Vikan


Vikan - 02.07.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 02.07.1970, Blaðsíða 50
<þD FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ E6614. MEÐ 4 HELLUM, ÞAR AF 1 MEÐ STIGLAUSRI STLLINGU OG 2 HRAÐSUÐUHELLUR, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFN. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill), stór hitaskúffa, Ijós í ofni. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 Fullkomnasta gardínu- uppsetning á markaönum ZETA Skúlagötu 6t símar 25440 25441 meö og án kappa fjölbreytt litaúrval orðið ástfanginn, fyrr en hann hitti Jacobu. Þetta var hin marg umtalaða ást við fyrstu sýn. Hon- um var ljóst að hann var eins og betlarinn ,sem bað um hönd prinsessunnar, svo hann ákvað að segja henni alla sögu sína. Hún svaraði: — Ég elska þig, Willie, þú ert eini maðurinn sem ég vil! í næstu tvö ár flökkuðu þau Verdurmen og Cobi um Holland, Belgíu, Vestur-Þýzkaland og Sviss. Þau óku í hvítum Merce- des, sem Willie hafði fiktað svo- lítið við, svo hann gat ekið á 200 kílómetra hraða. Þau höfðu það þannig að Cobi slangraði um göturnar, þar sem fínustu búð- irnar voru, og leit á skartgripi og loðkápur. Nokkrum timum síðar, stóð hún vörð, meðan Will- ie lét greipar sópa. Þetta gekk ágætlega, þau lifðu í vellysting- um pragtuglega. Hann var svo sniðugur að hann gat alltaf kom- ið vörunum í verð, strax að inn- brotinu loknu. Það var hrein hending að Ver- durmen tók aftur upp læknis- störf. Þau Cobi fluttu inn í litla en skrautlega íbúð í Bruxelles. Þegar þau voru að taka til í dóti, sem fyrrverandi leigjendur höfðu skilið eftir, fann hann einkennis- búning af herlækni. Freistingin greip hann. Hann fékk Cobi til að lagfæra búninginn svolítið, svo að hann fékk aðeins. ofurstatign. Það var líka þó nokkuð. Við hentugt tækifæri fór hann í herbúðirnar og kynnti sig; sagðist vera í leyfi frá öðrum búðum. Þetta var eins og hljóm- list í eyrum læknisins, sem ekki hafði fengið orlof, vegna þess að ekki fékkst annar í hans stað. Væri ekki möguleiki á því að Verdurmen ofursti vildi nú leggia honum lið? — Auðvitað, sagði Verdurmen, og tveim dög- um síðar var hann kominn til búðanna. En í þetta sinn var ekki langt í sælunni, því að tíu dögum síð- ar vildi yfirmaður herbúðanna fá að siá skilríki hans, og andar- taki síðar var hann horfinn úr herskálanum. Meðan lögreglan leitaði hins falska ofursta, fóru Verdurmen og Cobi til Bruxelles, þar sem þau leigðu sér skrifstofuhúsnæði og settu upp skilti, sem á stóð „Skialabýðingar og fasteigna- sala“. Hann setti auglýsingar í blöð;n. um íbúðir og hús til sölu. Auelýsingarnar voru sniðugar. og lögreglan heldur því fram að hann hafi haft um eina millión króna á tveim vikum. En þegar óánægðir viðskiptamenn börðu á dyr hans, voru þau hiúin öll á bak og burt, óku á hvítum Merc- edes gegnum Vestur-Þýzka- land. Þar hóf Verdurmen aftur smyglarastörf. Hann komst í tæri við glæpahring. sem stal bílum, smyglaði þeim úr einu landinu. til að selia þá í öðru. Eftir að hafa brotizt í verzlanir og stolið skartgripum og loðkápum, voru þau á leið til Belgíu, þegar lög- reglan bar kennsl á bílinn og náði þeim. Dómurinn var ótrúlega vægur, þrjú ár fyrir Verdurmen og tvö fyrir Cobi. Þau voru trygg hvort öðru og giftu sig í fangelsinu. Þegar þau voru bæði laus, var þeim afhentur bíllinn og þau óku til Hollands. Þau voru nú frekar illa stödd fjárhagslega og Verdurmen var ljóst að hann gat ekki framið lagabrot í Hollandi. Hann var líka of vel þekktur í Belgíu og í Vestur-Þýzkalandi var hann óæskilegur útlendingur. Þá var að snúa sér að Frakklandi, ef þau áttu að geta krækt í einhverja peninga. Cobi reyndi að fá hann til að hætta glæpaferli sínum og fá sér heiðarlega atvinnu. En hann var ekki á því; hann var svo lengi búinn að lifa á heimsku og titla- snobbi fólks. Hann vildi ná í pen- inga með fljótum hætti og ákvað að gera það í Frakklandi. En heppnin var ekki lengur með honum. Franska lögreglan góm- aði hann, þegar hann var að komast burt með mikið af skart- gripum, sem hann hafði stolið. Franskir dómstólar taka hart á slíkum brotum, sérstaklega þeg- ar það er ljóst að útlendingar koma til Frakklands, beinlínis í þeim tilgangi. Svo að Willie Ver- durmen, sem hefir skreytt sig með svo mörgum titlum, verður í næstu tíu til fimmtán ár aðeins „fangi“. En Cobi hefir ekki misst kjark- inn. Hún hefir fengið sér vinnu í Hollandi, og sparar nú og leggur til hliðar í hverri viku peninga, sem hún ætlar að hafa handbæra, þegar Willie hennar kemur úr fangelsinu. Hún hefir svarið að vera honum trygg og trú. ☆ — Það verður gaman að sjá svefnherbergishúsgögnin, sem faðir þinn gaf okkur! — Þú verður að reyna að sofna, vinur minn, annars naerðu ekki bílprófinu á morgun! 50 VIKAN 27-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.