Vikan


Vikan - 02.07.1970, Blaðsíða 20

Vikan - 02.07.1970, Blaðsíða 20
SVONA ER UNGA FÓLKIÐ að tala um að hér moraði allt í þessu. Ef maður ætl- ar að græða sár þá á ekki að rífa ofan af því, heldur að reyna að hlúa að því í rólegheitum — annars er hætt við, eins og ég held að hafi skeð nú, að ígerð komi í sárið.“ Áfengi kvaðst unga fólkið aðallega nota „til há- tíðabrigða“ — og margir kvörtuðu sáran undan því að þau ættu bágt með að hætta að reykja. Hér eru nokkur svaranna: ,,a) Nei, ég reykti í sjö ár (13—20) en hætti, því að það hefur slæm áhrif á líkamann. b) Já, áfengi veitir bæði æðstu sælu og dýpsta böl. c) Nei, ég hef ekki haft tækifæri til þess.“ ,,a) Já, ístöðuleysi. b) Já, einstaka sinnum til hátíðabrigða. c) Já, Já, það var búið að tala svo mikið um þetta að mér fannst ég verða að prófa það. Hitt er annað mál að nú veit ég hvernig það er og þarf ekki að reyna aftur — þó ég reikni með að gera það ein- hvern tíma.“ ,,a) Nei, slæmt fyrir líkamann. b) Nei, slæmt fyrir líkamann. c) Nei, heldur hengdi ég mig.“ engir enda langflestir í skóla, eins og áður hefur kom- ið fram. Margir sögðust ekki hafa neinar tekjur, eins og þetta svar ber með sér: „Hvaða tekjum?“ Annar sagðist vilja „reyna að létta undir föður mínum með skólagöngu mína“, og sá þriðji taldi að sínum tekjum væri bezt varið með því að gera honum lífið „auð- veldara og hamingjuríkara." Svo bætti hann við: „Leyfi mér að tilfæra fornan, kínverskan málshátt: Nota þú þriðjung tekna þinna í daglegar nauð- synjar, geymdu annan þriðjung til elliáranna og gefðu fátækum hinn þriðjung tekna þinna.“ 45. Hversu mikla vasapeninga þarftu á viku? Útkoman úr þessu var alveg geysilega misjöfn, og notaði fólk allt frá 25 krónum upp í 2500 krónur á viku. 19 þeirra sem spurðir voru gáfu ekkert ákveð- ið svar — eða svöruðu út í hött, en hinir kváðust nota 25 kr. (1), 100 kr. (5), 200 (12), 300 (13), 400 (15), 500 (19), 600 (4), 700 (7), 800 (4), 1000 (6), 1200 (1), 200 (2), 2500 (1) og jafnvel enga (1). Einn til- tók að hann notaði nákvæmlega þrjúhundruð fimm- tíu og fimm krónur og fimmtíu aura, annar kvaðst nota lítið og sá þriðji of mikið. Ef við leggjum þetta saman, þá komumst við að því að þetta unga fólk notar samtals 46.880,50 kr. á viku!, og eru þá aðeins taldir þeir sem gáfu einhver ákveðin svör. „Afengi veitir 46. Telur þú að ungt fólk í atvinnu, sem hefur fæSi béSðí æðstu sælu os húsnæði hjá foreldrum sínum eigi að greiða fyrir dýpsta böl. já NEI óákveðið 107 2 6 í dag þykir slíkt alveg sjálfsagður hlutur, og skjól- stæðingar okkar eru á sama máli — langflestir. Þó ber að taka það fram að þeir tveir höfðu nokkurn fyrirvara á „nei“-um sínum, eins og „ekki ef for- eldrarnir eru nægilega vel stæðir fjárhagselga." Einn sagði að það væri réttlátt „á sama hátt og það er réttlátt að borga fyrir þann mat sem maður étur á veitingahúsi," og annar sagðist halda að það myndi auka við „ábyrgðartilfinninguna og er að auki alveg sjálfsagt." Sá þriðji sagði að það færi eftir „efnahag foreldr- anna og kaupi afkvæmisins.“ 47. Á hvern hátt telur þú tekjum þínum bezt varið? í: Menntun .................................... 54 — Fasteignir ................................ 15 — Nauðsynjar ................................ 24 -— Bækur ....................................... 8 — Banka ..................................... 8 — Ferðalög .... 5 — Hljómplötur ................................ 4 — Arðbær fyrirtæki ........................... 3 — Allt gagnlegt .............................. 3 — Föt ....................................... 2 — Verðbréf ................................... 2 — Einhvers konar fjárfestingu . .............. 2 „Þetta húsnæðis- kapphJaup er búið að gera meira illt en gott.“ 20 VIKAN 27-tbl- — Að gleðja mig og aðra ..................... 1 — Heimilið (þessi var gift) ............... . 1 — Tóbak og brennivín .................. • • 1 — Skemmtun ................................. 1 — Framtíðarundirbúning ..................... 1 Veit ekki..................................... 6 Nokkrir gerðu nánari grein fyrir þeim peningum sem þau höfðu til ráðstöfunar — sem yfirleitt voru 48. Leggur þú fé á banka? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 65 50 „Hvaða fé?“ ,,í verðbólgua? Nei, takk, aðeins til geymslu í stuttan tíma — það sem það er.“ „Já, en ég er búin að komast að því að það er tóm vitleysa.“ „Ég á aldrei það mikið að það taki því að leggja það á banka.“ „Nei, allt mitt fé og meira til fer í kostnað við skóla- göngu mína.“ Þetta eru nokkur svaranna sem bárust, en það ber að hafa í huga að þeir sem sögðust leggja fé á banka tóku jafnframt fram að þar stæði það venjulega mjög stutt við, enda væri það ekki heppilegur geymslu- staður fyrir verðmæti. í þessu tilfelli, sem öllum hinum, ber einnig að hafa í huga að þeir sem svara eru fyrst og fremst skólafólk; þeir sem eru komnir út í atvinnulífið eiga mjög fáa fulltrúa í hópi þeirra sem spurðir voru. Og fyrst komið er út í „generalíséringar" á annað borð er ekki úr vegi að minnast á það að þó sé talað um að ,,einn“ hafi sagt þetta eða hitt, getur eins verið átt við „eina“. 49. Telur þú rétt að sem flestir eigi eigið húsnæði? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 102 10 3 Eins og sjá má af tölum vilja flestir eiga sitt eigið húsnæði — en það voru líka margir sem ásökuðu eldri kynslóðina fyrir það að eltast eingöngu við ver- aldleg gæði: Hús, bíl, frystikistu og sjónvarp. Eitt svarið var á þessa leið: „Nei, þetta húsnæðiskapphlaup er búið að gera meira illt en gott. Það er ekkert sem mælir á móti því að fólk búi í leiguhúsnæði þar til það hefur raun- verulega efni á því að eignast eigið húsnæði." Annar sagði að öll eign væri „þjófnaður", og sá þriðji vildi koma hér á „leigukerfi svipuðu því sem er í Svíþjóð." Sá sem talar þó sennilega fyrir munn flestra lét í ljós þá skoðun að vissulega ættu allir að eiga eigið húsnæði. Þó svo væri að „veraldlegir hlutir skipti minna máli en aðrir, hlýtur það að vera takmark hvers einasta manns." 50. Álítur þú að ungu fólki sé nægilega auffvelt aff stofna heimili, þar meff talið aff festa sér húsnæffi? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 16 90 9 Af þeim 16 sem töldu að það væri nægilega auð- velt, voru þrír sem sögðu það of auffvelt. „Mótlætið skapar manninn“, sagði einn, „og reynslan er sú að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.