Vikan


Vikan - 04.11.1971, Síða 34

Vikan - 04.11.1971, Síða 34
efni til þess. Á OL 1932 voru Tolan og Metclafe t. d. ekki valdir í sveit Bandaríkjanna, þó að þeir væru án vafa beztu spretthlauparar landsins. í boðhlaupinu sýndi Djessí stórkostlegasta hlaup á beygju, sem sézt hafði. Bandaríkja- menn hlupu á fjórðu braut, en ítalia og Kanada á fimmtu og fjórðu. Hann þaut fram úr ítalanum Mariani og Kanada- manninum Richardson og var langfyrstur við fyrstu skipt- ingu. Metclafe jók enn forskot- ið og þeir Draper og Wykoff, sem áður höfðu hlotið tvenn gullverðlaun í boðhlaupi á OL, sáu til þess, að sveit Bandaríkj- anna setti nýtt heimsmet, tím- inn var 39,8 sekúndur. ítalir voru í öðru sæti á 41,1 sekúndu. En Djessi var ekki ánægður, —Var mamma þín ekki heima, elskan? hann hélt því fram, að hann og Metcalfe hefðu náð enn betri tíma, ef þeir hefðu hlaupið 200 m hvor. Fyrir þetta hlaupt hlaut Djessí fjórðu gullverðlaunin, til þess tíma hafði aðeins einn maður hlotið slíka sæmd á ein- um Olympíuleikum, Finninn Paavo Nurmi. Þegar Djessí Owens hljóp var hvert skref, sem hann tók, fágætlega fjaðurmagnað, og hver hreyfing líkama hans eins lipur og létt og hann væri að leika sér, en ekki að keppa. Sérhvert kapphlaup hans var eins og áreynslulaus skemmti- ganga, hann kom næstum bros- andi að marki, rétt eins og hann ætti þraut sína eftir óleysta. Öllum íþróttasérfræðingum bar saman um, að Djessí væri ekki aðeins fljótasti maður heims, heldur væri honum léttast um hlaup allra þeirra spretthlaup- ara, sem um væri vitað. Djessí Owens var á ýmsan hátt ímynd hins sanna íþrótta- manns. Framkoma hans öll bar vitni um glæsimennsku og háttprýði. Hann fagnaði vel- gengni keppinauta sinna, hjálp- aði þeim og leiðbeindi, leið- rétti galla þeirra og afsakaði mistök. Þegar Þjóðverjinn Lutz Long náði sömu stökklengd og hann á OL ‘36, var Djessí fyrsti maðurinn, sem gekk til hans, tók brosandi í hönd hans og óskaði honum til hamingju. Hann átti ekki til mont eða dramb. Einkenni hans voru al- úð, einlægni og bros. Brosandi skrifaði hann í þúsundir vasa- bóka fyrir börn og fullorðna, brosandi stóð hann og sat fyrir hjá ljósmyndurum og brosandi veifaði hann til mannfjöldans, sem hyllti hann, hvar sem hann kom. Hann hafði til að bera fyrir- mennsku og persónuleika um- fram flesta keppinauta sína. Og það er þetta, sem mest er um vert. Afrek er því aðeins hægt að meta, að það sé unnið af drengskap og glæsileik, af mönnum, sem meta manngildi sitt og persónuleika meira en metorð, lof og hylli. Einn þess- ara manna var Djessí Owens, hann var hin sanna fyrirmynd — maður með heilbrigða sál í hraustum líkama. FLÓTTINN FRÁ RÓDESÍU Framhald af bls. 7. um ferðinni áfram. Við höfum fengið með okkur poka með mat. Um miðjan daginn er gróðurinn orðinn þéttari. Það er orðið erfitt að komast áfram. Við erum steinuppgefnir. Við tökum hvíld. Fólk sést ekki, en hinsvegar morar hér allt í öp- um, undarlegum fuglum, eðl- um og slöngum. Allan þennan dag og nóttina með finnst okkur sem við sé- Um inn gengnir í vondan draum. En við lifum nóttina af, og þegar við um morguninn komum ó þjóðvegi ákveðum við að hætta á að reyna að þumla til Beira. Við höfum heppnina með okkur. Eftir nokkra stund ber að gamlan og hrörlegan vörubíl, og situr roskinn herramaður undir stýri, svartur. Hann stöðvar þennan safngrip sinn svo ískrar og hvín í hemlum og við setjumst inn hjá honum. Karlinn talar hrafl í ensku og ætlar til Beira. Við kveðjum hann í þeirri borg miðri og fáum okkur her- bergi á ódýru, sóðalegu hóteli, þar sem við reynum að flikka unn á okkur. Svo förum við út og borðum og kaupum dálítið af fötum í staðinn fyrir drusl- urnar, sem fyrir skömmu voru sæmileg föt en hanga nú naum- ast utan á okkur. Þessi við- skioti gleypa obbann af farar- eyrinum, en við verðum að vera sæmilega klæddir til að hafa einhverja möguleika á að komast lengra. í hafnarhverfimi eru þessir venjulegu barir og krár á hverju götuhorni, ásamt til- heyrandi mýgrút af alfonsum, mellum, smáþjófum og sjó- mönnum. Við leitum að vöru- flutningaskipi með skipstjóra, sem ekki er of forvitinn. Við erum reiðubúnir að vinna fyrir ferðinni til Evrópu. Það tekur á taugarnar að ganga um og spyrjast fyrir, því að hér er margt um óeinkennisklædda lögreglumenn og bresku vega- bréfin okkar eru fölsk. Viku síðar sitjum við svart- sýnir yfir bjór á knæpu einni í hafnarhverfinu. Þá skálmar inn rauðbirkinn gamall sjóræn- ingi með gráan hárflóka og í fötum krumpuðum og stífum af sjávarseltu. Augun eru fljót- andi af langvarandi og mikilli viskíneyslu. Þessi gamli sjóari sest við barinn og pantar ó- blandað viskí og engan ís. Þegar hann hefur slokað í sig helminginn úr glasinu snýr \ hann sér að okkur, segjandi á ensku: — Halló drengir! Hvernig gengur það! Við gefum okkur á tal við „sjóræningjann". Gætum við farið á sjóinn með honum? — Well, ég er með dall sem á að fara vestur um Afríku og koma við hingað og þangað. Ég get brúkað tvo röska stráka á borð við ykkur. Þið fáið mat, dekk yfir höfuðið, fría ferð, ekkert kaup. Ókei? Hann er eins og einn af gömlu þrælaskipstjórunum afturgeng- inn. En við tökum tilboðinu og Harry, en svo heitir karlinn, býður okkur upp á viskí. Það kemur í ljós að hann ætlar alla leið til Kanaríeyja, og það hent- ar okkur ágætlega. Þegar við segjum honum að við eigum engar sjómannsbækur en að- eins bresk vegabréf öskrar hann af hlátri. — Eins og ég fari að gruflá í því! Til hvers fjandans á mað- ur að vera að ganga með ein- hver firn af þessum skeinis- panpír á sér! Hann er óragur, grófur, lík- lega hálfklikkaður og fullur — en vingjarnlegur! Fyrir hádegi daginn eftir för- um við um borð í skip Harrys. Það er tvö þúsund smálesta ryðkláfur. Fljótandi líkkista og fáni Panama á stöng, fyrir þægilegheita sakir. Dallurinn virðist kominn að því að detta í sundur og ég giska á að hann hafi verið byggður í upphafi aldarinnar. Fyrir utan okkur og Harry eru fimm manns um 34 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.