Vikan - 06.10.1960, Blaðsíða 20
Wheeler leynilögreglu-
manni í Pine City hef-
ur veriS faliö aö rann-
saka moröiö á frænku lögreglustjórans fiar í borg,
en meöal þeirra grunuöu er Howard fyrrverandi
spilavítiseigandi í Las Vegas, sem flúöi til Pine
City, og var liin myrta fiá l fylgd meö honum.
Wheeler grunar aö rekja megi orsalcir morösins
til Las Vegas. fer þangaö, kemst þar í kynni viö
nektardansmœr Gahriellu. sem segir honum f/mis-
legt, nóg til þess aö hún er rekin úr starfi, heldur
til Pine City og sézt aö hjá Wheeler, sem er pipar-
sveinn. Wheeler fer nú aö athuga Rex Schafer
blaöamann, sem revnist hafa veriö náinn vinur
hinnar myrtu, en Schafer þessi gerir allt, til aö
beina grun manna aö Howard. og fœr lögreglu-
stjórann þar í liö meö sér. Og nú er skammt
stórra utburöa aö bíöa í þessu máli . . .
ÁTTUNDI KAFLI.
Það var um áttaleytið þetta kvöld. sem ég knúði
dvra hjá Nínu Booth. Ég varð að hringia trivegis
áður en hún opnaði. Töfrarnir voru horfnir úr
svip hennar, blússan var óhneppt og rennilásinn
á pilsinu ekki dreginn upp nema til hálfs. Hárið
var allt í óreiðu og varaliturinn hingað og þangað
í næsta nágrenni við munninn. „Ert bú komin,"
svaraði hún og virtist ekki komu minni fegin nema
í meðallagi.
„Ég ætlaði að bæta upp það, sem ég vanrækti
í kvöid er leið." sagði ég. „Mér þykir leitt að ég
skvldi verða fvrir töfum."
Ég ætlaði að ganga rakleitt inn, en hún stóð
kyrr í dyragættinni. „Líttu heldur inn einhvern-
tíma seinna," sagði hún. ,ílg hef öðru að sinna
þessa stundina."
„Þú getur ekki hindrað för þeirra, sem eru í
þjónustu réttvísinnar," mælti ég af virðuleik. „Ég/
er armur laganna og auga, og ég þarf að tala
nokkur orð við Þig." Að svo mæltu lagði ég hönd-
ina mjúklega en þétt á barm henni og ýtti henni
úr gættinni. 'Gekk síðan inn í setustofuna.
Fletcher reis í snatri upp af legubekknum, greip
til vasaklútsins og tók að þurrka varalitinn fram-
an úr sér.
„Það lítur út fyrir að ég sæki allvel að í þetta
skiptið," varð mér að orði, án þess ég hefði fyrir
því að biðjast afsökunar.
„Er heimilið kannski ekki friðhelgt lengur?"
spurði Nína með nokkurri gremju í svip og róm.
„Jú, nema þegar ég er á ferðinni og á erindi
við þig," svaraði ég. Svo leit ég á Fletcher. „Og
þar sem þið verðið að fresta framhaldinu um
óákveðinn tíma," mælti ég, „væri ekki úr vegi
að þú drægir þig í hlé stundarkorn og reyndir
að snyrta þig eilítið."
Hann tautaði eitthvað í barm sér, sem þó varð
varla misskilið, greip jakkann sinn og hélt á brott.
Ég brosti .með sjálfum mér, þegar ég minntist
þess að Gabriella stóð við dyrnar á íbúð hans
uppi á næstu hæðinni og beið komu hans. Það
hiaut að verða fagnaðarfundur. Hann skellti
hurð að stöfum á eftir sér, Nína starði á mig,
kuldalega og spyrjandi.
„Hvaða erindi áttu við mig?"
„Það lítur út fyrir að það hafi eitthvað breyzt
okkar í milli síðan í fyrrakvöld," mælti ég og
lézt gramur. „Þá varstu til að tala vingjarnlega
við mig um okkar sameiginlegu vandamál, og
varstu þó fáklæddari en þú ert núna. Hvað hef
ég eiginlega gert af mér?"
