Vikan


Vikan - 05.10.1967, Qupperneq 19

Vikan - 05.10.1967, Qupperneq 19
aö taka við stýrinu. Nú sleppum viö út úr bessu. Öil áhöfnin virtist á sama hátt og hann, treysta heppni húsbónda síns skilyrðislaust. Mennirnir á þilfarinu voru rólegir og sumir geröu jafn- vel að gamni sínu, stældu ómeðvitað kaldhæðnislegt fas mannsins, sem hafði kennt þeim að horfast heimspekilega i augu við hættur, með bros á vör. — En þeir munu áreiðanlega skjóta á okkur frá Fort Louis, sagði Angelique hijómlausri röddu. — Það getur vel vprið að þeir geri það, svaraði Perrot með sínum sérkennilega hreim. Hann hafði áreiðanlega fengið fyrirmæli um að fylgjast með henni, þvi hann vék ekki frá henni. Allt í einu glumdi við röð af fyrirskipunum til mannanna, sem enn voru uppi í siglutrjánum. Það var kapteinn Jason, sem gaf fyrir- mælin. Um leið fór allt af stað í siglum og rám, þar sem mannlegar verur þutu fram og aftur, eins fimar og apar. Um leið og reykurinn sást af logandi kveikjum yfir Fort Louis, hafði öllum seglum á Gouldsboro verið hagrætt, svo þau fylltust af vindi. Skipið nam næstum staðar og virtist stöðvast í beinni línu fram undan virkinu og fallbyssum þess. — Varpið akkerum! Næstum þegar í stað heyrði hún glamra í keðjunum, þegar það hitti vatnsborðið. Angelique horfði kvíðafull á manninn, sem hjá henni stóð: — Ég trúi þvi ekki, að Rescator ætli að semja við þá! sagði hún örvæntingarfull. Hann hristi loðkollinn. — Það væri ekki honum líkt, muldraði hann. — Ætli hann imyndi sér ekki bara, að hann sé einhversstaðar í árósum heilags Látertíusar- fljóts að veiða búrhveli. Akkerið hafði nú náð til botns, skipið lá hreyfingarlaust og snerist hægt fyrir vindinum. Um leið var skotið með æðisgengnum gný af öllum fallbyssum virkisins, en i sama bili snerist skipið um akkerið, þegar stýrinu var snúið hart í borð. Hagl af fallbyssukúlum féll um nokkra þumlunga frá skipinu, þar sem það lá nú, svo allur sjórinn varð á einu róti, þar sem skipið hafði legið örfáum sekúndum áður. Gouldsboro hafði vikið sér undan högginu eins og fimur skilminga- maður. En þetta var aðeins frestun á hættunni. Það myndi aldrei vinnast tími til að ná akkerinu upp aftur, áður en næstu hleðslu yrði skotið. Angelique hafði ekki fyrr gert sér ljósa þessa staðreynd, en hún heyrði skipunina glymja: — Höggvið á akkerisfestarnar! Þrjú þung högg náðu þeim i sundur. — Fulla ferð áfram! Stefna norð-austur! Seglin knúðu skipið áfram. Stjórnendur Gouldsboro höfðu reynst of snarráðir fyrir skytturnar í Fort Louis, og allar tilraunir til að ná miði á skipið úr þessu voru nú fyrirfram dauðadæmdar. önnur breiðsíða straukst framhjá skipinu, sem nötraði og lék á reiðiskjálfi, en hélt engu að siður áfram sína leið. — Hipp, hipp, húrra! hrópaði Nicholas Perrot. Áhöfnin tók undir eins og einn maður. Perrot sagði: — Þessi svín hefðu sökkt okkur með að minnsta kosti tíu kúlum, hefði ekki húsbóndinn verið fimastur og snjallasti skipsstjórnandi, sem nú flýtur á heimshöfunum. Það get ég svarið að við lægjum á hafsbotni núna hefði hans ekki notið við! Sáuð þér þegar hann keyrði stýrið í borð? E'n Madame, farið nú inn í salinn, því ég er hræddur um, að við séum hvergi nærri komin úr þessu býflugnahreiðri ennþá. — Nei, ég vil vera hér, þangað til Þetta er afstaðið, þangað til við erum komin út á opið haf. — Sem yður þóknast, Madame. Sumir kjósa helzt að horfast beint í augu við dauðann. Og þegar allt kemur til alls er það ekki sem vitlausast, þvi stundum getur maður hrætt hann í burtu. Angelique fór að verða hiýtt til þessa veiðimanns frá hinu fjarlæga St. Lawrence fljóti. Hann virtist ekki vera eins guðlaus og löglaus sjó- ræningi og loðhúfan og blátattóveraðir handleggirnir bentu til. Eftir listdansinn, sem frelsaði Gouldsboro frá breiðsíðunni frá St. Louis virkinu, var eins og hún