Vikan


Vikan - 21.10.1971, Blaðsíða 23

Vikan - 21.10.1971, Blaðsíða 23
^Ótrú/egt..! Ajax gerir pvottinn hvitari en nokkru sinni —og fjarlægir a/la bletti Ef þér eigið AJAX í húsinu, þurfið þér ekki annað til að fá drifhvítan þvott — hvítan, eins og hann hefði raunar verið þveginn tvisvar. STORÞVOTTUR I VIÐKVÆM EFNI LEGGIÐI BLEYTI LjH Notið AJAX ( stórþvott og þér sjáið skínandi hvítan þvott. :1 M\ Notið AJAX i viðkvæman þvott, smáflikur úr nælon, oj[on og slíkum efnum og losið yður við leiða, gulleita áferð. Notið AJAX, er þér leggið f bleyti og við forþvott — þá hverfa blettirnir með öllu. SVALLVEIZLAN Framhald af bls. 12. blygðunarlausa kona. Eg greini hana þar sem hún kemur í fjar- lægasta hluta dagstofunnar, og reikar fram að glugganum. Hún er klædd í. morgunslopp, af- skaplega fallega flík, sniðna að japanskri fyrirmynd og úr svörtu og rauðu efni. Mjög ólíkur mínum skærlitu morgun- sloppum, litlum og ljósbláum. Sloppurinn hennar er opinn að framanverðu, og ég sé í lík- ama hennar, og hún minnir mig á amasónu, lausláta valkyrju. Hún geyspar, teygir hendina upp í hárið, og milli fingranna heldur hún á logandi sígarettu. Hún gengur fram að gluggan- um, og ég veit hvers vegna hún gerir það. í gluggakistunni er siminn. Á hverjum morgni um sama leyti, klukkan hálf tólf, hringir elskhugi hennar, sá sem sennilega sér fyrir henni. Að minnsta kosti leiðbeinir sá henni, og gefur henni ráð og notar hana sem tilraunadýr. Hann hringir til að fá nákvæma skýrslu um hvernig hún hefur haft það. Hann er grannur og fölleitur menntamaður. Skegg- laus maður og hefur köld, stál- grá augu. Nú lyftir hún símtól- inu og svarar með ákafa i rödd- inni, rétt eins og skólastúlka sem svarar spurningum kenn- arans. Skólastúlka, nemandi að læra syndina. djöfullegur kenn- ari. Um leið kemur karlmað- ur, sem hún éyddi nóttinni með gangandi til hennar. Hann er nakinn og hefur aðeins hand- klæði um mjaðmirnar. íþrótta- mannslegur og letilegur í senn. Hann grípur eina af hinum mörgu flöskum sem þarna eru, og hellir i sig úr henni. Hugs- ið ykkur! vodka eða viskí klukkan ellefu fyrir hádegi. Síðan gengur hann til hennar og hún er nú hætt að tála í simann, og hann tekur utan um hana. Þau hverfa út gegn- um dyrnar til hægri, sem liggja að baðherberginu. Ég veit hvað þau ætla að gera þar. Þau fara saman í steypibað. En hve allt er frábrugðiS þessu, þegar ég vakna. Maður- inn minn fer að heiman klukk- an sjö að morgninum. Þegar ég vakna er ég alein. Ég ann- ast börnin mín. Enginn hring- ir í mig, og þegar ég er í bað- herberginu kemur þar enginn karlmaður sem tekur um mig, vefur mig í faðm sér og fer Framhald á bls. 35. 42.TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.