Vikan


Vikan - 04.11.1971, Blaðsíða 18

Vikan - 04.11.1971, Blaðsíða 18
er hún orðin glæsikona, fyrirmynd um smekklegan klæðnað og fram- komu meðal léttúðarfullra Parísar- búa. Hún hafði sex manns í þjón- ustu sinni, las Hugo, Eugéne Sué og de Musset, hún umgekkst aðalinn og annað hástéttarfólk, var vel séður gestur í veizlusölum á Fauborg Saint Germain og hún féfletti rík- asta mann Frakk!ands“. Hvernig gat hún skapað sér þenn- an furðulega frama? Það byrjaði reyndar þegar Marie var sextán ára og fór með tveim vin- konum sínum til Saint-Cloud. Þær fóru inn á ódýrt veitingahús nálægt Palais Royal. Eigandi veitingahúss- ins, feitlaginn ekkjumaður, tók strax eftir Marie og töfraðist af fegurð hennar. Hann bauð henni að koma aftur í næstu viku, og þá átti hún að vera ein. Það leið ekki á löngu áður en hún var orðin ástmey hans og hann kom henni fyrir í laglegri íbúð við Rue de 1‘Arcade. I fyrsta sinn á ævinni hafði hún nóg fyrir sig að leggja og innan tíðar kynnt- ist hún lika munaðarlífinu í Paris. Kvöld eitt liitti hún Ferdinand de Monguyon greifa i leikhúsinu og það kvöld yfirgaf hún kaupmanna- stéttina og fluttist yfir til aðalsins. Næsta skref: á dansleik hitti hún hinn auðuga, unga glaumgosa, An- genor de Guiche, sem síðar varð Guiche-Gramont hertogi og að lok- um utanríkisráðherra Napoleons II. keisara. Guiche gerði Marie betra tilboð en greifinn og þau fóru sam- an til hinna glæsilegu baðstaða í Þýzkalandi um sumarið. Það er svo gott sém sannað að með Guiche eignaðist hún dreng, sem var fædd- ur í Versölum 1841. Guiche kom honum strax í fóstur. Eftir því sem enski ævisöguritarinn Joanna Rich- ardson segir, þá hefur þessi sonur hennar náð fullorðinsaldri. „Árið 1869 kom ungur maður, að öllum líkindum 27 ára gamall, til eldri systur Marie Duplessis og bað hana að lofa sér að sjá mynd af Marie. Þegar hann fór, skildi hann nafn- spjald sitt eftir. Á því stóð: Judelet, bókaútgefandi, Tours. Hann var mjög líkur myndirini af Marie.“ Eftir sambandið við Guiche átti Marie Duplessis ótal elskhuga, til að komast fljótar til auðs og frægðar. Eftir því sem franska blaðið Figaro sagði, átti hún hvorki meira né minna en sjö elskhuga samtímis. Þessir sjö herrar sáu svo sameigin- lega fyrir henni og fegnu að launum eina nótt á viku hver. „Þeir sýndu hve samvinnuþýðir þeir voru, með því að gefa henni geysilega skraut- legt snyrtiborð, með sjö skúffum“. Marie Duplessis umgekkst nú fólk, sem var langt frá Latínuhverfinu og hafði engin samskipti við fólkið þar. Að lokum kom hún sér fyrir í glæsi- legri íbúð, nr. 11 við Boulevard de la Madeleine. Forsalurinn var skreyttur sjaldséðum plöntum. 