„Ég geri ráð fyrir að það sé þýðingarlaust fyrir
mig að kalla á lögregluna til að koma þér á
brott," svaraði hún. „Fáðu þér einhverja hress-
ingu á meðan ég skrepp frá og laga mig svolít-
ið til."
„Já, nú fer ég að þekkja þig aftur, Nína litla,"
varð mér að orði.
Hún brá sér inn í baðherbergið, en ég gekk
að skenknum og blandaði mér drykk. Svo tók
ég mér sæti á legubekknum og beið. Hún kom
aftur að vörmu spori, hafði hneppt að sér blúss-
unni, dregið upp rennilásinn og bætt um varalit-
unina eins og bezt mátti verða. Hún gekk að
vínskenknum og blandaði sér drykk.
„Hvað var það, sem þú ætlaðir að ræða við
mig?" spurði hún enn
„Um sjötíu þúsund dollara," svaraði ég. „Hver
hefur þá undir höndum. Er Það Fletcher?"
„Ég hef ekik hugmynd um hvað þú ert að
fara ...“
„Við skulum ekki vera með nein látalæti,"
sagði ég. „Ég hef heyrt söguna af spilafuglinum
heppna, sem vann sjötíu þúsundir dollara í fjár-
hættuspili, en var síðan skotinn í hausinn áður
en hann fengi að njóta heppni sinnar."
Hún sneri sér að mér, leit fast á mig og svip-
urinn varð hörkulegur. „Ég hef ekki hugmynd
um það, leynilögreglumaður," svaraði hún stutt
í spuna. „Ég get aðeins fullyrt það, að það voru
ekki nein hrögð i tafli þá stundina sem ég gætti
borðsins."
„Eftir því sem ég hef heyrt, eru forráðamenn
hringsins ekki á sama máli um Það,“ varð mér
að orði. „Það leysir þig vitanlega undan öilum
grun varðandi þátttöku i morðinu — á sama hátt
og það sannar sakleysi Fletchers og Johnys hvað
það snertir."
„Hvað áttu við?"
„Það er augljóst mál," svaraði ég. „Vitanlega
hafa það verið forráðamenn hringsins, sem stóðu
á bak við morðið á Lindu Scott og að lik hennar
var skilið eftir á dyraþrepinu hjá Lavers lög-
reglustjóra, frænda hennar."
Hún tæmdi glasið í botn og setti Það seiniega
frá sér. „Þá eigið þið Það eitt eftir að hafa uppi
á þeim, sem verkið vann fyrir þá,“ mælti hún,
„og þar með væri málið til lykta leitt."
„Að sjálfsögðu," sagði ég. „Og ég ætla að vona
að okkur takist að hafa hendur í hári hans, áður
en honum tekzt að hafa hendur í hári þinu."
„Haldir þú að ég sé í hættu stödd, finnst mér
það standa þér næst að veita mér vernd," sagði
hún og brosti háðslega. „Eír það kannski erindi
þitt? Hvers konar mömmubarn heldurðu eiginlega
að ég sé. Alin upp á káli og grænmeti eða hvað?"
„Ég býst við að þú mættir þakka fyrir, ef ein-
hver tæki sér fram um að rækta kál og grænmeti
á leiði þínu," varð mér að orði. „Jæja, þú ert
þó að minnsta kosti hvergi smeyk. En ég full-
vissa þig um það einu sinni enn, að forráðamenn
spilavítahringsins hafa ákveðið að láta til skarar
skríða."
„Sagði ég ekki áðan, að ég hefði ekki hug-
mynd um hvað Þú værir að fara? Kannski ég ætti
að gefa um það skriflega yfirlýsingu, svo að þú
tækir eitthvert tillit til þess?" sagði hún.
„Því ekki það,“ varð mér að orði. „Það gæti
orðið táknræn grafskrift. — Hún vissi ekki hvað
þeir voru að fara. — Nokkur önnur hinnstu
ákvæði; til dæmis að spilapeningar væru lagðir
á augnalok þér, eða eitthvað þessháttar?
„Hvers vegna kemurðu þér ekki út?“ spurði
hún. „Þú ert, vægast sagt, orðinn skrambi þreyt-
andi."
Ég var sjálfur orðinn hundlpiður á þessu ö
Saman, svo að ég afréð að fara; bar glösin yfir
á skenkinn og hélt síðan i átt til dyra. Um leið
var dyrabjöllunni hringt ákaflega. „Kannski að
þeir frá spilavitahringnum séu þegar komnir,"
sagði ég glettnislega.
