Vikan


Vikan - 15.01.1959, Blaðsíða 9

Vikan - 15.01.1959, Blaðsíða 9
— Þegar vlð riðum í Cameilhan, varstu vön að binda upp fallega hárið þitt, svo það leit út eins og tagl á vagnhesti. Það var oft í megnustu óreiðu, þegar við komum heim.. . Hún afneitaði þessu hálfkveðna tilboði með því að banda frá sér. — Nei, þakka þér, geturðu ekki farið einn upp í sveit? Hann laut höfði og . . . — Þeir hafa ekki að- eins varað mig við stjórnmálum, þú veizt að það er einhvernveginn þannig í París, að hjónabands- skyldan tekur hlægilega lítinn híuta sólarhrings- ins. — Þú segir ekki, og það yrði engu betra i — Ég hef aldrei hikað við, hugsaði hann með sér, — aö kasta mér út i örbirgðina, ef ég hef verið á flótta. Hvað er hann að segja? Hann er ennþá að tala um Marianne. — Ég sver þér, þegar ég lá fyrst í rúminu með þennan rósföla líkama við hlið mér og ilminn, sem lagði að vitum mér, fannst mér loksins bú- inn að höndía þá eilífðarinnar sælu, sem okkur tókst aldrei að öðlast" nema með höppum og glöppum. Annars er bezt að ég komi mér beint að efninu: Þú veizt það Júlía mín, að læknamir hafa bannað mér að búa lengu rhér í borginni og ég fer sennilega til vinar míns í Normandie eftir svosem vikutima. Áður en ég fer langaði FVRNAR ÁSTIR Deauville. Þar fara alhr seint að hátta. En í svelt- inni... Júlía gat haldið niðri í sér hlátrinum með erfiðismunum. — Sögðu þeir konunni þinni, að þú yrðir . . . að hafa hemil á þér? — Nei, ertu frá þér, ég kom i veg fyrir það. Ég tek sjálfur að mér að tilkynna slíkt. — Hvað heldurðu að hún segi? — Ekkert svo sem, hún fer bara inn i annað herbergi og heldur sig þar. Á nóttunni þegar tunglið er fullt eða lykt af nýslegnu heyi angar að vitimum, fer hún eins langt burtu frá mér eins og hún getur, en ekki svo fljótt, að ég sjái ekki hverjar tilfinningar hennar eru. Hættu að hlæja, gálan þín, eða ég hendi blekbyttunni i höfuðið á þér. Þetta er blekking, hvort sem er, sagði hann kuldalega. — Og . . . hvað með skilnaðinn . . . Of fljótt . . . — Ég á hreint ekkert sjálfur. Hann varð aftur reiður og hrópaði: — Guð almáttugui', i rauninni er ég ekki að krefjast neins sérstaks. Þessir milljón frankar voru Beck- ers eign, vextirnir af gjöfum Beckers, þú gafst mér þá og það hefði verið laglegt ef ég hefði neitað að taka við þeim. — Ég er á sama máli, en þetta voru alveg eins mínir peningar og ég hafði rétt til að gefa þá. En hvernig get ég gefið peninga Mai'ianne. — Við rpundum skipta þeim með okkur, ég á við að ég mundi gefa þér eitthvað af þeim, sagði hann barnalega. Júlía brosti, þi'átt fyrir hvernig henni var innanbrjósts. Espivant var nú orðinn sannfærður um, að hann mundi fá hana til að samþykkja og sneri sér vafningalaust að kjarna málsins: — Peningar Marianne, — ættu að vera — almannafé. Þetta er skuggalegt og dularfullt fé og um það leika hrævareldar og það hringlar i þeim eins og hlekkjum fanga í saggasömmn klefum neðanjarðardýflissu. Ein milljón er aðeins ein lítil háræð af öllum þessum miklu fjársjóð- um. Hún lagði við hlustir og skalf og titraði. Hið æfða eyra hennar skynjaði hina