Vikan


Vikan - 04.11.1971, Page 10

Vikan - 04.11.1971, Page 10
Lifðu lífinu FRAMHALDSSAGA EFTIR H. SHEFFIELD r N Sextándi liluti ROBERT SÖGULOK V______________________y Já, mér fannst ég vera alger asni. En það hafði mér líka fundizt áður en ég tróð mínu mikla stolti í poka til að leggja að fótum hennar. Við vorum fluttir frá Hanoi í einni flug- vélinni eftir aðra eins og á færibandi og alla leiðina varð mér æ ljósara að ég varð að fá Catherine aftur og sú tilfinning jókst eftir því sem við nálguð- umst Frakkland meir. Ég hafði reyndar enga von, en þörfin var yfirþyrmandi. Söngurinn fylgdi mér — Des Ronds dans l’Eau, eins og verndarengillinn minn væri að brigzla mér í hljóði, svo mér væru mistök mín Ijósari. Eftir öll fagnaðarlætin á flugvellinum í París, þar sem fólkið ætlaði að kæfa okkur í gleðilátum yfir því að hafa heimt okkur úr helju, flýtti ég mér í næsta síma og hringdi til hennar. Símastúlkan sagði mér að hún væri búin að skipta um númer og að nýja númerið væri leynilegt og það fannst mér slæmur fyrirboði: Cather- ine hafði þá séð til þess að ég næði ekki til hennar milliliða- laust. Ég hringdi í lögfræðing hennar, sem greinilega naut þess að vera óþægilegur, sagði í tilgerðarlegum stríðnistón að honum þætti leiðinlegt að geta ekki verið mér að liði, en ma- dame óskaði ekki eftir persónu- legum viðskiptum. Gæti hann orðið mér að liði á einhvern annan hátt? Já, ég sagði að hann gæti fengið lánaða skammbyssu og skotið heila- grautinn út úr hausnum á sér. En ég vissi að húsvörðurinn yrði mér hjálplegur. Hann var alltaf samvinnuþýður, sérstak- lega ef hann gat átt von á ein- hverjum glaðning. Hann sagði mér að Lucie væri í fríi, vegna þess að madame hefði farið í nokkurra daga ferðalag með vinum sínum, Henry og Jac- queline. Ég þurfti ekki einu sinni að múta honum til að segja mér hvert þau hefðu far- ið. Þetta var löng leið. Ég var líka orðinn óvanur að aka bíl, hafði ekki einu sinni keyrt jeppa, síðan áður en ég fór til Vietnam. Ég hafði líka særst svolítið á fæti og varð stirður við aksturinn. En aðaláhyggju- efnið var hvernig ég ætti að koma fram við hana, hvað ég ætti að segja. Og hver var þessi Henry? Var hann vinur Jacque- line? Ég vildi helzt hallast að því og það gat líka vel verið. En hvað gat ég sagt við hana? Komdu strax heim, kona? Nei, það gat ég ekki sagt við Cather- ine, jafnvel ekki þótt ég hefði haft ástæðu til þess. Nei, það eina sem ég gat gert var að bjóða mig fram og sjá hvað skeði. Við vorum raunar ekki gift lengur, ekki lagalega séð, en ég gat endurtekið hjúskap- arheit mitt „í blíðu og stríðu“. Og allan tímann hljómaði söng- urinn fyrir eyrum mínum — ruddist fram ... Ekkert að eilífu stendur þótt æðstan þig teljir í heimi. Minningar mást út og eyðast örlitlar vatnsins gárur ... Höfðu minningar mínar hvarflað frá henni? Var hún hamingjusöm núna — á sama hátt og með mér? Ég minntist þess sem Candice hafði sagt mér, um heimsókn Catherine til hennar. Hafði Catherine raunverulega verið svo sjálf- stæð og örugg, — eða var Cand- ice aðeins svolítið illgjörn? En Candice var alls ekki illgjörn í eðli sínu, hvað sem annars var hægt að segja um hana; hún var aðeins barnaleg og svolítið smásálarleg í eigingirni sinni. Ég efast um að hún hefði túlk- að framkomu Catherine á þann hátt, sem hún gerði, ef Cather- ine hefði verið eitthvað öðru vísi. Hún hefði, án efa, túlkað framkomu hennar á annan veg, til dæmis að Catherine hefði verið niðurbrotin og grátbeðið hana (Candice) um að skila aft- ur manninum sínum. Ef slíkt hefði verið raunin gizka ég á að Candice hefði sagt mér frá heimsókn hennar sama dag. Það var því hyggilegt fyrir mig að gera ráð fyrir að Catherine hefði verið eins og Candice sagði, örugg og sjálfstæð og búin að mynda sitt eigið líf- mynstur... En þar sem mér var ljóst, eft- ir alla þessa mánuði að þrá mín eftir henni var raunveruleg, grundvöllurinn traustur, gat hún þá svo auðveldlega losað sig við minningarnar, gat hún einfaldlega tekið annan í minn stað? Var ég þá raunverulega svo eigingjörn skepna, að ég hafði lagt rangan dóm á mitt eigið gildi sem maður og eigin- maður? Það getur ýmislegt furðulegt skeð — og það gat verið að þessi Henry hennar, ef hann var þá hennar — bæri af mér á allan þann hátt, sem gerði hann áhugaverðari í hennar augum. Þetta varð ég allt að hafa í huga, þegar ég — Ertu kominn hingað til hressingar? spurði hún. — Nei, ég er hingað kominn til að hitta þig. 10 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.