Vikan - 28.07.1966, Blaðsíða 45
Viðleguútbúnaður íyrir
verzlunarmannahelgina
Fimm manna fjölskylcSutjöldin með blóu aukaþekjunni eru tjöld órs-
ins. Innra tjaldið helzt þurrt í vætutíð. — Kosta aðeins 3890 krónur.
Vönduð þýzk hústjöld, dagtjald og svefntjald ó 5850 krónur.
Laugavegi 13. — Kjörgarði, Laugavegi 59.
Verzlið þar sem hagkvæmast er. — Póstsendum.
Bandaríkjanna, og ef tekið er
tillit bæði til mannafla og fjár-
muna, þá er það sá hluti stjórn-
arkerfisins, sem mest fer fýrir.
Sé kenningin um stjórnmálalegt
lýðræði höfð í fullum heiðri, þá
eru það hinir almennu borgarar,
en ekki neinir skipaðir embætt-
ismenn, sfcm eru hinir raunveru-
legu stjórnarherrar, þegar öll
kurl koma til grafar. Þessvegna
er það háskalegt, ef „alþjóð veit
ekkert“ um tillögurnar sem hafn-
að er. Þó verður að játa, að sum
þeirra mála, sem skiptar skoðan-
ir hafa verið um í ráðuneytinu
hafa verið rökrædd opinberlega,
svo að ekki fylgir McNamara
þessari stefnu sinni út í æsar.
Hann hefur líka kynnt þinginu,
blöðunum og almenningi helztu
staðreyndirnar varðandi eitt hið
mikilvægasta mál, sem nú er
uppi varðandi varnir Bandaríkj-
anna. Þannig stendur nefnilega á,
að innan skamms verður Mc-
Namara að ákveða, hvort hann
eigi að ráðleggja forsetanum og
þinginu að fyrirskipa tröllaukn-
ar aðgerðir, er miði að því að
draga úr dánartölu bandarískra
borgara, ef til stríðs kemur með
gereyðingarvopnum. Samkvæmt
skýrslum hans myndu nú 130—
135 milljónir Bandaríkjamanna
farast, ef Sovétríkin gerðu árás
á þá að fyrra bragði með öllum
eyðingarmætti sínum. McNamara
hefur þó bætt við, að þessar
skelfilegu tölur séu að öllum lík-
indum of lágar.
„Þær eru fengnar úr rafreikni-
heilum,“ sagði ráðherrann. „Með
þeim er hægt að reikna út mögu-
legt tjón af sprengingum og
geislun, þegar líka er tekið til-
lit til reynslunnar frá Hírósíma
og Nagasakí og tilrauna með
dýr. En það er margt, sem engin
leið er að sjá fyrir um, til dæm-
is tjón af eldstormum, upplausn,
sjúkdómum og svo framvegis.
Því er mikilvægt að gera sér
lióst, að þrátt fyrir verulega við-
leitni til að draga úr tjóni, þá
mundi algert stríð með gereyð-
ingarvopnum tortíma báðum að-
ilum.“
Það sem McNamara kallar
„verulega viðleitni til að draga
úr tjóni“ gæti kostað allt að
þrjátíu billjónum dollara í nokk-
ur ár. Fyrir þá upphæð mætti
koma upp varnarkerfi, er byggð-
ist á notkun ABM-eldflauga, en
þær eru til að skjóta niður aðr-
ar eldflaugar. Það var þesshátt-
ar vopn sem Krúséff hafði í
huga, þegar hann sagði að Sovét-
menn gætu nú „hitt flugu í him-
ingeimnum." Tæknin við gerð
slíkra eldflauga er nú að kom-
ast á það stig bæði í Bandaríkj-
unum og Sovétríkjunum, að
raunverulega er hægt að hitta
aðvífandi eldflaugar.
Jafnvel þótt ABM-kerfi væri
komið upp eins fullkomnu og
mögulegt er með núverandi
tækni, þá myndu sumar óvina-
eldflauganna smjúga í gegnum
það, ef um algera árás væri að
ræða. En þessháttar varnarkerfi
myndi þó ásamt loftvarna-
byrgjum gerðum til að hlífa fyrir
kjarnorkuárásum kannske lækka
dánartölu Bandaríkjamanna úr
135 milljónum niður í 75 millj-
eða jafnvel 50 millj. Sé miðað
við dollarabilljónirnar þrjátíu,
myndi þannig kosta nokkur
hundruð dollara að bjarga hverju
þessara mannslífa. Er það verð,
sem borgar sig að greiða?