1 móttökusalnum voru húsgögnin úr rósaviði, hægindasófar klæddir Beauvais-vefnúði, skrautmunir úr silfri og geysistórt Pleyel píanó; i borðsalnum var stórt eikarborð með silkidúk, verðmæt gobelinveggteppi og Dresdenarpostulín. í einkaher- bergi hennar var hið fræga snyrti- borð með sinum sjö skúffum og þar voru líka bækur, bundnar í skinn, verk eftir Moliére, Byron lávarð og Abbé Prevost, silki og flauelstjöld og klæðaskápar fullir af fatnaði frá madame Palmyre. En aðalherbergið var auðvitað svefnherbergið, la chambré á coucher. þar sem Marie þjónaði elskhugum sínum, með geysistóru rúmi úr rósarviði, sem stóð á rósóttri gólfábreiðu. Yið vegg- inn andspænis rúminu stóð skraut- leg bronsklukka, skreytt fuglum úr postulíni, — það var sagt að hún hefði verið í eigu madame Pompa- dour. Árið 1844 var Marie tuttugu ára og þá átti hún marga elskliuga. En það var einn ákveðinn maður, sem stóð fyrir öllum munaðinum á Rou- levard de la Madeleine. Marie hafði hitt de Stackelberg fursta við böðin i Bagnéres. Hann hafði verið am- bassador Rússlands í Vín, kvæntur, auðugur og áttræður. Hann var fyr- irmynd að Mauriac hertoga i skáld- sögunni Kamelíufrúin. I sögunni er hann látinn glepjast af Marie vegna þess að hún minnti hann svo á dótt- ur hans, sem var látin, og samband þeirra aðeins platónskt. Dumas sagði samt að það hefði ekki verið raunin: „Sagan um dótturina, sem hertoganum fannst Marie likjast svo mjög, var hrein firra. Greifinn var, þrátt fyrir háan aldur alls enginn Ödipus sem leitað' sinnar Antigonu, heldur mátti frekar likja honum við Davíð konung sem þráði sína Bat- sebu“. Gamli Rússinn horgaði i laumi / alla reikninga Marie, keypti hesta og vagna frá Bretlandi, leigði fyrir hana stúkur í fínustu leikhúsunum i París. En hann var ekki þess megn- ugur að veita henni þá ást, sem hún þráði. Hún varð að leita hennar annars staðar. Frcmstur elskhuga hennar var hinn glaðværi Edouard de Perregaux, sem hafði verið í franska riddaraliðinu i Afriku og var þá meðlimur Jockey-klúbbsins í París. Hann heimsótti hana reglu- lega, þegar Rússinn var líjá konu sinni. Það eru til margar lýsingar af Marie skrifaðar af samtíðarmönn- um, einmitt frá þeim tíma, þegar hún var um tvilugt. Jules Janin minnist þess að hún hafi verið „há- vax!in, mjög grönn, svarthærð og hörundið eins og jarðarber og mjólk. Hún var höfuðsmá og augu hennar minntu á augu japanskra kvenna — en þau ljómuðu af gleði. Varir henn- ar voru rauðari en kirsuber og hún hafði fallegustu tennur i heimi. Hún var eins og stytta úr Dresdenar- postulini“. Þrátt fyrir næturlíf og svall var hún sakleysið uppmálað. Dumas minnist þess, þegar hann skrifar Kamelíufrúna: „Hvernig mátti það vera að lifnaðarhættir Marguerite höfðu ekki afmáð svip hreinleikans af ásjónu liennar, — það verður alltaf óráðin gáta.“ Ennþá greinilegri mynd af Marie, dregur ein leikkonan við Théatre des Variétes, Judith Bernat, upp. Marie var mikill aðdáandi hennar og þær urðu góðar vinkonur. „Hún var óvenjulega aðlaðandi,“ skrifar Judith Bernat í minningum sínum. „Hún var mjög grönn, næst- um horuð, en sérstuklega fíngerð og yndisleg. Andlitið var ávalt og eng- ilblítt, dökku augun blíð og þung- lyndisleg, hörundið ferskt og hárið dásamlegt. Ó, þetta fína, silkimjúka, svarta hár! Þegar leikkonan spurði Marie hvers vegna hún hefði farið út á þessa braut, faldi Marie andlitið i höndum sér, hafði upp eftir henni 18 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.