fengi fjörkipp eins og hestur í orrustum. Vindurinn hafði færzt ofurlítið í vestur og skipið náði furðu góðum skrið. Það var undið upp hvert segl, til að fá sem mest not af þessari stundarnáð veðurguðanna og Gouldsboro bar hratt i áttina frá La Rochelle, komst jafnvel fyrir Chef de Baie höfðann. Til þess að komast út á opið haf, urðu þau enn að komast gegnum sundið milli eyjanna tveggja. Þau gátu ekki farið í gegnum Antioch sundið, sem lá milli eyjanna Ré, Aix og Oléron að sunnanverðu, vegna hins sterka norðaustanvinds. En til þess að ná Bretonsundi, sem var þrengra, skýlla og lá milli meginlandsins og norðurhliðar eyjarinnar Ré, urðu þau samt að fara gegnum þrönga sundið milli La Palice og Sablonceaux höfðans. Það var þetta, sem Rescator virtist hafa ákveðið að gera. Kapteinn Jason kaliaði í gegnum lúðurinn: Hæ, þið þarna uppi! Takið saman toppseglið. Dragið upp spritt- seglið, framseglið og stagfokkuna. Með aðeins lægri seglin þanin, lagði Gouldsboro inn í sundið. Angelique gat varla andað. Hún vissi, hve viðsjárvert það var, þetta grunna, skerjótta og sviksama sund, sem sjómennirnir í landi töluðu alltaf um með lotningu. Ákafur vindurinn sló kröppum öldum að skipssíðunni. Hvenær, sem var, gat þeim hnikað nokkuð af leið, og þá var þeim hreinasti voði vís. — Hafið þér nokkurn tímar farið í gegnum þetta sund áður? spurði hún manninn sem hélt vörð um hana. — Nei, við komum inn að sunnanverðu. — Þá ættuð þið að hafa hafnsögumann. Meðal vina minna er fiski- maður að nafni Le Gall, sem þekkir þetta sund eins og lófann á sér. — Það er snjöll hugmynd, hrópaði maðurinn með loðhúfuna. Hann hljóp af stað til að færa yfirmönnunum tveim þessar fréttir. Skömmu síðar kom Le Gall upp á þiljur í fylgd með tveimur sjó- ræningjum. Angelique stóðst ekki freistinguna að fylgja þeim eftir upp á stjórnpallinn. Recator var enn víð stýrið, með grímuna á sér. Allur líkami hans virtist þaninn, eins og hann væri að reyna að skynja hættur sundsins af minnstu hræringu skipsins. Hann skiptist á nokkrum orðum við hafnsögumanninn frá La Rochelle, og aíhenti honum siðan stýrið. Angelique stóð eins kyrr og hún gat, og sömuleiðis Honorine. Sú litla virtist skilja, að stjórnpallurinn væri ekki ætlaður konum og börnum, þegar skipið væri i hættu statt, en hún hefði ekki fyrir nokkur mun kosið að vera annarsstaðar fremur. Gouldsboro gekk nú betur en áður. Og hvað ef verður nú skotið á okkur úr Grand Sablonceaux virkinu? spurði Le all, og horfði á fjarsta höfða eyjarinnar Ré, þar sem þau gátu rétt greint virkið í fjarska. — Við verðum að tefla á það! sagöi Rescator. Andrúmsloftið var að verða þvingað. Gullið mistur boðaði heitan dag. Rödd barst ofan úr siglutrjánum: — Herskip á bakborða. Stefnir til okltar. Kapteinn Jason formælti; hann virtist uppgefinn. — Við látum veiða okkur eins og rottur í gildru! — Við hefðum átt að láta okkur detta þetta í hug, sagði Rescator, eins og ekkert væri eðlilegra. — Gefðu fyrirmæli um að hægja skriðinn. — Hversvegna? — Til þess, að ég hafi meiri tíma til að hugsa. Herskipið, sem þau sáu ekki enn, var handan við Sablonceaux höfðann, og mjallahvít seglin bar við bláan himin. Þau höfðu vindinn á stjórn- borða og skipið barst hratt í áttina til Gouldsboro. Rescator lagði hönd- ina á öxl Florentin Le Gall. — Segið mér, Monsieur, er ekki að falla frá? Ef við eigum erfitt með að komast í gegnum þetta sund, er þá ekki ennþá erfiðara og hættulegra fyrir hvert stærra skip, sem reynir að nálgast okkur? Angelique virti fyrir sér höndina sem hélt um öxl sjóræningjans. Hún var sterkleg og Þó fínleg, og á baugfingri vinstri handar var stór, fagurlega gerður silfurhringur. Hún fann, að hún fölnaði. Hún þekkti þessa hönd og járnhart en þó milt takið. Hvar hafði hún séð hana áður? Ef til vill hafði það verið á Krít, þegar hann