Vikan - 05.10.1967, Síða 40
simi 18450 Þingholtsstr. 11
er veðbókari þar, sem getur stað-
fest þennan lið framburðar míns.
Ég fór frá brautinni um átta-
leytiS og gekk tólf kílómetra
spöl á staðinn, þar sem ég vissi
að Gregsten og stúlkan hans,
Valerie Storie, voru vön að aka
á. Þegar ég kom þangað var
klukkan hálf tíu, og bíllinn
þeirra var þegar á staðnum.
Ég dró fram skammbyssuna,
skók hana svolítið og fór svo inn
í aftursætið. Við sátum fyrst í
nokkra klukkutíma og töluðumst
við, en síðan skipaði ég Gregsten
að aka af stað. Ég hafði í hyggju
að hræða hann, svo að hann
flýði og léti stúlkuna eftir hjá
mér. Síðan ætiaði ég að nauðga
henni, svo að hún liti framveg-
is á Gregsten sem hugleysingja.
En þetta tókst ekki. Gregsten
fékk tvö tækifæri til að strjúka,
í fyrra skiptið þegar við stönz-
uðum til að kaupa sígarettur og
síðan þegar við tókum bensín, en
hann hreyfði sig ekki. Þá ákvað
ég að skjóta hann.
Ég gerði það raunar í sjálfs-
vörn, þegar til kom. Hefði ég
ekki skotið, hefði hann slegið
mig. Hann var í þann veginn að
gera það. En samt sem áður er
ekki hægt að kalla að morðið
hafi verið slys. Ég hafði hvort
eð var ætlað að drepa hann.
Á eftir ók ég til Lundúna og
til Vienna Hotels, þar sem ég
hafði flutt inn daginn áður. Ég
læddist inn - geri ráð fyrir að
klukkan hafi verið um fimm —
þvoði mér og rakaði mig og fór
niður um níuleytið til að fá mér
morgunverð. Síðdegis hitti ég
Dixie. Við fengum okkur nokk-
ur glös á krá og ég afhenti hon-
um skammbyssuna. Sama dag
flutti ég á annað hótel.
Á sunnudaginn kom lögreglan
og vildi tala við mig. Þeir sögð-
ust aðeins ætla að yfirheyra mig
til málamynda, en því held ég
nú að þeir hafi logið. Ég var
yfirheyrður í fimm klukkustund-
ir, en þar eð ég hafði áður orðið
mér úti um fjarvistarsönnun, var
mér sleppt.
f septemberlok var lýst eftir
mér og fór ég þá af frjálsum vilja
á fund lögreglunnar. Ég var ekki
smeykur að ráði. Bæði hafði ég
mína fölsku fjarvistarsönnun og
svo hafði Valerie Storie aldrei
séð andlit mitt.
Það var fyrst síðar, þegar mér
hafði verið sleppt, að ég gerði
mér ljóst að herra X vildi koma
morðsökinni á James Hanratty.
Hann hafði sagt mér að segja
þeim John og Valerie að ég héti
Jim og væri þjófur. Ég gerði eins
og hann mælti fyrir án þess að
vita, að ætlunin var að fella Han-
ratty á því, sem ég gerði.
í sama tilgangi faldi Dixie
France skammbyssuna í strætis-
vagni. Og kom tómu skothylkj-
unum fyrir á Vienna Hotel.
Ég skildi ekki hversvegna
herra X og Dixie voru svo áfram
að skella skuldinni á Hanratty.
Eftir því sem ég bezt gat vitað
vorum við í engri hættu, þótt
svo að lögreglan fyndi engan,
sem hún gat sakfellt fyrir morð-
ið. En Dixie sór meira að segja
eið frammi fyrir réttinum til að
fella vin sinn fyrrverandi.
Ég get sagt ykkur, að ég
hringdi oft til Dixie og sagði hon-
um að draga framburð sinn til
baka, eftir að Hanratty hafði
verið dæmdur. Ég sagði honum,
að ef Hanratty yrði drepinn,
skyldi ég sjá til þess að hann —
Dixie -—- fengi sömu örlög. Þetta
var kannski ástæðan til þess að
hann framdi sjálfsmorð.
Þar með lauk þessum einstæða
blaðamannafundi Peters Alphons.
Játning hans hefur skiljanlega
vakið gífurlega athygli í Eng-
landi. En margir halda því fram,
að hann hafi játað á sig glæpinn
til þess eins að vekja athygli á
sjálfum sér. Hjá Scotland Yord
eru menn enn sannfærðir um, að
réttur maður hafi verið hengd-
ur.
Nú er verið að rannsaka mál-
ið. Á meðan er Peter Alphon,
sem nú er þrjátíu og sex ára,
frjáls maður, þótt hann segi op-
inberlega við hvern sem hlusta
vill: Ég er morðingi!
•ft
VetrarhárgreiSslan
Framhald af bls. 47.
neöan % 1hárinu, eins og sjá má á
litlu myndunum, tveim, en oft eru
þeir líka um allt 'höfuöið eins og
á stærri myndinni t. v. á síöunni.
Þar má reyndar líka sjá ein tvö
vinsælustu atriöi vetrartízlcunnar,
en þaö er pífublússan og flauels-
buxurnar, sem ná upp aö brjóst-
um. fr
Um skærin og bandið
Framhald af bls. 9.
hvað (húnl) (er2) (mjúkl'i) (ogl7)
(yndislegl8). Eins og kallrassgatið
(sem12) (gafD) (mérn) (hana7) var
nú geðslegur. Þakka yður fyrir
spjallið ungfrú og óska yður til
hamingju með sigurinn. Djöfulli er
ég fegin aS þetta er búiS.
Ef vel er á skærunum haldið, þá
höfum við fengið hér efni í stutt,
hnitmiðað og menningarlegt viðtal
við unga og gáfaða fegurðardís. í
útvarpinu myndi það hlióða svona:
Utvarpsmaður: Eitt er það sem
mig langaði til að heyra álit yðar
á og það er íslenzk tunga.
Didda: Hún er dásamleg. Mamma
40 VTKAN 40- tbl-