Vikan


Vikan - 29.06.1967, Blaðsíða 19

Vikan - 29.06.1967, Blaðsíða 19
5 Hundi bjargað af hjartasérfræöing i [ Englandi var fyrir skömmu fram- kvæmdur mjög vandasamur hjartaupp- skurður, sem kannski hefði þó ekki ver- ið í frósögur færandi, ef sjúklingurinn hefði ekki verið hundur. Hann heitir Kim, lítill dökkbrúnn rakki af mjög blönduðu kyni. Hann var far- inn að líta illa út, og dýralæknir fullyrti að hann væri slæmur fyrir hjarta. Myndi það draga hann til dauða svo fremi hann gengi ekki undir uppskurð. Og það var hann látinn gera. Tutt- ugu manna flokkur dýralækna, hjarta- sérfræðinga og hjúkrunárkvenna hófst handa við verkið. Það tók tólf klukku- stundir og átti sér stað í Keeleháskóla í Staffordshire. Kim er fyrsti brezki hund- urinn, sem gengizt hefur undir slíka að- gerð. Uppskurðurinn tókst eins og bezt varð á kosið, og lifir nú Kim við beztu heilsu. Húsbóndi hans, Francis McGuiness, slapp líka vel. Þótt aðgerðin væri óhemju kostn- aðarsöm, þurfti hann aðeins að borga um fjögur hundruð krónur, samkvæmt föstu greiðsluákvæði. Mia Farrov, scm er aöeins tuttugu og eins árs, scgist alls ckki hafa í huga að skilja við hinn fimmtíu og eins árs gamla eiginmann sinn, Franlc Sinatra. Hún scst nú oft í fylgd með brezka kvikmynda- leikaranum Laurcnce Harvey, og svo mikil brögð eru að því, að jafnvel beztu vinir hennar vita ekki hvað ]>cir eiga að halda. Mia og Laurence Harvey leika nú aðalhlutverkin í kvikmyndinni „Gagnnjósnarinn", sem verið cr að taka í London um þessar mundir, — en Sinatra hefur nóg að gcra i Ilollyvood. — Við tölum daglega saman í síma segir Mia Farrov, — og Frank vissi frá upphafi að hann gekk að eiga lcikkonu cn ekki heimakæra húsmóður. Hún heldur því fram að slúðr- ið um rómantíkst samband milli elmnar og Harvey, sé auglýsinga- brella, gcrð til aö leiða athygli að myndinni. Kunningjar þcirra segja að þau hagi sér mjög siðsamlega, en er það ekki cinmitt þannig sem ástasambönd byrja svo oft í kvik- myndaliciminum? Mia í London *■ 26. tbi. yjKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.