Vikan - 29.06.1967, Blaðsíða 5
<KI MA BROTNA
uði fjórum, fimm eða sex bókum. Gefur þó að skilja, hversu til tekst,
þar eð góðar þýðingar krefjast mikillar vandvirkni, kunnáttu og tillits-
semi og eru sízt skjótunnari en frumsamin ritstörf. Þessi ósómi hendir
meðal annars kunna gagnrýnendur, sem þykjast hafa vit á bókmenntum,
eiga að leiðbeina skáldum og rithöfundum um vinnubrögð og kenna
þjóðinni að skilja og meta skáldskap og aðra orðlist. Slík iðja er gerræði
við tungu okkar og bókmenntir og sýnu hættulegra athæfi en frumsam-
inn leirburður, sem ekki villir á sér heimildir. Ættu erlendir höfundar
miklar skaðabætur skilið af islenzkum bókaútgefendum fyrir álitstjón
vegna hneykslanlegra þýðinga, ef um þær gilti svipað mat oð aðra sölu-
vöru, sem spillist í meðförum. Viðbjóðslegast er þó ef til vill, að hér
eiga iðulega í hlut barnabækur, sem ættu að gleðja og göfga íslenzka
æsku, en lama tungutak hennar og málskyn og rangfæra stíl og boðskap.
Þvílík skemmdarstarfsemi þyrfti að varða þungum viðurlögum.
Hvað veldur þessu? Tungumálakunnátta íslendinga er slík, að flestir
þeirra komast sæmilega ferða sinna um lönd og álfur og heita læsir á
erlendar bókmenntir. Auk þess eigum við marga snjalla rithöfunda, en
þeir fást ekki við þýðingar að kalla, þó að nokkrir þeirra hafi stórvel
gert í þeim efnum eins og Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson, Guð-
mundur Gfslason Hagalín, Tómas Guðmundsson, Ólafur Jóh. Sigurðsson,
Hannes Sigfússon, Hannes Pétursson, Einar Bragi, Sigfús Daðason, Geir
Kristjánsson, Jón Óskar og Jóhann Hiálmarsson. Ennfremur hafa fslenzkir
fræðimenn eins og Einar Ól. Sveinsson, Andrés Björnsson, Jónas Krist-
jánsson, Ásgeir Hjartarson, Kristján Eldjárn og Jakob Benediktsson komið
vandtúlkuðum bókmenntum prýðilega til skila í þýðingum. Nefndir menn
fást hins vegar ekki við þýðingar að heitið geti. Astæðan er sú, að
þessi vinna er smánarlega illa borguð nema þeim, sem starfa að þýð-
ingum með hraðsaumasniði, framleiða mikið blaðsíðumagn á skömmum
tfma með vélrænum hraða, kasta upp þýðingum og inn á segulbönd.
Enginn, sem vinnur að þýðingum af samvizkusemi og nákvæmni, getur
keppt við þá uppmælingarkappa um afköst. Útgefendur ganga á þetta
lag f nirfislegu sparnaðarskyni, en gerast þannig samsekir bögubósunum
um ámælisverð vörusvik og raunar siðferðilega ábyrgari. Mér er kunnugt,
að umsvifamikill en hroðvirkur þýðandi snaraði á íslenzku víðfrægri
bók af slíkum og þvflíkum vinnuhraða, að hann skilaði hundrað blaðsíð-
um að jafnaði á viku. Arangurinn var auðvitað fyrir neðan allar hellur.
en óhemjan bar áreiðanlega úr býtum góð daglaun tyrir uppmoksturlnn.
Dæmi þessu Ifk munu fjölmörg, og gefur þá að skilja, hversu komið er
málum. Frumsaminn skáldskapur yrði hér næsta bágborinn með sömu
vinnubrögðum. Bókmenntir verða ekki til eins og þegar fé er gefinn
heyruddi á garða eða sandi mokað upp á bílpalla. íslendingar mega
ekki láta bjóða sér slíka óhæfu. Þetta er eins og að brjóta dýrmætan
spegil.
Bent hefur verið á, að verðlauna beri snjallar og vandaðar þýðingar.
Vfst myndi ástæða til þess, en betur má, ef duga skal. Málið þarf að
taka föstum tökum með framtíðarlausn fyrir augum. Greiða verður fyrir
þvf, að skáldskapur og fræði, sem hæst ber í heimsbókmenntunum, komist
á fslenzku f viðunandi túlkun. Ella verða (slendingar andlega afskekktir
og einangraðir heimaalningar, þrátt fyrir velmegun, fjölmiðlunartæki,
menntun og listhneigð. Þýðingarnar eru til dæmis strax orðnar vandamál
sjónvarpsins, sem þó fer myndarlega af stað og vekur miklar vonir.
Skýring sjónvarpsins á banameini brezka skáldsnillingsins Dylan Thomas
sannar þetta. Hann var sagður deyja um aldur fram „úr eigin meðvitundar-
leysi". Þvflíkt hrognamál sæmir ekki virðulegri menningarstofnun. Sjón-
varpið verður að ætla sér annan hlut og meiri en þessa frammistöðu.
Þýddar úrvalsbókmenntir kosta mikið í framleiðslu og verða naumast
seldar með hagnaði á (slandi. Þær gegna hins vegar sama hlutverki og
kennslubækur og sérhæf fræðirit. Við getum ekki án þeirra verið. Þess
vegna ber ríkisvaldinu skylda til að láta sig mál þetta varða. Velja
þarf af listrænni smekkvísi og sérfræðilegri þekkingu skáldskap og
vfsindarit, sem þjóð okkar sé fengur að, fá úrval slíkra bóka þýtt af
Framhald á bls. 28.
26. tbi. VTTTAN 5