Vikan - 05.10.1967, Qupperneq 45
Eldhúsbord
á elnum fæti
STALHÖSG'OGN
meira golf pláss ■ létt ■ gott verf
■ allar gerflr og stærfir ■
■ stólar bekkir kollar ■
■ greifsluskifmálar ■
betra ad sitja betra ad hreinsa betra ad rada
vid Cdinstorg sími 10322
hefur verið þýtt eftir hana á ís-
lenzku. Síðari hluta ævinnar átti
hún við fátækt að búa. Syni sína
báða missti hún úr berklum, er
þeir voru að hefja lífsstarf sitt,
eftir að hafa hiotið ágæta mennt-
un. Dætur hennar giftust báðar,
og eru ættir frá þeim. Um nókk-
urra ára skeið átti hún heimili
í Þýzkalandi, Sviss og ítalíu og
vann að ritstörfum og hélt heim-
ili fyrir son sinn, er nam verk-
fræði. — Síðustu 20 árin átti hún
heima í Höfn.
Árið 1856 sagði hún í bréfi til
vinkonu: ,,Ég á óskir, sem aldrei
geta rætzt; brostnar vonir; vax-
andi efasemdir; kröfur, sem kalla
mig æ; en það er orðið langt síð-
an sálarfriður hefur kvatt dyra
hjá mér, og hans má ég enn lengi
bíða, um það hef ég öruggt hug-
boð.“ — Henni hlotnaðist hann
löngu síðar.
Á áttræðisafmælinu 3. júní
1899 var henni sýnd margs kon-
ar virðing. Skáldastyrks hafði
hún þá notið um nokkur ár. —
Mikið hóf var haldið henni til
heiðurs, og sjálfsagt hafa hennar
gömlu augu glaðzt við að líta þá
miklu prósessíu pótentáta lista
og vísinda, sem heiðraði hana
með návist sinni. Frændþjóðirn-
ar þrjár veittu henni heiðurs-
merki úr gulli. — Hún ofmat
aldrei skáldgáfu sína, Norður-
lönd hafa eignazt meiri skáld-
konur, en hún mun einn fjölþætt-
asti og merkilegasti persónuleiki
þeirra kvenna, sem sett hafa svip
sinn á andlegt líf á Norðurlönd-
um. Engin kona hafði nánari
kynni af merkisberum norrænn-
ar menningar en hún. — Það
hefur verið sagt, að hún hafi
„verið á brúðarklæðum ævina
alla, ímynd kvenlegs yndisþokka
og ásthneigðar.“ — Þegar hún
var nokkrum mánuðum yfir átt-
rætt, sendi Björnson henni ljós-
mynd af sér sunnan úr löndum.
Aftan á hana skrifaði hann 1 jóð,
og lýsir hann þar skapgerð henn-
ar fagurlega, segir, að hamslaus-
ar ástríður hennar, sárar og sæt-
ar, hafi með aldri og þroska um-
breytzt í vísdóm, góðvild, fegurð:
Fra smerteskriket til
eldskovsflammen
til visdom blev det,
til godhed glev det,
til skönhed blev det
alltsammen!
Nokkrum mánuðum síðar
höfðu Bj örnsonshj ónin viðdvöl í
Höfn á heimleið til Noregs. Þau
óku auðvitað til frú Thoresen,
sem tók þeim með hlýju, en báð-
um þótti skrýtið, að hún minnt-
ist ekki aukateknu orði á erind-
ið, sem Björnson hafði ort til
hennar. Svo kom að kveðjustund-
inni. Frú Karolina var komin af
stað niður þrepin, er frú Thore-
sen kippir Björnson hvatlega inn
fyrir dyrastafinn aftur eitt and-
artak og hvíslar í eyra honum:
„Takk fyrir ljóðið!“
Öll þúsundljósin á altari þess-
arar konusálar loguðu enn! Þau
hjónin kímdu oft að þessum at-
burði og þótti nokkurs um vert,
hve kvenlegir eiginleikar voru
fylgispakir gömlu konunni, að
eldar afbrýði og ásthneigðar
skyldu loga svo glatt, að hún
gerði sér í hugarlund, að Björn-
son ætti enn leyndarmál með
henni á laun við eiginkonuna.
Þegar frú Jakobína Thomsen
endursendi frú Thoresen bréf
þau, sem farið höfðu á milli
hennar og Gríms, ritaði hún
ekkjunni þakkarbréf. Þar segir
m. a.:
„Með angurværum huga las ég
þau, því að þau kölluðu fram í
hugskotið minningar frá þeim
tíma, er ég enn stóð mitt í lífs-
ins hörðu raun og vissi í sann-
leika ekki, hvern enda hún
mundi fá. Nú er stríðinu lokið!
Ég er nú á átfræðasta árinu, og
gröfin bíður hins göngumóða
ferðalangs. ...
Dr. Grímur Thomsen var í
sannleika stórgáfaður og eftir
því sérstæður persónuleiki.
Æskuhrifning mín af honum var
mikil, kæra frú! Og mér veitt-
ist sú hamingja, að minn ágæti
eiginmaður tók fullan þáft í að-
dáun minni, er hann kynntist
honum. Og nú vil ég kveðja yð-
ur!
Drottinn gefi yður sól og frið
á ævikvöldi yðar.
Með virðingarfyilstu og hjart-
anlegustu kveðjum.
Yðar
Magdalena Thoresen."
Lengi hafði hún óttast, að hún
héldi ekki andlegum kröftum til
hinztu elli. En hún þurfti ekki
að taka undir með fornvininum
Björnson: „kan ej længer vejde
mine tankers flok“. Hún hélt
óskertum sálarkröftum til loka-
dægurs. Síðari hluta marzmán-
aðar árið 1903 er hún venju frem-
ur máttvana, svo að hún fer í
rúmið, og laugardaginn 28. sama
mánaðar fjarar líf hennar út í
hljóðlátri ró, eins og þegar sól-
bjartur dagur hverfur inn í húm-
ið. — Hún taldi sig þrátt fyrir
allt hafa lifað sólbjartan ævidag.
Grímur bóndi á Bessastöðum
á brjóstmynd af frú Thoresen.
Hún er stofuprýði. Hún brotnaði
af slysni á elliárum hans. Þá opn-
aðist fylgsni hjartans andartak:
„Svona fer allt, sem mér þykir
vænt um,“ skrapp út úr honum.
. . . aldrei deyr, þótt allt um
þrotni
endurminningin þess, sem var.
Betra að koma
fram í sjónvarpi
Framhald af bls. 10.
— Nei, þvert ó móti. Mér per-
sónulega finnst miklu betra að
koma fram I sjónvarpi. Þegar ég
var þulur hjá útvarpinu var maður
oft einn í klefa með einum magn-
araverði. Mér fannst ég alltaf vera
einn og yfirgefinn og alveg bjarg-
arlaus, ef eitthvað kom fyrir. Þegar
maður kemur fram í sjónvarpinu
sér maður hins vegar heilan her
af tæknimönnum allt í kringum sig,
og það verkar vel á mig. Það getur
verið að ég sé einn um þetta, en
mér finnst betra að koma fram í
sjónvarpi en útvarpi.
40. tw. VIKAN 45