Alþýðublaðið - 06.02.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.02.1923, Blaðsíða 1
ublaðið ^" Gefiö út af ^Llþýdnflokkxiiim 1923 Þriðjudaginn 6. febrúar. 28. tölublað. Alþýðan skilur. í kauplækkunarhamförum at- vinnurekenda um þessar mundir er það ha!t að vígorði, að dýr-, tíðin verðí að miuka. Það er rétt. En þegar því er haldið fram, að það geti ekki orðið, nema kaupgjald lækki, eru það hinar svörtust blekkingar. Hvað veldur dýrtíðinni ? Henni veldur það, að gálausir brallarar hafa sóað fé þjóðarinnar í vitleysu. Sparifé alþýðunnar hefir verið lánað innlendum gróðrabralls- mönnum til þess að braska með eftirlitslaust eftir eigin geðþótta og útlendum féflíttingamánni tíl þess að skapa sér aðstöðu til þess að hirða arðinn af starfi ís- lenzks verkalýðs, og setja aðal- banka landsins því nær á höfuðið, svo að hann gat ekki fullnægt skuldbindinguin sínum, lánstraust þjóðarinnar eyðilagðist og ís- lenskur gjaldeyrir féil í verði. Þetta er önnur meginorsökin til dýrtíðarinnar. - Hin er,sú, að atvinnurekendur, sem ekkert kunna til verks síns, hafa hvað eltir annað leikið sér að því að stöðva framleiðsluna og með því komið í veg fyrir, að nógar vörur væru ,til, sem selja mætti í útlöndum til þess að tá fyrir gjaldeyri til að kaupa fyrir nauðsynlegan útlendan varn- Írfg. í öðru lagi hafa þeir með óhafandi skipulagi á solu afurð- anna í útlöndum komið í veg fyrir, að hægt væri að selja þetta litla, sem framleitt hefir verið þrátt fyrir stöðvanirnar á atvinnurekstrinúm eins fljótt og vel og þurft hefði. í þriðja iagi hifa þessir sömu fávísingar okr- að með þann litla gjaldeyri, sem fengist hefir, og selt hann á bak við bankana til kaupa á hinu og þessu rusli, sem óvalinn prangaralýður hefir reynt að ginna fólk til að kaupa. Þetta eru aða'orsakir dýr- tíðarinnar, og úr þeim varður ekki bætt nema með betra eftir- liti með fjármálum þjóðarinnar, aukinni framleiðslu, betra skipti- lagi á . sölu afurðanna erlendis, lyrirgirðing þess, að okrað sé á erlendum gjaldeyri, og síðast en ekki sízt. hærra kaup^juldl, því að það er heimsreynsla fyrir, því, að þvf hærra sem kaup- gjald er, því meiri er velmeg- unin í hverju landi, því meiri framleiðslan, og því meiri fram- farirnar. Það er hægt að sanna þetta méð óyggjandi hagfræðilegum rökum, dæmum úr þjóðhagssögu erlendra þjóða og jafnvel með innlendum dæmum, svo augljós- um, að hver maður með meðal- skynsemi eða minni skilji, ef hann vili, og skal það verða gert jafn- skjótt sem nokkur dirfist að bera brigður á það. En Alþýðublað- inu þykir jatngott, þótt einhver flónski sig á þeirri glöpun fyrst. Kauplækkun dregur því ekki úr dýrtíðinni, heldur þvert á móti eykur hana. Kaupgetan minkar, svo að seljendur, káup- menn og kaupfélög, verða að selja hverja vörueiningu þeim mun dýrara, sem mipna er keypt, ef þeir eiga ekki að verða af atvinnu sinni, og þó að atvinnu- rekendur séu bæði auðugir og eyðslusamir, geta þeir ekki til lengdar annað öllum kaupum fjöldans. Kauplækkunarkröfur eru því beinlínis háskasamlegar fyrir þjóðina yfirleitt, og drepandi, bæði andlega og líkamlega, fyrir állan verkalýð og meira að segja fyrir alla þá menn, hverju nafni sem starfi þeirra nefnist, sem taka kaup fyrir vinnu, því að hver maður skilur, að þegar kaup einhvers annars hefir verið lækkað, þá verður næst gengið að honum sjálfum. Ljósasta dæmið um það er það, hversu tiðnotuð eru hin óhæfi- lega lágu laun margra opinberra starfsmanna nú orðið sem ástæða eða meðmæli með kauplækkun hjá öðrum stéttum. Kaup'ækkunarkröfur eru auk þess alveg ástæðulausar, og verða ekki fundin nein rök fyrir þeim, sem gengið geti í óvitlausa menn. E>að hafa engir betur sýnt en atvinnurekendur sjálfir, og er það nú ef til vill góðra gjalda vert. Þeir hafa að eins stundum haldið því fram, áð atvinnufyrir- tækin gætu ekki borið sig með því kaupi, sem nú er goldið. En hvað svo? Þegar þeir hafa í allri kurteisi verið beðnir að sýna fram á það með því að leggja reikninga þeirra fram eða að minsta kosti áætlun um tekj- ur þeirra og gjöld, þá er eins og sjöfalt innsigli hafi vérið komið fyrir málsopið á þeim. Þeir hafa steinþagað. Það hafa þeir vitaskuld gert vegna þess, að þeir hafa ekki getað sýnt það, eða vegna þess, að reikniug- arnir hefðu þá sýnt, að fyrirtækin gátu ekki borið hið gifurlega og ó- þarflega háa kaup eigenda og framkvæmdarstjöra, nema kaup verkamanna lækkaði, og það má vel vera rétt, en hitt er ann- að mál, hvort þeir séu ginkeyptir fyrir jWí að sýna verkamönnun- um eða fulltrúum þeirra fram á það. En — »tátt er svo ilt, áð einugi dugi<- Það er að eins eitt gott, sem fylgir þessum kaupiækkunar-hamförum og af- sakar nokkuð íorgöngumenn þeirra gagnvart þeim almennings- dómi, að þeir væru réttilegast tugthúsaðir fyrir glæpsamleg tjorráð við tilveru alþýðunnar, og það er sú óbeina afleiðing, (Framhald á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.