Veðrið - 01.09.1967, Blaðsíða 12

Veðrið - 01.09.1967, Blaðsíða 12
I'I.OSl HRAFN SIGURÐSSON: Frostlyfting jarðvegs í Fossvogi Alkunna er, að frostþensla er oft talsverð í íslenzkum jarðvegi, og bera þúfurnar J)ví gleggst vittii, en þær myndast við síendurtekna frostlyftingu á löngum tíma. Þegar vatnið í jarðveginum frýs, Jjenst Jiað út, og yfirborð jarðvegsins hlýtur að fyftast. Þegar hlánar aftur, sígur jörðin, en vegna Jjess að bráðnunin gengur ekki jafnt fyrir sig og einnig vegna annarra orsaka svo sem umferðar manna og dýra, síga sumir skikar fyrr og meir en aðrir, og mishæðir myndast. Verða yfirleitt Jjví meiri brögð að þessu, sem jarðvegur er blautari. Á hálendinu eru flárnar sama eðlis, en þær eru mýrlendi með mjög stórum jjúfum, svokölluðum rústum. Ffám er lýst í bók Pálma Hannessonar Frá óbyggð- um, og segir þar, að Jjúfurnar séu 1—2 metrar á hæð og flatar að ofan, en oft 30—40 m ummáls. I jjeim lielzt klaki sumarlangt, og Jjær myndast aðeins Jjar, sem meðalhiti ársins er undir frostmarki. Frá haustinu 1964 hefur Veðurstofan liaft mælireit að Sóllandi í Fossvogi og hafa Jjar verið gerðar ýmsar míkróveðurfræðilegar athuganir og mælingar. Kom fljótlega í ljós, að mjög torvelt var að gera jarðvegshitamælingar í ógrónum reit að vetrarlagi með venjulegum glermælum vegna mikillar frost- lyftingar og umbyltingar á jarðveginum, sem er framræstur mýrarjarðvegur blandaður fíngerðum foksandi. Veturinn 1965—1966 kom mér Jjví í hug, að fróðlegt væri að mæla, hve mikil frostlyftingin væri, og framkvæmdi ég Jjví hæðarmælingu, þegar frost var hvað mest í jörðu og aftur Jjegar frost var að fullu farið úr. Var mæld hæð jarðvegsyfirborðs rniðað við fastan punkt i nálægu húsi. Mælt var með meters millibili yfir fimm metra breiðan ógróinn reit, og kom í Ijós, að frá 5. marz til 14. júní lækkaði yfirborðið sem hér segir: Innan við suðvesturjaðar reitsins ............................... 26.2 cm 1 m innan suðvesturjaðars reitsins ............................ 35.1 cm 2 m innan suðvesturjaðars reitsins ............................ 34.5 cm 3 m innan suðvesturjaðars reitsins ............................ 29.0 cm 4 m innan suðvesturjaðars reitsins ............................ 29.8 cm Innan við norðausturjaðar reitsins .............................. 22.0 cm Við jaðra reitsins var frostlyftingin Jjannig 22 og 26 cm, en inni í honum 29 til 35 cm. Miðhluti reitsins hefur því lyfzt um nálægt Jjriðjung úr metra, en Jjess er að geta, að óvenjumikið frost var í jörðu þennan vetur. í grasreit mældist frostlyftingin minni og talsvert breytileg frá einum stað til annars, eða frá 13 til 29 cm, að meðaltali á sex stöðum rúmlega 21 cnt. 48 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.