninni segja að bílasalan sjálf sé leikur einn, en þegar að því kemur að fá sölulaun- in, þá byrji baráttan fyrir alvöru. Hinn fyrrverandi bíleigandi byrjar strax að reyna að fá sölulaunin nið- ur í einn af hundraði, og þegar bila- salinn vill ekki gefa sig, þá hverfur hann án þess að borga svo mikið sem hálft prósent. Þá þarf bílasalinn, ef hann er harður í horn að taka, að senda lögfræðing á fund seljanda, og þannig gengur á ýmsu í þess£iri viðskiptagrein. — Hafa bílakaupendur gott vit á því sem þeir eru að gera? — Sei, sei, nei. Hann kemur gang- andi til mín og kveðst vera kominn langan veg til þess að kaupa bíl. Hann er valdsmannslegur á svip, röddin dimm og þung, og hann talar með hörðum framburði. Ég sýni honum nokkrar tegundir, sterka bíla, en hann hristir höfuðið. Við göngum um bílastæðið og loks staðnæmist hann hjá bíl sem er fag- urlega málaður tveim litum. Þetta er auðvitað bíll sem ég mundi ekki mæla með, svo ég bendi honum á lítinn enskan Fordbíl sem stendur þar við hliðina. En sá bíll er aðeins svartur, svo hann heldur áfram að virða fyrir sér bílinn með litunum tveim. Hann gengur fram fyrir hann, horfir á hjólbarðana skörpum augum, VIKAN Eina ráðið að koma til min. Svo kemur önnur manngerð. Það er hinn tortryggni. Hann segist ekki ætla að kaupa bil, hann biður leyfis að fá að líta á nokkra bíla. Það er vitanlega auð- fengið, og þar með hefst maðurinn handa. Hann tekur einn bíl fyrir, þuklar hann allan og bankar, opnar allar hurðir, skrúfar niður glugga og lokar þeim aftur, athugar húna og læsingar, hann leggst undir vagn- inn og dvelst þar all langa hríð, kemur loks undan, opnar vélarhúsið og hverfur þar ofan i um stund. — Eftir miklar athuganir, lítur hann á mig og spyr um verðið. Ég segi honum það og hann sér þá ástæðu til þess að hverfa aftur ofan í vélar- húsið, kemur enn til mín og segir: ,,Takk fyrir.“ Siðan fer hann, og ég sé hann aldrei aftur. En svo við sleppum Öllu gamni, þá vil ég hvetja þig til þess að vara fólk við. Það er betra að athuga sinn gang áður en maður festir kaup á bíl. Gallinn er sá, að menn þurfa ekki sérmenntun til þess að geta annast bílasölu, jafnvel sum- ir bílasalar eru varla skrifandi, og heiðarleikinn er ekki sterkasta hlið margra þeirra. Og fólkið lætur gabba sig of oft. Bílasalinn hefur í mörgum tilfellum of mikil áhrif á kaupand- ann. VIKAN — Og hvaða ráð viltu gefa fólki sem hugsar sér að kaupa bíl? — Eina ráðið er að koma til mín . . Löggiltir bílasalar. NÆST legg ég leið mína til Bíla- sölu Guðmundar á Klappar- stig'. Guðmundur Jónatan Guð- mundsson tekur elskulega á móti mér, og gefur sér tima til þess að ræða við mig, þótt skrifstofa hans sé þéttsetin kaupendum og seljend- um. Við röbbum saman litla stund og ber þá margt á góma. — Ja, það er því miður svo, að óorð er á stéttinni. Ég tel, að nauð- syn beri til að löggilda bílasala, svo sem fasteignasala, og það hlýtur að koma að því. Það er stundum um bein svik að ræða. Bíllinn sagður með ný upptekna vél, en það reynist rangt, eða bíllinn er sagður yngri en hann er, o gskoðunarvottorðið talið glatað. Það er nú svo, að samhliða öllum þessum höftum í landinu, þróast margvísleg undarleg viðskipti. Tök- um til dæmis bílleyfin. Þarna ganga þau kaupum og sölum. Maður fær bílleyfi, ætlar sér ekki að kaupa bíl, eða hættir við. Hvað gerir hann ? Hann selur leyfið fyrir þetta 15 til 25 þúsund. Ég tala nú ekki um ef um leyfi á Ameríku er að ræða, þá kosta þau, ja, 30 þúsund til 35 þúsund krónur. En margir af þeim sem selja leyf- in sín athuga ekki að það þýðir 40 til 50 þúsund króna álag á tekjur þeirra. Billinn sem fluttur er inn kemur til landsins á nafni leyfishafa, og það verður aðeins litið svo á að hann hafði selt bílinn. Bílaleiga borgar sig ekki. AÐ fer enginn að heimsækja bílasala án þess að koma við hjá Batta. Guðbjartur Páls- son heitir hann, og hefur meira eða minna um langa hríð haft sitthvað með bila að gera. Batti er hinn versti þegar ég kem til hans. Hann segist ekkert hafa að segja, Mogginn hafi reynt, en ekki tekist. Og um það er lýkur er Batti orðinn ræðinn. Hann er maður hinn myndar- legasti á velli, þéttvaxinn en kvikur í hreyfingum. Menn segja um Batta að hann tali viðskiptavinina svo til, að þegar þeir fari frá honum viti þeir ekki hvað þeir heita. Ég held að þetta sé saga sem eigi að sína sölu- mennskuhæfileika Batta enda er ég viss um að þá hefur hann í ríkum mæli. — Hingað koma menn úr öllum stéttum, allmargir utan af landi. Einkum koma menn af suðurnesjum til mín. Og héðan fer enginn fyrr en búið er að ganga að fullu frá eigenda- skiftum. Ég hefi oft orðið undrandi yfir því, að þeir menn sem á yfir- borðinu virðast vita nokkuð um bíla, þeir kaupa oftlega köttinn í sekkn- um, og oft er það svo að menn sem koma með bifvélavirkja með sér gera sér ekki góð kaup. — Nokkrir skemmtilegir karakter- ar ? — Einn er maður sem oft kemur til mín, en oftar til annara. Hann er smáskrýtinn þótt ókunnugum komi hann eðlilega fyrir sjónir. Hann er alltaf að kaupa bíl. Hann hefur þann hátt á, að hann kemur til bilasala, og vill kaupa. Lætur hann bilasalann keyra sig og á þá til með að fara til Hafnarfjarðai' eða jafnvel upp að Álafossi. Á leiðinni talar hann mik- ið um bílinn, jafnvel vinsamlega svo bilasalinn heldur að hér sé öruggur viðskiptavinur. Þegar í bæinn kemur er strákur hinsvegar ekki ánægður Framhald á bls. 18. og sparkar í vinstra hjólið . . .“ Við biðuin i kuldanum fyrir utan Bifreiðasöluna íngólfsstræti 9, en líavíð lét ekki sjá sig. Stefán Jóhannsson — ekki ánægður með bílasölur í dag. Húsakynnin eru ekki sérlega vegleg en þarna er saint tugþiisundum velt á dag.1 Þarna er Aðalbílasalan í Aðalstræti til húsa. Ljósmyndir: Kristján Magnússon. 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.