Veðrið - 01.09.1967, Blaðsíða 5

Veðrið - 01.09.1967, Blaðsíða 5
Fœrsla kuldaskila og hugsanlegar flugleiðir leðurblakanna haustið 1964. Skýring- ar í lesniáli. Brunswick klukkan 61) að morgni hins 28. september og rétt undan ströndum Labrador og Nýfundnalands sama dag, en loftstraumurinn á eftir skilunum bet þau áfram og fer að sjálfsiigðu með sama hraða og þau. Lítill vafi er á, að leðurblakan hefur komið með þessum loftstraumi og vind- urinn borið hana meginhluta leiðarinnar. Hrímblakan er fardýr og flögrar suður um Bandaríkin á haustin. Er hún talin leita allt norður til New Brunswick á sumrin, og er rétt í fyrstu að reikna með, að þaðan hafi þessi leðurblaka komið. Þegar kuldaskilin fóru þar yfir, kólnaði skyndilega um 6 til 12 stig frá þvi, sem verið hafði undanfarna daga. Og þar sem loft varð alheiðskírt unt leið og vindur snerist í vestrið og norðvestrið, er eðlilegt að losni um leðurblökurnar, sem eru albúnar til flugs suður á bóginn. Meðfylgjandi kort sýnir stöðu kuldaskilanna á sex stunda fresti, en færsla þeirra hlýtur í stórum dráttum að gefa til kynna ferð leðurblakanna austur og síðar norðaustur á bóginn. Meðalhraði loftsins á eftir skilunum hefur verið um það bil 35 hnútar í átt til íslands, eða 65 kílómctrar á klukkustund. Oft er ágætt flugveður eitt til tvö hundruð sjómílur á eftir kuldaskilum. Þar er regnbelti skilanna nokkuð fram undan og skúrasvæði kalda loftsins nokkuð á eftir. En í 1) Á vcðurkortum er ávallt notaður Grcenwich mcðaltími, og svo cr gcrt hér. VEÐRIÐ -- 41

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.