tók af sér hanzkann til að leiða hana í áttina að sófanum. En það var eitt- hvað meira. Henni fannst hún ótrúlega kunnugleg. Hún taldi sér trú um, að hún væri að rugla, nú þegar síðasta stundin væri í nánd. Hún hlaut að vera farin að skynja þau forlög, sem Osman Faraji hafði lesið i stjörnunum. Og nú vissu hún i sömu andrá, að þau mundu ekki deyja, því það var Rescator, sem hélt örlögum þeirra í hendi sér. Þessi dularfulli maður virtist á einhvern hátt ósigrandi eins og hetjurnar forðum; hún treysti honum barnalega og í blindni og enn sem komið var höfðu honum heppnazt hinir ótrúlegustu hlutir, svo hún hlaut að hafa rétt fyrir sér. Það birti yfir hafnsögumanninum. — Jú, alveg rétt! hrópaði hann. — Þetta er alveg rétt! Þeim hlýtur að liggja meira en litið á að ná okkur, úr því að þeim dettur í hug að sigla inn í sundið á þessum tíma dags. Þeir hljóta samt að hafa beztu hafnsögumenn okkar um borð, en staða þeirra er nokkuð ....... erfið, svo ekki sé meira sagt. — Og við skulum gera hana enn erfiðari. Og við skulum kóróna meistaraverkið með því að nota þá fyrir skjöld, ef ske kynni að virkið ákvæði að senda okkur kveðju .... Ég ætla að neyða það til að sigla milli fallbyssanna og okkar. Full segl! Rýmið þilfarið til átaka! Meðan mennirnir í siglunum gerðu það sem fyrir þá var lagt, dró afgangurinn af áhöfninni, sem hafði beðið á miðþiljum fram sveðjur, axir og sverð og dreifðu þessu milli mannanna, jafnframt því sem þeir leystu strigann ofan af litlu fallbyssunum á framþiljunum. Hver maður tók sína stöðu. Sjómennirnir klifruðu upp í varðtunnurnar i siglunum fjórum með músketurnar og drógu upp á eftir sér tunnur með handsprengjum til að kasta ofan á þilför óvinanna, þegar stundin rynni upp. — Eigum við ekki að dreifa sandi á þilförin? spurði kapteinn Jason. — Ég held, að þess þurfi ekki, sagði Rescator og hélt sjónaukanum fyrir auganu. Og hann endurtók hæðnislega, með brosi bak við grimuna. — Sand á þilförin! Uss! Angelique minntist þessarar aðgerðar frá Miðjarðarhafinu. Sandi var stráð á Þilförin áður en lagt var til orrustu til að koma í veg fyrir að berir fætur sjóræningjanna rynnu í blóðpollunum. — Þeir hafa nóg að hugsa um hjá sjálfum sér, áður en þeim tekst að koma einni einustu kúlu í áttina til okkar, bætti sjóræninginn við og yppti öxlum. Hann virtist svo viss um sig, að spennan, sem hafði varað þessi síðustu andartök, meðan skipin nálguðust hægt og jafnt, slaknaði. Þar að auki kom fljótlega i ljós, að herskipið var í kröggum statt. Það átti erfitt með að halda stefnunni með þyngslunum af sínum fjörutiu fallbyssum, og þeirri staðreynd, að það var komið of langt undir íullum seglum. Öldurnar ráku það í áttina til strandar. — Og hvað ef það skýtur nú á okkur spurði Le Galle. — Hvað þá? 1 þessari aðstöðu? Það er allt of illa statt til að komast i skotstöðu og bugspjótið okkar stefnir nú á það; skotmarkið er of mjótt. Svo Gouldsboro hélt hnarreist áfram. Herskipið átti í sífellt meiri vandræðum með að halda sér ofansjávar. Allt í einu var eins og það væri dregið ómótstæðilega að klettunum, þar sem það snaraðist yfir og þau heyrðu dumban, malandi skell. — Það er strandað! Allir um borð í Gouldsboro hrópuðu einum munni. Áhöfnin veifaði húfunum af hreinni gleði. — Við verðum að gæta þess, að það sama komi ekki fyrir okkur, sagði Rescator. — Það hefur fjarað óhugnanlega mikið út. Hann sendi menn framá með langar stengur til að mæla dýpið. Sjóræningjaskipið fór framhjá andstæðingum sínum i lítilli fjar- lægð, og áhöfnin á herskipinu hrópaði ókvæðisorð yfir um. — Eigum við að senda þeim eina breiðsiðu? spurði kapteinn Jason. — Við höfum ljómandi aðstöðu til þess. — Nei! Það er enginn akkur í því að skilja eftir of margar óþægi- Framhald á bls. 28. 40- «• VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.