Vikan


Vikan - 04.11.1971, Side 6

Vikan - 04.11.1971, Side 6
SÍÐARI HLUTI Nú eru framtíðarhorfur okkar hræðilegar. Við lendum áreiSanlega í pyndingaklefa einhverrar lögreglustöðvarinnar. FLÓTTIFRÁ RÓDESÍU Þá kemur Lee gangandi til okkar. Þrír hundar fylgja hon- um, hungraðir ásýndum. Hann er líka spurður og á honum leitað. Síðan er okkur skipað að halda af stað. Við erum um- kringdir af hundum og lög- regluþjónum og það er vonlaust að reyna að strjúka. Eftir margra kílómetra göngu kom- um við að lítilli byggingu stein- steyptri. Þar inni er skrifstofa, íveruhúsnæði og tveir klefar með grindhurðum. Við erum læstir inni í öðrum klefanum. Lögreglumennirnir fyrir utan tala um okkur. Einn þeirra tal- ar í síma. Það kemur fram að það á að ná í okkur næsta dag og fara með okkur lengra. Þeg- ar hann er búinn að leggja á, fara þeir að tala um föggur okkar. — Þeir voru ágætlega pen- ingaðir, segir einn lögreglu- mannanna. — Vegabréfin gef- um við sennilegast frat í — eitt þeirra að minnsta kosti er falskt! — En peningarnir þeirra koma að góðum notum, segir annar. — Að vísu! En það er hættu- spil. Við gerum eins og ég segi: hendum draslinu þeirra, vega- bréfum og smáklínk í skápinn. Það verður samt sem áður eftir dágóður skildingur til skipt- anna handa okkur! Þvílíkt og annað eins! Lög- reglumennirnir voru þá líka í strokhugleiðingum. Við kom- umst að samkomulagi um að Mark reyndi að kjafta okkur lausa. Hann þekkir best til hreyfingarinnar, sem við ætlum að vinna fyrir. Við köllum til okkar lögregluþjón undir því yfirskini, að sárið á fæti Marks þurfi umbanda við. Hann kem- ur til okkar með öskju, sem inniheldur sáraumbúnað. Einn félaga hans stendur vörð utan við klefann, svo að við förum ekki að taka upp á neinum heimskupörum. Meðan lögregluþjónninn bindur sár Marks, segir sá síð- arnefndi að við séum nokkuð svo mikilvægar persónur. Lög- reglumennirnir myndu ekki tapa á því að sleppa okkur. Lögregluþjónninn svarar engu, en nær í yfirmann sinn þegar hann er búinn að binda um. Sá sest á stól utan við klefann og hlustar. —■ Eins og þið skiljið, segir Mark, - þá á hreyfingin í erfið- leikum með að koma fólki út úr landinu og vopnum inn í það. Ef þið gangið í lið með okkur, fáið þið vel borgað fyr- ir allt, sem þið sleppið í gegn hérna á ykkar svæði. Okkur skilst að þið safnið aurum til að geta sjálfir strokið. Hvers- vegna ekki að græða vel á stuttum tíma og hverfa héðan sem ríkir menn? Foringinn hugsar málið. — Nei, segir hann svo og brosir. — Það er of flókið og hættulegt. Vtð gerum okkur ánægða með það, sem við höf- um upp úr þessu krafsi! Svo hlær hann hjartanlega og fer inn í skrifstofuna. Nú eru framtíðarhorfur okk- ar hræðilegar. Við lendum áreiðanlega í pyndingaklefa einhverrar lögreglustöðvarinn- ar. Þar ólmast þeir á okkur þangað til við höfum viður- kennt allt. Og svo hafa lögg- urnar hérna stolið öllum okkar peningum! Kvöld kemur og nótt. Við höfum fengið einn súpudisk hver og dollu með vatni. Ljós- in eru slökkt, nema hvað logar á daufum lampa utan við klef- ana. Allt verður þögult. Senni- lega eru lögreglumennirnir sofnaðir í sínu herbergi. En hvað gagnar það okkur? Við getum hvergi hnikað járnstöng- unum í glugganum. Og um síð- ir fer okkur að renna í brjóst.. Ég vakna við urg í málmi einhversstaðar fyrir ofan mig. Þegar ég lít upp, sé ég í daufri birtunni hvar einhver stingur járnstöng inn um gluggann. Við rjúkum upp allir þrír og gríp- um í stöngina. Rödd hvíslar eitthvað fyrir utan, Við Lee skiljum ekkert, en Mark svar- ar. Síðan heyrist úti fyrir fóta- tak, sem fjarlægist, og Mark skýrir málið fyrir okkur. Náunginn með stöngina er í 6 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.