Vikan - 05.10.1967, Síða 41
gaf mér hana. Hún er það dýrasta
sem ég ó. Svo m|úk og yndisleg
eins og karlrassgatið ....
Útvarpsmaður: Þakka yður fyrir
ungfrú.
Þulur: í fréttaauka var spjallað
við Diddu Djonns, fegurðardrottn-
ingu sem lýsti ánægju sinni á ís-
lenzkri tungu. Hlustendur eru beðn-
ir að afsaka mistök á klippingu í
niðurlagi viðtalsins.
Mistök geta alltaf orðið. An
þeirra hefði dæmið um viðtalið
við Diddu Djonns verið óraunveru-
legt. En án skæranna hefði viðtalið
við hana ekki orðið útvarpshæft
og þrátt fyrir gamaldags vinnu-
brögð, mistök og tímatöf er það
staðföst skoðun mín að án þeirra
yrði útvarpsdagsskráin bæði leiðin-
legri og vitlausari en hún nú er.
☆
Bækur á íslandi
Framhald af bls. 27.
því vísu, að upp hefjist þessi
söngur í prentuðu máli og töl-
uðu. Þetta neikvæða nudd er eitt
þeirra atriða, sem m. a. stuðla að
versnandi afkomu bókaútgefenda
á íslandi.
Hægt væri að nefna bækur,
tökum til dæmis sjómannabók
eða skáldsögu, sem kom út í
3000 eintökum fyrir 8 árum, og
kannski seldust 2400 í fyrstu um-
ferð. Bók sömu gerðar í dag
myndi setjast í 1800 eintökum og
upplagið minna sem svarar mis-
mun á sölu, eða 2400 eintök.
Hvað veldur þessari breytingu
til hins verra? Við sem fáumst
við bókaútgáfu reynum að leita
svarsins, þótt óyggjandi geti það
aldrei orðið. Nokkur atriði liggja
þó í augum uppi: íslenzk dag-
blöð og tímarit verða stærri með
hverju árinu og oft og tíðum
læsilegri. — Þrátt fyrir
styttri vinnuviku samkvæmt
samningum, virðast frístundirnar
færri, og loks síðast en ekki sízt
herfilegur óréttur, sem hafður er
frammi gegn íslenzkri tímarita
og bókaútgáfu: Öll erlend tíma-
rit og bækur eru óhindrað og
lollfrjálst flutt til landsins á
sama tíma sem af öllu efni til
framleiðslu íslenzkra tímarita og
bóka verður að greiða aðflutn-
ingsgjöld.
Því er ekki að leyna, að ís-
lenzkur bókamarkaður hefur tek-
ið breytingum á undanförnum ár-
um, ekki aðeins að því leyti, sem
að framan er greint um minnk-
andi sölu á sams konar bók nú
og fyrir svo sem 8 árum. Það
má einnig marka, að bókatitlam-
ir eru nú færri, sem seljast í
miðlungsupplögum, en svonefnd-
ar metsölubækur í nokkru stærri
upplögum en áður. Kemur fyrir
að þær seljist í 6000 eintökum,
þótt algengara sé um þær 3000
eintök, en þetta gildir aðeins um
svo sem 10 bókatitla árlega, þ.
e. a. s. lægri talan.
En sá blaðamaður, sem spyr
um metsölubók á Islandi, gæti
eflaust fengiö staðbetri svör hjá
kollega sínum, sem gaf út á síð-
astliðnu hausti eina hinna svo-
nefndu metsölubóka, stóra,
myndarlega og vel gerða bók,
sem kostaði um það bil eina
milljón íslenzkra króna að gefa
út. Sennilega hefur hann selt
um 2400 eintök á fyrsta ári, og
þá er hægt að fara að reikna
ágóðann, ef nettóverð bókarinn-
ar er fyrir hendi.
Hvað er góð bók? Sennilega
sú sem lesin er tvisvar, þrisvar
eða oftar — og ávallt af ánægju.
Hvaða eiginleikum þarf metsölu-
bók að vera gædd? Hún þarf að
vera þeim eiginleikum gædd að
skapa jákvætt vinsamlegt umtal.
En ef til vill gildir hér sem svo
oft áður, að það sé fallegt þegar
vel veiðist.
☆
Vagnteppi
Framhald af bls. 46.
1. UMF.: h loftl., 5 tvöf. st„
5 loftl., 6 tvöf. st., endurt. frá
% allt 3 sinnum og endiö umf. meö
5 loftl., keöjul. í ý. loftl.
2. UMF.: 5 loftl., 1 tvöf. st. í
hvern tvöf. st. fyrri umf. en lok-
iö stuölunum ekki heldur geym-
iö á nálinni 2 seinustu l. af hverj-
um Jic'irra og dragiö svo garniö
i gegn um alíar l. í einu þegdr'
6. st. lýkur og hefur þá myndast
1 stuðlasamstceöa, -fe 10 loftl., 1
fastal. í bogann, 10 loftl., 1 stuöla-
samst. endurt. frá ■&, i allt 3
sinnurn og endiö umf. meö 10
loftl., 1 fastál. í bogann, 10 loftl.,
1 keöjul. efst í miöja 1. stuöla-
samst. í umf. =: j stuölasamst.
og 8 bogar i umferö. ...
3. UMF.: ByrjiÖ efst í miöri
3. stuölasamst. ý fastal., 3 loftl.,
h fastal., 3 loftl., h fastal., í einn
boga, hekl. lt fastal. í nœsta boga,
10 loftl., snúiö ferningnum viö, 1
fastal. i 2. lauf. á öörum 'boga,
snúiö fern. viö og hekliö áfram
h fastál,, 3 loftl., 4 fastál., 3 loftl.,
l, fastal. í síöasta heklaöa bog-
ann. Ljúkiö boganum sem byrj-
aö var á meö ý fastál., 3 loftl., h
fastal., endurt. frá -fe, í allt 4
sinnum.
KlippiÖ á þráöinn og gangiö
frá honum. 1. ferningurinn er
hekl. án tenginga en síöan eru
þeir allir tengdir um leiö og hekl-
aö er i hvert lauf meö því aö
hekla 1 loftl., 1 fastál. í lauf ann-
ars fernings, 1 loftl., 4 fastál., 1
loftl., 1 fastál, í næsta lauf á öör-
um ferningi, 1 loftl. og 4 fastál.
og áfram á sama 'hátt.
Einnig má tengja ferningana
saman á eftir meö varpspori og
Jiynntum garnþrœöinum, en vanda
þarf sérlega frágang állra enda
Jjví mikil óprýöi er aö þeir sjá-
ist. ★
HekluS handklæði
Framhald af bls. 47.
Efni: Um 100 gr. af jnjúku bóm-
ullargarni.
Heklunál nr. 4-
Frli. á bls. 1/3.
KARNA BÆR
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS - TÝSGÖTU 1. - SÍMI 12330.
HAUSTTÍZKAN KOMIN
og væntanleg f þessari viku
MikiS úrvctl herra- og dömufatnaðar komið og væntanlegt. — Allra
nýjasta tízka frá London — París — Kaupmannahöfn.
Við leggjum áherzlu á að vera með nýjustu tízkuvörurnar úr sem
beztum efnum beint frá tízkumiðstöðvum unga fólksins.
GJÖRIÐ SVO VEL AÐ LÍTA í GLUGGANA
DÖMUDEILD - HERRADEILD
PÓSTSENDUM UM ALLT LAND
40. tbi. VIKAN 41