Fram til þessa hefur McNam-
ara komið sér hjá að svara þess-
ari spurningu. En nú er undir-
búningnum undir gerð þessa
kerfis það langt komið, að innan
skamms verður að hrökkva eða
stökkva. Flestir hershöfðingi-
anna vilja koma upp þessu kerfi,
sem kannski gæti bjargað 85
milljónum mannslífa, og leyni-
þjónustan er á sama máli. Hún
þykist vita, að Sovétríkin leggi
nú mikla áherzlu á að koma sér
upp hliðstæðu varnarkerfi, og
hershöfðingjarnir segja, að
Bandaríkin verði að standa þeim
á sporði á þeim vettvangi. En
McNamara er ekki án efa, „því
er algert stríð með gereyðingar-
vopnum tortímir báðum aðilum,"
jafnvel þótt „veruleg viðleitni
sé sýnd til að draga úr tjóni,“
til hvers er þá að vera að þessu?
Endanlega ákvörðun í málinu
taka auðvitað forsetinn og þing-
ið, en þessir aðilar báðir munu
áreiðanlega fara að ráðum Mc-
Namara. Þessi ákvörðun, sem
McNamara verður að taka, gerir
ábyrgð hans heldur meiri en
forstjórans hjá Ford, sem þarf
að segia fyrir um módel næsta
árs, eða páfans, sem kannske
þarf að taka ákvörðun um af-
stöðu kirkjunnar til „blandaðra"
hjónabanda.
McNamara verður sem sagt að
taka ákvörðun, sem raunveru-
lega er ekki hægt að taka, því
of margar staðreyndir sem þyrftu
að liggja henni til grundvallar,
eru óþekktar. En þó verður að
taka hana, og ef hún reynist
röng, getur það þýtt tortímingu
bandarísku þjóðarinnar.
En McNamara mun ákveða,
hvað gera skal í málinu, þegar
því verður ekki lengur skotið á
frest, því til viðbótar við þá
eiginleika, sem hafa verið tald-
ir fram honum til gildis fyrr í
greininni, má bæta þvi við að
hann er hugrakkur. Og til að
taka slíka ákvörðun, þarf mikið
hugrekki og óvenjulegt hugrekki.
„Aðalstarf varnarmálaráðherrans
er einmitt að taka ákvarðanir,"
sagði Maxvell Taylor, hershöfð-
ingi, einu sinni, „og ég verð að
segja að þessi ráðherra vinnur
fyrir kaupinu sínu.“
Það eru orð að sönnu. Það
hugrekki, sem McNamara hefur
sýnt, er þurft hefur að taka hin-
ar óhemju erfiðu ákvarðanir síð-
ustu ára, gerir betur en að vega
á móti því, sem sagt hefur verið
honum til hnjóðs. Höfundur þess-,
arar greinar lítur svo á, eftir að
hafa fylgzt með ráðherranum um
árabil, að náin tengsli séu á
milli þeirrar hugmyndar almenn-
ings að McNamara sé ómann-
legur — gangandi IBM-vél — og
þess, hve hræðilegar þær ákvarð-
anir eru í eðli sínu, sem hann
er neyddur tli að taka.
Hver maður, sem farg hvílir á,
þarfnast einhvers léttis eða
stuðnings, til dæmis trúarbragða.
Hvað McNamara snertir, þá eru
hans trúarbrögð trúin á stað-
reyndirnar, útreikningana, talna-
Framhald á bls. 50.
UNGFRU YNDISFRIÐ
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá N Ó A .
HVAR E R ORKIN HANS NOA?
Það er alltaf sami lcikurinn í hcnni Ynd-
isfrið okkar. Hún hcfur falið örkina hans
Nóa einhvers staðar í hlaðinu og hcitir
góðum verðlaunum handa þeim. sem «etur
fundið örklna. Verðlaunin cru stór kon-
fektkassi, fullur af bezta konfckti, og
framleiðandinn cr auðvitað Sælgætisgcrð-
in Nói.
«\A
Siðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Jóhanna Jónsdóttir,
Álfheimum 50, Reykjavik.
Vinninganna má vitja í skrifstofu
Vilcunnar. 30. tbl.
VIKAN 45