Vikan


Vikan - 04.11.1971, Page 12

Vikan - 04.11.1971, Page 12
SMÁSAGA EFTIR OSCAR WILDE ÞÝÐANDI: GUÐMUNDUR ARNFINNSSON Um nónbil lauk stúdentinn upp glugganum og gægðist út: „Nei, en dásamieg heppni," hrópaði hann. „Hérna er þá rauð rós. £g hef aldrei á ævi minni séð þvílíka rós...“ „Hún sagðist vilja dansa við mig, ef ég færði henni rauða rós!“ hrópaði stúdentinn, „en það er engin rauð rós í öllum garðinum mínum.“ Næturgali, sem sat i hreiðri sinu i eikartrénu, heyrði til hans og gægðist forvitnislega út um laufið. „Það vex engin rauð rós i öllum garðinum minum!“ hrópaði hann, og fögru augun hans urðu tárvot. „Æ, hvað hamingjan er háð smámunum! Ég hef lesið öll rit spekinganna og kafað til botns í leyndardómum heimspekinnar, en nú á að leggja lif mitt i rúst, af þvi að ég á enga rauða rós.“ „Hér hef ég loksins fundið sannan elskhuga,“ sagði næturgalinn. „Ég hef sungið um hann á hverri nóttu, þó að ég þekkti hann ekki; á hverri nóttu hef ég sagt stjörnunum sögu hans, og nú sé ég hann. Hár hans er dökkt eins og hýjacinta og munnur hans rauður eins og rósin, sem hann girnist, en þjáningin hefur gert vanga hans hvíta sem filabein og markað enni hans rúnum.“ „Furstinn efnir til dansleiks annaðkvöld,“ tautaði ungi stúdentinn, „og þar mun stúlkan min verða. Ef ég færi henni rauða rós, dansar hún við mig allt til morguns. Ef ég færi henni rauða rós; fæ ég að halda henni í faðmi minum, og hún mun hvíla höfuð sitt við öxl mína og þrýsta hönd mina fast. En það vex engin rauð rós í garðinum minum, og þess vegna á ég að sitja aleinn og hún mun forðast mig. Hún mun ekki virða mig viðlits, og hjarta mitt brestur.“ „Hann er sannur elskhugi,“ sagði næturgalinn. „Það, sem ég syng um, veldur honum þjáningu; það, sem fær mér gleði, veldur honum sársauka. Ástin er und- ursamleg. Hún er dýrmætari en demantar og dýrð- legri en fegurstu ópalar. Hún fæst ekki fyrir perlur og ódáinsepli og finnst heldur ekki á sölutorgum. Hún er ekki föl hjá kaupmönnum og verður ekki goldin með gulli.“ „Hljóðfæraleikararnir munu sitja í stúku sinni,“ sagði ungi stúdentinn, „og slá strengi hljóðfæra sinna, og stúlkan mín mun dansa við undirleik slaghörpu og fiðlu og prúðbúin glæsimenni munu flykkjast um hana.“ Og hann fleygði sér út af i grasið og fól and- litið í höndum sér og grét. „Já, hvers vegna?“ sagði fiðrildi, sem lét sig svifa á sólargeisla. „Já, hvers vegna?“ hvislaði gæsablómið að nágranna- sinum mjúkri og lágri röddu. „Hann grætur vegna rauðrar rósar“, sagði nætur- galinn. „Vegna rauðrar rósar“? hrópuðu þau; „ó, hvilík fá- sinna!“ Og litla sandeðlan, sem var mesti gárungi hló hátt. En næturgalinn skildi ástæðuna fyrir sorg stúd- entsins, og hann sat þögull i eikartrénu og hugleiddi leyndardóma ástarinnar. 12 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.