Vikan - 28.07.1966, Blaðsíða 48
Maraþonhlauparinn
Framhald af bls. 11.
Þegar að Vestmannaeyingar héldu
þjóðhótíð sína á sl. sumri, dró Haf-
steinn bátinn með sér austur í Þor-
lákshöfn, en sigldi þaðan til Eyja
við þriðja mann. Oll gekk sú sigl-
ing með mikilli prýði og frá Eyj-
um sigldi hann til Surtseyjar og
Syrtlings, sem þá var að gjósa.
Ekki var teljandi alda þar. A þess-
um siglingum kom aldrei sjór í bát-
inn, bara smá skvettur undan vindi.
Þegar þetta kemur út á þrykk, mun
Hafsteinn vera í miðri þeirri ferð,
sem hann hefur mesta farið á Suzie
Wong til þessa. Hann ætlar að sigla
kringum landið allt, sennilega við
þriðja mann, og hafa viðkomu á
öllum helztu höfnum. Hann ætlar
að kanna eyðifirði, ganga á land
þar sem honum lízt vel á að taka
kvikmyndir. I Það er feikn-
arleg leið að fara með löndum og
þræða hvern fjörð, til dæmis á
Vestfjörðum og Austfjörðum en
greiðara verður meðfram Suður-
landi. Þar býst hann einungis við
að koma til Hafnar í Hornafirði, ef
til vill reynir hann landgöngu í
Oræfum og síðan í Vík í Mýrdal.
Hann hefur viðkomu í Vestmanna-
eyjum en kvaðst mundi sleppa Eyr-
arbakka og Stokkseyri, enda eru
það kunnugar slóðir fyrir hann.
Hvað hefur hann til öryggis í
þessari löngu siglingu? Hann hef-
ur ekki sendistöð en hinsvegar hef-
ur hann stjóra með allt að 100
faðma vað, sem kemur i veg fyrir
að hann reki upp í björg, ef vélin
hættir að ganga; þá lækkar hann
svo mjög í sjó. En Hafsteinn vonar
að til þess komi ekki að vélin bili.
Johnson utanborðsmótorinn er mjög
öruggt verkfæri. En allt getur kom-
ið fyrir á sjó og þessvegna hyggst
Hafsteinn hafa meðferðis lítinn
varamótor, þriggja til fimm hest-
afla. Það er nægilegt til þess að
skila honum til lands, eða næstu
hafnar og auk þess hefur hann ár-
ar.
Ef svo ólíklgea vildi til að mótor-
inn bilaði, varamótorinn færi ekki
í gang og árarnar hefðu einhvern-
veginn týnzt fyrir borð, þá er enn
eitt ótalið: Forskmannabúningurinn.
Hafsteinn hefur nýlega tekið próf
í köfun hjá Guðmundi Guðjónssyni
og telur sig geta haldizt á floti í
sjó tímum saman og komizt í lar.d
hvar sem væri. Hann kveðst ó-
hræddur að sigla til Færeyja, það
mundi vera átta til tíu tíma ferð,
miðað við góðan sjó. Frá Vest-
mannaeyjum til Færeyja munu vera
um 350 kílómetrar, en með því að
fylla alla varatanka, getur Haf-
steinn haft meðferðis bensín fyrir
allt að 320 kílómetra langa sigl-
ingu. Svo það er að sjá, að herzlu-
muninn vatni til þess að hann geti
siglt til Færeyja. Hann hefur held-
ur engar áætlanir á prjónunum um
það eins og er, að minnsta kosti
ætlar hann fyrst að Ijúka ferðinni
kringum landið.
GóSfkBæOnino frá
er heimskunn gæðavara.
GÓLFDÚKAR
GÓLFFLÍSAR
GÓLFTEPPI
við allra hæfi.
Munið
merkið
er trygging yðar fyrir beztu fá-
anlegri gólfklæðningu.
