Vikan


Vikan - 04.11.1971, Blaðsíða 8

Vikan - 04.11.1971, Blaðsíða 8
Meö Farfuglum í Þórsmörk Fjölbreytt og vaxandi starfsemi samtakanna hérlendis MYNDIR: GUÐJÓN GUÐMUNDSSON Úlfar Jacobsen við stýrið. Síðustu helgina í september efndu Farfuglar til hópferðar inn í Þórsmörk, og var það síð- asti leiðangur þeirra út á land þetta sumarið. Um sjötíu manns tóku þátt í ferðinni, fólk á svo að segja öllum aldri, og var glatt á hjalla og stemning frjálsleg og góð, svo sem jafnan mun vera hjá Farfuglum. Far- arstjóri var Guðjón Guðmunds- son, sem hefur verið starfsmað- ur á skrifstofu Farfugla í sum- ar. Þrjá hópvagna þurfti til að flytja allan fjöldann inneftir og stýrðu þeim þeir kunnu öræfa- garpar Bjarni í Túni, Úlfar Jac- obsen og Gísli Eiríksson. Tveir bílanna lögðu af stað úr Reykjavík á föstudagskvöld, og var ekið mestan hluta leið- arinnar í myrkri. Síðasta spöl- inn varð að fara nokkrum sinn- um yfir Krossána, en þótt ak- vegir séu óljósir þar á aurunum og vöð sömuleiðis, þá kom það ekki að sök, því að bílstjórun- um varð lítið fyrir að finna færar leiðir. Á laugardaginn skiptust menn í gönguferðir. Fór mikill meirihluti í Teigs- tungur, að Tungnakvíslarjökli og Krossárjökli, og ók Úlfar Jacobsen þeim leiðangri fyrsta áfangann. Annar hópur gekk á Rjúpnafell. Fjall það mun vera um þúsund metra hátt yfir sjávarmál og er allbratt efst; er þar víða skemmtileg sýn nið- ureftir glufum og gjám, sem kljúfa slakkana, vaxnar mosa í lit svo espandi grænum að sindrar fyrir augum er skamma stund hefur verið á horft. Daginn eftir var enn gengið víðsvegar um Mörkina, enda veður hið besta og sól. Hin gulu litbrigði haustsins voru farin að vera ríkjandi, en gamlir Merk- urfarar kváðust oft hafa séð þau fegri. Kenndu þeir um góð- viðri og frostleysu, en talsverð næturfrost þyrfti til að haustið næði sér niðri á víðikjarrinu og skartaði sínu fegursta. Um nátt- úrufegurð í Mörkinni yfirleitt ætti ekki að þurfa að fjölyrða; það landslag er svo álitlegt að það stæði alveg fyrir sínu, jafn- vel þótt það „héti ekki neitt“. En auðvitað heitir það margt og mikið, eins og íslenzkt lands- lag yfirleitt. Sum örnefnanna eru svo dularfull að menn eru ekki á eitt sáttir um merkingu þeirra; má af slíkum nefna til dæmis Morinsheiði og Slyppu- gil. Við önnur eru sögur tengd- ar, svo sem Sóttarhelli, alldjúp- an en lágan undir loft. Hermir þjóðsaga að þar hafi eitt sinn átján gangnamenn leitað hælis í illviðri, kynt bál sér til hita og lagst til svefns. Tröllkona nokk- ur, sem hélt til á þeim slóðum, kom eitthvað til tals milli þeirra áður, og hallmæltu henni allir nema einn. Þegar sá vaknaði af blundinum voru félagar hans allir dauðir. Hljóp hann þá til byggða og að Hlíðarenda í Fljótshlíð, fékk til liðs við sig prestinn á staðnum og fóru þeir inn í Mörk með klukku úr kirkjunni. Var hún fest upp í hellinum og má enn sjá þar 8 VIKAN 44.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.