Vikan - 06.10.1960, Blaðsíða 6
Frú Wijsmuller lét sér ekki
allt fyrir brjósti brenna og
með dugnaði sínum og
hugrekki vann hún mikið
miskunnarverk meðal Gyðinga
Hún keypti 10 þús. börn af Eichmann
ÞatS var rétt fyrir jólin 1938. í
Hollandi var fólk önnum kafið við
jólaundirbúning og reyndi að hugsa
ekki um alvarlega atburði, sem það
vissi, að voru að gerast á nœsta
leiti. Menn keyptu jólagjafir og
skreyttu heimili sín, og enginn
vissi, að austur í Vínarborg var
móðir hennar Rakelar litlu að
sauma bakpoka á sex ára gamalt
barnið, — bakpoka fyrir það allra
nauðsynlegasta handa litlu telp-
unni, ef vera kynni, að hún kæmi
henni undan.
Ein hollenzk kona var þó víðs-
fjarri jólaundirbúningi. Hún hafði
í öðru að snúast. Hún var komin
til Vínarborgar og stóð nú frammi
fyrir svartklæddum nazistaforingja
í Rotschilds-höllinni. Hann hét
Adolf, en hún gaf nafninu ekki
gaum; hún hafði þegar þann dag
gengið fyrir meira en tuttugu hátt-
setta nazistaforingja. En maðurinn
bauð henni ekki sæti, og henni
fannst hún aðeins hafa hitt einn
ruddann i viðbót.
ísköld augu nazistaforingjans
hvildu á henni, og hún tók eftir því,
að honum mundi forvitni á að vita,
til hvers hún væri komin. Og hann
fékk svarið. Þá vissi hún ekki, að
hún stóð frammi fyrir „Gyðinga-
Eichmann", manninum, sem átti að
útrýma Gyðingum úr Evrópu. En
hún þurfti ekkert að óttast. Ekki
var hún Gyðingur.
— Nú, það var naumast. Þér vilj-
ið, að ég láti yður hafa tíu þúsund
Gyðingabörn. _
— Já, svaraði hún stuttaralega og
tók sér sjálf stól og settist. Hann
var sem þrumu lostinn yfir ósvifn-
inni, en hún sagði, eins og ekkert
hefði í skorizt:
— Ég á að safna saman tíu þús-
und Gyðingabörnum á reikning
brezku flóttamannanefndarinnar.
— Ójá, — og þér hafið fengið
leyfi til þess — eða hvað?
Hún hikaði eitt andartak. Leyfi
hafði hún reyndar ekki. Hún hafði
bara verið beðin að annast þetta,
þvi að öðrum hafði mistekizt. Hún
hafði engar upplýsingar fengið um
Eichmann og vissi ekki, að við
hann þýddi ekkert að þrasa. Hann
seldi Gyðinga aðeins fyrir bein-
harða peninga. Hann var þá bara
að byrja herferðina gegn þeim, og
gasklefarnir voru ekki komnir í
notkun.
Eichmann hugsaði sig um andar-
tak og datt snjallræði 1 hug. Hann
skyldi gefa þeirri hollenzku lexíu.
Hún hafði enga pappíra, og án
pappíra yrði henni ekkert ágengt.
Framhald á bls. 31.
Hitler lagði áherzlu á það að efla
æskuna í trúnni á verk sitt og
stundum tók hann á móti smábörnum
í nazistabúningi í ásjá lýðsins. En
Gyðingabörnunum bar að útrýma,
þau voru af óæðra kynstofni
í næsta blaði:
Hversvegna eru Gyðingar hataðir?
6 VIKAN