Deutsche Linoleum Werke AG
DELFOL
býður frískandi
BRAGÐ OG
BÆTIR RÖDDINA.
einkaleyfi:LINDAh.f. Akureyri
ANGELIQUE 0G SOLDÁNINN
Framhald af bls. 15.
eins mikils virði og glötuð karlmannssál. Ekki fyrst og fremst vegna
fyrirlitningar á kvenkyninu, heldur vegna þess, að kveneðli hennar og
ábyrgðarleysi myndu færa henni meiri miskunnsemi af hálfu drottins
en meðbræðrum hennar.
Angelique setti í sig kjark. Hún dró af fingri sér fingurgull, stóran
demant i gullumgerð, og innan í hann var grafið nafn og skjaldar-
merki du Plessis-Belliére. Hún hikaði, og óttaðist návist yfirgeldings-
ins, sem fylgdist nákvæmlega með henni. Hún hafði hugsað þetta
vandlega. Hún vissi, að stundin var komin fyrir Osman Faraji að
fara með hana til híbýla Mulai Ismails. Hann hafði gert henni vel Ijóst,
að hún ætti að fylgja fyrirmælum hans. Hún myndi einnig missa allt
mikilvægi, ef hún sviki hann, og vekja reiði konungsins til þess eins
að verða pynduð til dauða.
Stundum velti hún því fyrir sér með skelfingu, hvort hann hlakkaði
ekki til þeirrar stundar, þegar hún gæfist upp, fremur en að halda
áfram að lifa í svo vonlausri von. Ekkert gat hjálpað henni, hvorki
innan múranna eða utan. Þótt Savary ynni af öllum kröftum, var
hann aðeins fátækur, gamall þræll, sem hafði notað alla sína orku.
Jafnvel þótt kristnu þrælarnir legðu enn einu sinni í árangurslausa
og fjölmenna flóttatilraun, eins og sumir hinnar ákaflyndu þeirra
höfðu í huga, myndu Þeir ekki vilja dragnast með kvenmann með sér.
Þaö er ógerningur aS flýja úr kvennabúri. En hún gæti að minnsta
kosti reynt að enda ekki daga sína hér. En hún gat ekki ímyndað sér
nema einn mann, sem gæti staðið upp í hárinu á Mulai Ismail og
fengið hann til að láta af hendi það sem hann hafði einu sinni komizt
yfir.
Hún renndi skartgripnum milli rimlanna. — Faðir, ég bið yður. . . .
Ég grátbæni yður að fara til Versala, þegar þér komið aftur til Frakk-
lands. Biðjið um viðtal við konunginn og færið honum þennan hring.
Á honum sér hann nafn mitt. Segið honum síðan allt, sem þér hafið
séð. Segið honum, að ég hafi verið tekin til fanga, og að ég sé hér
innilokuð, að ég sé.... Röddin brást henni og hún gat aðeins hvíslað:
— Segið honum, að ég biðji hann fyrirgefningar og treysti á hjálp
hans.
Þvi miður hafði ekki verið gengið frá samningunum, þegar Mulai
Ismail frétti hjá Frakka, sem tekið hafði Múhameðstrú, að endur-
lausnaríeðurnir væru aðeins annað nafn fyrir feður hinnar heilögu
þrenningar. Reiði hans var æðisgengin.
—- Enn einu sinni hefur þú snúið á mig með þinni tvískiptu tungu,
fjandans Normanninn þinn, sagði hann við Colin Paturel. — En að
þessu sinni skal þér ekki heppnast að snúa á mig.
Hann lét fylla skegg, nef og eyru Normannans með fallbyssupúðri og
ætlaði að kveikja í því, en skipti siðan um skoðun. Hann ætlaði ekki
að drepa Colin Paturel strax. Hann lét sér nægja að binda hann á kross
og hengja hann nakinn í brennandi sólinni á torginu og setti til þess
tvo vopnaða negra að skjóta hræfuglana, sem söfnuðust til að gogga
úr honum augun. Annar varðmannanna miðaði illa og særði þrælinn
á öxlinni. Konungurinn hjó af honum höfuðið með einu sverðshöggi.
