Vikan


Vikan - 26.05.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 26.05.1966, Blaðsíða 16
Gullfoss, skipið og sklpstfðPinn Eftir matinn fá farþegar kaffi í reyksal skipsins og þar er öllu tekið með ró því engum liggur á. X>að segir enginn FLÝTTU þér um borð í Gullfossi. Og ef það skyldi nú koma fyrir sem aldrei hefur orðið hingað til, að einhverjum líkaði ekki vistin, þá þýðir ekkert að segja: Ég er bara farinn. Hér er lifað í sátt og sam- lyndi og látið fara vel um sig þessa daga sem Gullfoss er á leiðinni yfir hafið. Hér er Kristján Aðalsteinsson, skipstjóri að ræða við hóp af farþegum yfir kaffi- borði. Þarna eru meðal annars Kristján Jónsson, borgardómari. Friðjón Þórðarson, alþingismaður, Árni Garðar Kristjánsson, auglýsingastjóri Morgunblaðsins og Sigurður Þorkelsson, verkfræðingur. Höskuldur Skagfjörð, Hilmar Fenger og fleiri farþegar sem við ekki berum kensl á, hvíla lúin bein yfir kaffibolla að máltíð lokinni. I»arna hamast menn við að slappa af eftir allan hamaganginn heima enda fara margir með Gullfossi gagngert til þess að hljóta þá hvíld, sem þeir vita að þeir ekki mundu fá annars staðar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.