Veðrið - 01.09.1967, Blaðsíða 30

Veðrið - 01.09.1967, Blaðsíða 30
Hann telur, að skýringar á þessu geti ekki nenia að litlu leyti varið að leita í borgaraslyrjöldinui á Sturlungaöld, eða í auknum sjávarútvegi, sem hefði að vísu dregið úr landbúnaðinum á sumum stöðum, en liefði hins vegar átt að auka olnbogarými þjóðarinnar. Ekki synjar liann fyrir, að árferði hafi gerzt liarðara um þessar mundir, en það nægi þó ekki til skýringar ú svo almennri linignun þjóðhaga (Á öðrum stað kemst hann reyndar svo að orði, að árin 1280—1323 megi kalla, að haldizt hafi harðindi með vetrarþyngslum, fjárfelli og Jiungurdauða fátækra manna). Meginorsökin hafi hins vegar eflaust verið sú, að landið sjálft var nú farið að ganga úr sér, svo um munaði. Jarðirnar báru yfirleitt ekki lengur þá áhöfn, er þær höfðu áður borið. Ég hygg, að þessi síðasta ályktun sé rétt, aðeins vanti á að leggja þyngri áherzlu á lilut árferðisins og sýna fram á samhengið milli árferðis og landeyð- ingar. Aðeins á þann hátt verður það skiljanlegt, að hnignunin skyldi koma t iltölulega skyndiiega en ekki jafnt og þétt eltir að landið var fullsetið á 11. öld. Að öllu þessu athuguðu fæ ég ekki varizt því að áiykta, að á 13. og fram á 14. öld hafi gengið allhart kuldaskeið yfir landið og valdið þungum búsifjum. En það er fleira, sem bendir til, að svo hafi verið. Sumir telja, að í þessa átt bendi umsögn norska prestsins ívars Bárðarsonar, er dvaldist í Görðurn á Græn- landi árin 1341 —1363. Hann segir ís vera orðinn meiri en áður var við Austur- Grænlaríd, bendir á, að fyrr hafi siglingaleiðin til Grænlands legið um Gunn- bjarnarsker, en þar sé nú ekki hægt að sigla nema hætta iífi sínu í ísnum. Miklu merkari verður að telja aldursgreiningu á skógarleifum, sem komið hafa undan jökli í Olpunum, við Grindenwald og Aletsch. Reyndist meðalaldurinn vera um 730 ár, og hefði jökullinn því átt að eyða skógi þessum um 1230. Þarna hefur því áður verið mun mildara og jökullaust í langan aldur, ella hefði skógurinn ekki fengið næði til að ná þroska á þessum slóðum. Vel gæti þetta komið heim við línuritið, en nú má telja nokkuð víst, að öll langvinnari kuldatímabil séu samstiga hér og á meginlandi Evrópu. Allt hvað líður má búast við, að jöklar hörfi hér á landi til þeirra stöðva, sem þeir náðu upp úr 1300. Gaman væri, ef jarðfræðingar okkar fyndu einn góðan veðurdag leifar af þeim gömlu jökulöldum, og lielzt, að í þeim væru skógar- leifar, sem aldursgreina mætti. Það er nú svo, raunar sem betur fer, að margir eru eins og Tómas, þeir þurfa helzt að þreifa á naglförum og síðusárum til að sannfærast. 58 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.