leyndu reiði og hina ólæknandi kæti og framar öllu andúðina á þvi að vera fátækur á ný. mig bara til að sjá þig og fá þig til að fram- visa skjalinu, því ég veit ekki hvort ég muni nokkurntíma aftur eiga afturkvæmt, eins og nú standa sakir. Ég get greitt það nú, en ef ég skyldi ekki sjá þig framar fengir þú aldrei milljónina, sem réttilega er þín eign. — En Herbert . . . ég er löngu búin að segja þér, að þú skuldar mér alls ekkert. Þú hefur . . . —• Kæra Júlía, reyndu að lita á þetta raun- sæum augum. Ég skulda þér eina milljón franka og ætla að borga það og helzt nú þegar. Viljir þú ekki taka við því læt ég senda þér það heim, en þú verður auðvitað að gefa mér afsal fyrir upphæðinni. — Við skulum ekkert vera að þessu, Herbert, ég veit —- eða ætti að vita, að þú ert ósveigjan- legur, þegar þú ert í þessum ham. Manstu Júlía þegar við vorum niðri við vatnið ? Þú varst berfætt og óðst út í og ég hljóp á eftir- þér og bar þig í land ? Þú streittist á móti, en . . . — Ég veit ósköp vel að þú hefur alltaf fengið þínu framgengt, og ég er hætt að deila við þig út af þessari miljón þinni. — Ég meinti það ekki, heldur . . . — Já, ég veit vel, hvað þú meínar með þessu, en það er ekki til neins fyrir okkur að vera að rifja upp liðna tíð . . . Mér finnst hún svo fjarri öllum sanni, rétt eins og ótrúlegur draumur, sem maður man óljóst á eftir, en finnur þó að veruleiki . . . —• Þú spurðir um skilnað okkar Marianne. Hann hefur lengi verið yfirvofandi; það er Toni, eins og þú hefur sjálfsagt frétt, honum hefur tekizt að koma öllu hér á heimilinu í bál og brand. Já, og arfurinn. Allir tala um þig, þegar minnzt er á erfðaskrá mína. Meira að segja sum blöðin hafa skotið nokkuð nálægt markinu. Hvað heldur þú Júlía? Þú fyrirgefur, hvað ég tala opinskátt við þig. —■ Eg tala ekkert um það við þig, það hefur enga þýðingu fyrir mig hvað verður um þessar reitur þinar . . . ég skrimti þetta einhvernveginn af fyrir það. Auk þess er þetta þitt mál en ekki mitt En Júlía, . . . reyndu nú að setja þig í mín spor. Þetta er afar erfitt. Marianne vill skilja — og ég svo sem líka, en sagan er ekki öll sögð með því. framhaldssaga eftir Colette Vikurplötur og Vikurholsteinarnir frá • okkur eru steyptir úr Vikurmöl úr Snæfellsjökli, malaðri í ákveðna korna- stærð. Vikurplötur í einangrun og í inilliveggi er ódýrasta og bezta lausnin. Hlaðið bílskúrinn, íbúðarhúsið og útihús- ið úr Vikurholsteinum frá okkur. Notið aðeins það bezta i bygginguna. Vikurplöturnar eru óforgengilegar — old- traustar — hafa naglhald sem tré — auðveldar í uppsetningu og kosta að- eins kr. 34.00 fermetrinn (4 plötur) af 5 cm — 46.00 ferm. af 7 cm og 58.40 ferm. af 10 cm þykkt. Notið: Vilumnöl til einangrunar í gólf og loft (kr. 25.00 tunnan). I. fl. Vikursandur (til límingar og' í púsan- ingu) og pússningasandur keyrður heim aðeins kr. 18.00 tunnan. Sendur á þelrn tima sem þér tiltukíð. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Vikur frá okkur er lausnin. VIKURFÉLAGIÐ H.F. SlMI 10600 —, Hringbraut 121 VTKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.