Angelique gat ekki slitið sig frá glufunni á veggnum og starði á Þessa
hræðilegu pyndingu. Stundum sá hún vöðva þrælsins herpast, til þess
að losa um böndin sem særðu limi hans. Stóra, ljósa höfuðið sé fram
á bringuna, en hann lyfti því þegar i stað og sneri því frá vinstri til
hægri til að horfa á himininn. Hann var á stöðugri hreyfingu, til þess
að blóðið gæti runnið um sára limina.
Járnvilji hans var refsingunni yfirsterkari. Þegar þeir leystu hann
niður um kvöldið, var hann ekki aðeins lifandi, heldur stóð uppréttur,
þegar konungurinn hafði rétt honum skál af krydduðum miði að drekka.
Félagar hans, sem þegar voru teknir að syrgja hann, sáu hann síðan
koma gangandi með höfuðið hátt, þrátt fyrir blóðið, sem vall úr sárum
hans.
Fréttirnar breiddust út óðfluga og allir voru mjög spenntir. 1 reiði
sinni hrækti soldáninn á gjafirnar, sem feðurnir höfðu komið með.
Hann gaf negradrengjunum sínum hálsmenin og hringina, hann reif
nýju skikkjuna i tætlur, en hann lét ógert að granda klukkunum.
Prestarnir, sem höfðu fengiö fyrirskipun um að yfirgefa Meknés
undir eins, að viðlagðri þeirri refsingu að verða brenndir inni þar, sem
þeir voru, vissu ekki hvað þeir áttu að gera. Þeir ræddu um þetta sín
á milli. Af mikilli dirfsku ákváðu kaupmennirnir tveir frá ströndinni,
Bertrand og Chauue-de-Laine, sem ekki höfðu fengið fyrirmæli um
að fara, að krefjast áheyrnar hjá Soldáninum og fá einhverja útskýr-
ingu á því, hversvegna honum hefði snúizt hugur, meðan prestarnir
gengju frá farangri sinum og byndu upp á asnana.
En Colin Paturel hafði búizt við Þessu og hafði tromp í bakhönd-
inni til að draga úr þessum hryggilegu endalokum. Dagana áður en
prestarnir komu, hafði hann farið og heimsótt allar Márafjölskyldurnar,
sem áttu ættingja eða vini sem galeiðuþræla á frönskum skipum, og
hafði vakið með þeim þá von, að með þessum þrælakaupum væri ef
til vill hægt að frelsa ættingja þeirra, svo þeir fengju aftur að koma
heim.
Nú sáu þessir Márar, að slík skipti voru vonlaus vegna reiði soldáns-
ins og þyrptust að soldánshöllinni með ásakanir í garð soldánsins og
kröfur um að hann léti tækifærið — það fyrsta, sem hafði boðizt —
til að fá aftur heim þá Múhameðstrúarmenn, sem teknir höfðu verið
til fanga, ekki fram hjá sér ganga.
Mulai Ismail neyddist til að láta undan þeim. Hann sendi ríðandi
menn á eftir prestunum og skipaði þeim að snúa þegar i stað til Mek-
nés, eða þeir yrðu hálshöggnir.
Viðræðurnar urðu stormasamar og stóðu í þrjár vikur. Að lokum fengu
endurlausnarfeðurnir tuttugu og fjóra fanga í staðinn fyrir þá tvö
hundruð, sem þeim hafði upphaflega verið lofað. Fyrir hvern og einn
urðu þeir að láta þrjá Mára og þrjú hundruð pjastra. Prestarnlr áttu
að fara með fangana til Ceuta, þar sem þeir áttu að bíða þar til endan-
lega hefði verið gengið frá verzluninni.
Soldáninn valdi sjálfur tólf þræla úr hópi hinna elztu og hrörlegustu.
48 VIKAN