Vikan


Vikan - 21.10.1971, Blaðsíða 22

Vikan - 21.10.1971, Blaðsíða 22
AKNGRIMUR SIGURÐSSON OG SKULI JON SIGURÐARSON RITA UM FLUGVÉLAR A ÍSLANDI Myndina tók Guðjón Valdimarsson. PIPER COLT Eins og kunnugt er af fréttum fór Shellbikar- keppnin í vélflugi fram ellefta og tólfta septem- ber siðastliðinn, og sá vélflugnefnd Flugmálafélags Islands um keppnina. 1 henni tóku þátt tólf flugmenn. Sigurvegari í keppninni varð Hans Knudsen, sem keppti sem gestur, en sá Islendingur sem stóð sig bezt var Jón E. B. Guðmundsson. Jón flaug flugvél af gerðinni Piper Colt og birtum við hér mynd af henni á flugi yfir Sandskeiði, en þar fór hluti keppninnar fram. Þessi gerð flugvéla kom fyrst fram á sjónarsvið- ið árið 1951 og varð brátt vinsæl. Flugvélin er gerð úr málmgrind, klædd dúk og hefur liundrað og átta hestafla hreyfil. Flugvélin ber tvo menn, ásamt lítilsháttar far- angri og getur flogið allt að fimm hundruð kíló- metrum í einum áfanga. Flughraðinn er um hundr- að og fimmtíu kílómetrar á ldukkustund. Alls eru fjórar vélar til hérlendis af þessari gerð. FEGURÐARDROTTNING IRAFMAGNSSTÓUMM „Þú hefðir ekki átt að inægja þig við svona pakk!“ Þessa setningu og annað í þeim dúr hefur Janette Clemente oft feng- ið að heyra upp á síðkast- ið. En þessi góðu ráð eru heldur seint á ferðinni fyr- ir hana. Ógæfa hennar byrjaði 1968. Janette, þá nítján ára og lífsglöð að því skapi, gift og f jögurra harna móð- ir, yfirgaf eiginmann sinn og hóf líf sem sjálfstæð kona. Til löglegs lijóna- skilnaðar kom ekki — svo- leiðis þekkist ekki á Fil- ippseyjum, Til að gela séð fyrir börnum sínum vann svo þessi fallega stúlka sem söngkona og dans- inær í næturklúbhum Ma- nila, höfuðborgar Filipps- eyja. Hún varð fljótlega vel kunn. tók þátt í nokkr- um fegurðarsamkeppnum og vann verðlaun. Há- marki sínu náði frægð hennar er hún var kjörin „ungfrú Manila“ í einni slíkri keppni, og virtist hún þá jafnvel eiga frama vísan á alþjóðavettvangi. En þá kom heldur hetur habb í bátinn. Janette naut liins ljúfa lífs sém mest hún mátti, skemmti sér og daðraði við fjökla manns og var alltaf umkringd biðlum. Ekki var félagsskapur sá, sem hún lagði lag sitt við, alltaf jafn gæfulegur, eins og nærri má geta þegar um er að ræða Manila, heimsins mestu glæpaborg. Kvöld eitt var liún á randi með tveimur ungum mönnum, og var annar þeirra með skammbyssu á sér. Það vissi Janette að vísu ekki. Þau þrjú urðu samferða úr næturklúhh einum, þar sem hún hafði skemmt. Á götunni lentu félagar henn- ar í illindum við einhverja ókunnuga. Sá með skamm- byssuna tók hana upp og skaut eian andstæðing- anna. Janette neyddist til að flýja með þeim félög- um. Reynt var að stöðva þau, en piltarnir tveir stálu sér bíl og skutu sér braut á brott. Drápu þeir tvo menn í viðhót í þeim viðskiptum. Þau þrjú náðust samt fljótlega og voru handtek- in. Þeim var stefnt fyrir rétt. Til að reyna að bjarga eigin skinni báru báðir fylginautar Janette að hún væri foringi hófaflokks, er þeir tilheyrðu, og hefðu þeir hleypt af byssunni samkvæmt skipun hennar. Janette liélt fast fram sak- leysi sínu — og trúlegast er hún saklaus — en dóm- arinn kvað þrefaldan dauðadóm upp yfir þeim öllum, og átti það að verða þeim óteljandi bófaflokk- um, sem herja Filipps- eyjar, víti til varnaðar. Lögum samkvæmt verður þreföldum dauðadómi ekki breytt, jafnvel forset- inn getur því aðeins náðað dauðadæmda að dómurinn sé einfaldur. Allar bænir og svardagar aumingja Janette urðu til einskis — hún var tekin frá börnum sínum og færð í dauða- klefa í Bilibid-fangelsinu í Manila. Þar hefur Janette nú setið i tvö ár og beðið þess að verða leidd í rafmagns- stólinn, sem Filippseyingar liafa tekið upp að banda- riskri fyrirmynd. 1 klefan- um hjá lienni eru tvö morð- kvendi, og sálgaði önnur mágkonu sinni, en hin eig- inmanni sinum. Hún hefur hjá sér dúkku, sem liún greiðir, klæðir og hirðir Framhald á bls. 46. 22 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.