Vikan - 06.10.1960, Blaðsíða 36
Draumar
Framhald af bls. 22.
Kæri draumráðandi.
Mig dreymdi dálítið sérkennilegan draum um
daginn. Mér fannst ég koma að bíl, sem ég þó
átti ekki og fór aS skoSa inn í hann, í því
rennur hann af stað og hvolfir. í því finnst
mér góð vinkona mín vera hjá mér. Bíllinn
var blár að lit. Hvað merkir draumurinn. Með
fyrirfram þökk. Halli.
Svar til Halla.
Höfuðþættir draumsins eru bíll, sem rennur
á hvolf og vinkona. Af þessu verður dregin
sú ályktun að samband þitt og stúlkunnar
fari út um þúfur samkvæmt draum þessum.
Auk þess kemur blái liturinn inn í drauminn
sem tákn um fegurð og trú, en því miður
verða þetta vonbrigði ef marka má draum-
inn.
Til draumráðanda.
Mig dreymir að til mín kemur ungur maður,
sem ég þekki og er hann með gullhring á baug-
fingri. Finnst mér hann mjög fallegur. Þykist
ég ekki hafa að hann væri kvæntur, en hann
segist vera ókvæntur. Systir sín liafi átt eða
gefið sér hringinn. Ég man ekki hvort var.
Hvíslar liann að mér, hvort ég vilji ekki fá
mér eins hring, ég neita þvi i einhverri stríðni.
Hann bregst þá skjótt við og segir að ég skuli
þá fá sinn og tekur hringinn af sér og setur
á fingur mér. Finnst mér hann fara mér svo
vel og alveg mátulegur. Finn ég með mér aS
þennan hring muni ég aldrei láta frá mér.
Gríma.
Svar til Grímu.
Hinn fallegi gullhringur er aðaltákn þessa
draums. Um hann snýst svo draumurinn,
til útskýringar á hlutverki hringsins. Hring-
ur, sem þessi í draurni er tákn um ástarævin-
týri. Og þar eð hann var vel passandi og til-
finningin um að hann færi aldrei frá dreym-
andanum er tákn um langvarandi samband
dreymandans og gefandans, sem þó hlýtur
ekki blessun siðgæðisins samanber það að
maðurinn er kvæntur. í stuttu máli er draum-
— Mamma sagði, að sængurnar
væru svo þunnar á hótelum.
urinn tákn um ástarævintýri þitt með hring-
gefandanum, sem standa mun lengi.
Draumur.
Mig dreymdi að ég væri að fara til jarðar-
farar og fannst ég fara á undan manninum
minum, en ég vissi ekki fyrr en ég var komin
inn að kistu og þaS var margt fólk þarna og
þarna var litil telpa einnig og fannst mér hún
detta og koma við kistuna og við það vaknar
maðurinn 1 kistunni og segir við mig: „Ég
vissi að þú mundir koma og hjálpa mér“. Mér
finnst ég segja við hann: „Ég ætla að segja
mömmu þinni þetta“ og geri ég það en hún
fer að hlæja, en segir ekki neitt. En fólkið
hleypur allt út og við það vakna ég.
Anna í HlíS.
Svar til Önnu f Hlíð.
Líkkista táknar rólégt líf og að tala við látið
fólk er talið merkja hreina samvizku. Máttu
því reikna með rólegu lífi á næstunni og ekki
verðurðu fyrir miklu ónæði af völdum
annarra.
Til draumráðanda.
Mig dreymdi nýlega að ég væri að þvo á
mér hárið. Þegar ég hafði þvegið jjað var það
gullrautt við rótina, en næstum svart að öðru
leyti. Ég undraðist þetta mjög, þvi ég mundi
vel að ég hafði rauðbrúnt í raunveruleikanum.
Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna.
Eygló B.
Svar til Eyglóar B.
Að þvo hár sitt merkir að þú gerir hreint
fyrir þínum dyrum gagnvart vinkonu þinni.
Á hinn móginn merkja litbrigði hársins mis-
jafnan árangur af þeirri viðleitni. Ég mundi
ráðleggja þér að far varlega í sakirnar.
lllillijlliyiiimlilíliilliilíilmlHÍjjitaiiriiiy
ÍJiHil li"
heimilistækin hafa staðist
dóm reynslunnar
eru nýtízkuleg
létta hússtörfin
Á j 'ií O
RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN. HAFNARFIRÐI
c • B J kiAii
jjjjjjjl P DIOJI