Vikan


Vikan - 29.06.1967, Blaðsíða 39

Vikan - 29.06.1967, Blaðsíða 39
Nýr, fegurri augnaháralitur, sem lát- inn er á auðveldlega með bursta. Augnahárin virðast lengri og enn feg- urri. Kynnið yður allar vörur AVON til augnfegrunar. Avon SNYRTIVÖRUR Heildsölubirgðir: J. P. Guðjónsson h.f., Skúlagötu 26, Reykjavík. hálfu með muldum ísmolum og smáskornum sítrónuræmum og hellið teinu yfir. Gott er að hafa svolítið romm eða koníak út í. ÍSSÚKKULAÐI. Fyllið glasið að % með sterku góðu mjólkursúkkulaði. Vanillu- ís settur ofan á hvert glas og svo- litlu kaffi- eða kakódufti stráð yfir. I ISKAFFI. Fyllið glas að % með köldu sterku kaffi, vanilluís lagður of- an á og svolítill þeyttur rjómi með smáskornum appelsínuberki á. APRIKÓSUDRYKKUK. Þynnið apríkósu „juce“ með sódavatni og safa úr sítrónu eða grapefruit. Látið ísmola út í. Framúrstefna hjá Bítlunum Framhald af bls. 17. tónsmíð eftir Georg Harrison, sem nefnist „Within you, without you". Georg er eini bítillinn, sem kemur við sögu í þessu lagi, en honum til aðstoðar eru nokkrir indverskir hljómlistarmenn. Georg hefur sem kunnugt er tekið miklu óstfóstri við Indland, og þar var hann um skeið í viðfrægum tónlistarskóla og lærði að leika ó sítar. Þó er að nefna tvö lög sem Paul syngur: „When l'm 64" og „Lovely Rita". Alls eru 13 lög ó plötunni: þar af 12 eftir John og Paul. Óhemju kostnaður hefur ver- ið lagður ( þessa plötu, og mó ætla að marga fýsi að eiga hana. En hvort þetta verður sfðasta plata Bítlanna er aldrei að vita. ☆ Morð h/f Framhald af bls. 13. Andreu langaði til að spyrja Judy hvers vegna hún hefði svona mörg nafnspjöld, en hún kom sér ekki að því. Morguninn eftir fór hún á staðinn, sem nefndur var á kort- inu. Hún opnaði dyrnar og gekk inn á óvistlega, litla skrifstofu. Hús- gögnin voru fá og slitin, gamalt og rispað skrifborð og jafn gam- all skjalaskápur, og stólgarmur fyrir gest. Bak við skrifborðið sat lítill, fitugljáandi, fleðulegur maður. — Góðan daginn, sagði hann og stóð á fætur. — Góðan daginn, sagði hún. — Herra Botts? — Til þjónustu, frú. — Nafn mitt er Andrea Rush, sagði hún og rétti honum spjaldið. Arden Bott leit á það, og benti henni að setjast í stólinn. Svo settist hann sjálfur. Hann spurði hana aftur að nafni, svo skrifaði hann það nið- ur, sömuleiðis heimilisfangið. — Gift? — Já. — Og búið þér með manni yð- ar? — Já. — Viljið þér gjöra svo vel að segja mér nafn hans líka? — Bartley J. Rush. — Vinnur hann við eigin fyr- irtæki, eða vinnur hann hjá öðr- um? — Hann er rekstrarráðunautur í verkfræðingafyrirtæki An- drews. — Ja—á, sagði einkaspæjar- inn og sHfaði niður nafnið á fyr- irtfpJunu. — Vitið þér hve miklar télcjur hann hefur á ári? — Það er mismunandi. Hann er að einhverju leyti upp á pró- sentur, að ég held. Mest held ég hann hafi milli þrjátíu og fimm- tíu þúsund dollara á ári. — Hafið þer Lankareikning? — Ég hef ávísanareikning. Spariinnstæðu höfum við sameig- inlega. — Hve mikið eigið þér á yðar reikningi? — Nú er það um þúsund doll- arar. Um hver mánaðamót legg- ur maðurinn minn inn á þann reikning. Hún hikaði andartak, en sagði svo: — Sameiginleg banka- innstæða okkar er um það bil fimmtíu þúsund dollarar. — Ja—há. Hvaða banki er það? — Midway Trust. Þegar hann var búinn að skrifa þetta niður, stóð hann á fætur, brosti gleitt og sagði: Þá er þetta í lagi, frú Rush. Lát- um okkur sjá, í dag er þriðju- dagur. Getið þér komið hingað á sama tíma á föstudaginn? Andrea varð hissa yfir því að samtalinu var lokið. Hún stóð upp og sagði, hálf viðutan: — Er þetís allt og sumt? Hvað á ég svo að gfc^ra? — Ekkert fyrr en á föstudag- inn. Þá iþef ég allar upplýsing- ar tilbúnipr- Andrea^ var uppgefin, hún gat ekki hugsi^ð sér að hitta nokkurn mann. Hv-in var líka hrædd um að ef húin hitti Will Matthews, yrði hanln strax var við að hún væri óstjyrk á taugum, og hann J 28- tbl- VIICAN 30

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.