Vikan - 26.05.1966, Blaðsíða 22
Frú ebony stóð á þrepum sjúkrahússins í heitri siðdegissólinni
og skyggði fyrir augun með hendinni. Ricardo sá hana strax
og bakkaði Rollsinum út af stæðinu. Hjúkrunarkona kom í
gegnum anddyrið og gekk niður þrepin, en nam staðar þegar
hún sá frú Ebony og horfði áhyggjufull á hana. Frú Ebony
þekkti að þetta var feitlagna hjúkrunarkonan sem hafði kom-
ið inn í herbergið með lækninum. Hún var breiðleit, með há kinn-
bein og góðleg augu. Frú Ebony gerði tilraun til að brosa til henn-
ar, en sú tilraun hepnaðist ekki vel. Hjúkrunarkonan flýtti sér
niður þrepin og frú Ebony tók dökk gleraugu upp úr tösku sinni
og setti þau á sig. Það mildaði sterka birtuna. Maður og kona, með
lítinn dreng á milli sín gengu upp þrepin og hvísluðust á, eins og
þau væru að ganga til kirkju. Litli drengurinn hélt á vendi úr
gulum rósum. Ricardo kom með bílinn, stökk út úr ekilssætinu
og hélt opinni bílhurðinni. Hún svaraði ákafri spurningunni í
augum hans með því að kinka hljóðlega kolli og settist inn í bílinn.
Þegar hún kom inn í hótelanddyrið kom Monsieur Ernest á móti
henni. Verzlunarbrosið veik af andliti hans, þegar hann sá svipinn
I á andliti hennar.
— Hvað er að frétta, frú?
— Ég er hrædd um að það séu ekki góðar fréttir. Það er allt
búið. Hún tók af sér gleraugun og stakk þeim í töskuna sína.
Monsieur Ernest fórnaði feitum, hvítum höndunum, eins og til
að halda frá sér vondum tíðindum, en hengdi þær svo máttlausar
niður með síðunum, kringlótt augu hans voru full samúðar.
— Er það nokkuð sem ég get gert fyrir yður?
— Nei, þakka yður fyrir, Monsieur Ernest. Rödd frú Ebony var
róleg og án nokkurs titrings. — Benoist læknir sér um það sem
með þarf. Hann hefur verið ákaflega hjálplegur.
Monsieur Ernest fylgdi henni í lyftuna og þau stóðu hljóð, hlið
við hlið, þangað til þau komu að þriðju hæð.
Þegar þau komu að íbúð hennar, kom Mathilde, herbergisþernan
hennar á móti þeim, áköf á svipinn.
— Er ekki eitthvað sem yður vantar, frú?
— Ekki í augnablikinu, þakka yður fyrir Mathilde.
Monsieur Ernest veifaði Mathilde frá.
Frú Ebony sneri sér að honum.
— Þakka yður kærlega fyrir, Monsieur Ernest, ég fullvissa yður
um það að það er allt í lagi með mig; en þar sem ég hefi margt að
hugsa um, væri ég þakklát ef þér vilduð segja fólkinu niðri að
ég vilji ekki láta frufla mig. Ég vil engin símtöl eða skilaboð, ekki
fyrr en ég læt yður vita.
— Vissulega, frú, ég skal sjá um það.
— Ef ske kynni að einhver frá sjúkrahúsinu hringdi, vilduð þér
þá vera svo góður að taka skilaboð til mín? Það getur ekki verið
neitt áríðandi héðan af. Hún fann að rödd hennar var að bresta.
Monsieur Ernest hneigði sig, dró sig svo í hlé og lokaði dyrunum
hægt á eftir sér.
Frú Ebony tók af sér hattinn og hanzkana fyrir framan háa
spegilinn í svefnherberginu og horfði fast á sjálfa sig. Mjög at-
hyglisvert! Allt var eins og það átti að vera. Bleik Chanel-dragtin,
perlurnar, fullkomin snyrting, hvítur stráhatturinn í hendi hennar:
grönn og beinvaxin kona, líklega síðast á fimmtugsaldri eða fyrst
á sextugs aldri. Hún gretti sig og brosti, fleygði hattinum
og hönzkunum á rúmið, tók sígarettu úr kassa á náttborðinu og
kveikti í henni með gullkveikjara, sem Lorry hafði gefið henni
árið 1964. — Síðast á fimmtugs eða fyrst á sextugs, þvílík vitleysa,
hugsaði hún. — Ég verð sjötíu og sex ára, fjórtánda september.
Hún gekk út á svalirnar og settist í'hægindastól. Sóltjaldið hafði
verið lækkað og það var þægilega svalt. Fjöllin hinum megin við
vatnið voru grá móti skínandi himninum, hvíta gufuskipið, sem
átti að fara til Evian gaf frá sér leiðindavæl og renndi sér frá bryggj-
unni; marglitur hópurinn á þilfarinu líktist einna helzt mislitum
brjóstsykri. Hraðbátur sveigðist hættulega nálægt stefni skipsins
22 VIKAN 21. tbl.