Nína brosti. „Ég ætti ekki að þurfa að óttast
þá, þegar þú ert hjá mér," sagði hún um leið
og hún fór til dyra.
Það var Gabriella, sem stóð á þröskuldinum.
Hún brosti eitthvað svipað því, sem maður gæti
hugsað sér tígrisdýr og hlébarðar myndu brosa,
ef þeim sýndist ástæða til „Sæl, elskan," malaði
hún. „Howard var að þurrka varalitinn framan
úr sér, þegar hann kom upp stigann. „Þú hefur
ekki verið sjálfri þér ónýt frekar en vant er,
blessunin Það má segja, að þú hefur alltaf verið
mesta veiðikló."
„Ég á ekkert vantalað við þig," svaraði Nína
kuldalega og bjóst til að skella aftur hurðinni.
„Nei, ég fer ekki án þess að gefa þér eitthvað
til minja um mig," sagði Gabriella um leið og
hún rak Nínu roknahögg undir bringsmalirnar
svo að hún heyktist saman með lágu korri. Og
Gabriella lét ekki þar við sitja; hún greip í blússu
hennar og dró þá rauðhærðu yfir gólfábreiðuna
og inn í baðherbergið. „Ég verð enga stund, Al,“
sagði hún. „Þú dokar eftir mér."
„Auðvitað," svaraði ég, ekki allsendis kvíða-
laust.
Hún lokaði dyrum baðherbergisins á eftir sér,
það heyrðist nokkurt þrusk, síðan skellir og vein
og loks niður rennandi vatns. Ég gekk yfir að
vínskenknum og fékk mér í glasið. Spurði sjálfan
mig hvort Nína mundi þá verða myrt og spá mín
rætast, og hvort ég ætti að reyna að koma í veg
fyrir það, en varð að viðurkenna, að mig brysti
kjark til þess.
Eftir svo sem fimm mínútur opnuðust baðher-
bergisdyrnar og Gabriella kom út. „Eigum við þá
að koma?" sagði hún og þurrkaði sér hendurnar.
„Hefurðu nokkuð á móti því að ég líti inn í
baðherbergið áður?" spurði ég.
„Gerðu svo vel," svaraði hún og yppti öxlum.
„En vertu samt ekki of lengi. Ég er orðin svöng
og þú hefur lofað mér kvöldmat."
Ég gekk hægt og varlega inn í baðherbergið.
Föt Nínu lágu I hrúgu á gólfinu. Dyrnar að básn-
um með köldu steypunni voru lokaðar og vatnið
fossaði þar inni fyrir eins og stórfljót í leysing-
um. Það setti ósjálfrátt að mér hroll og ég opn-
aði básinn.
Skjálfandi og nötrandi kvenvera, svo til alls-
nakin, reikaði fram á baðherbergisgólfið. Ég
teygði hendina inn í skápinn og skrúfaði fyrir
steypibaðið. „Hjálpaðu mér úr þessu í öllum guð-
anna bænum," stamaði Nína og tennurnar glömr-
uðu saman í munni hennar.
Ég glápti á hana af undrun, og ekki fyrst og
fremst yfir nekt hennar — hvar í ósköpunum hafði
Gabriella eiginlega komizt yfir spennitreyju? Sá
þó brátt að ekki mundi um spennitreyju að ræða,
heldur hafði Gabriella brugðið teygjuskjólinu upp
um arma henni, sem lágu með síðum, svo að hún
gat hvorki hreyft Þá eða neina björg sér veitt. Það
gerði auðsjáanlega sitt gagn, ekki síður en spenni-
treyja.
„Stattu ekki þarna eins og nátttröll," sagði Nína,
titrandi og skjálfandi. „Ég dey úr lungnabólgu
ef þú hjálpar mér ekki tafarlaust."
Ég þóttist sjá að hér dygði ekki nein hæverska.
Það varð ekki hjá þvi komist, að ég smeygði
fingrunum inn undir falda teygjuskjólsins, og
einhvern veginn tókst mér að toga það niður fyrir
imjaðmjr hennar og rennblaut lærin, unz það féll
20 VIKAN