Vikan


Vikan - 04.11.1971, Qupperneq 46

Vikan - 04.11.1971, Qupperneq 46
FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ E6614. MEÐ 4 HELLUM, ÞAR AF 1 MEÐ STIGLAUSRI STLLINGU OG 2 HRAÐSUÐUHELLUR, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFN. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun stýrt með hitasti11i. Sérstakt glóðarsteikar element (grill), stór hitaskúffa, l|ós í ofni. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322 Konu sem spýtir blóði og eyð- ir peningum í óhófi, hundruð þúsundum franka á ári. Það er í lagi fyrir gamlan, auðugan mann eins og greifann. En það er mjög erfitt fyrir ungan mann eins og yður. Það hefur líka sýnt sig að allir mínir ungu elskhugar hafa fljótlega yfir- gefið mig. Eirðarlaust samband þeirra stóð í eitt ár og endaði á þann hátt sem hún hafði sagt fyrir. Eftir að Dumas hafði fylgt henni eftir í samkvæmislífinu, farið með henni á dansleiki, í spilavíti og gefið henni dýrar gjafir, var hann orðinn gjald- þrota. Hann reyndi við fjár- hsettuspil, til að bæta fjárhag- inn, en þá komst hann í skuld- ir. Hann tók lán, en lenti að- eins í klóm okrara. Hann var hræðilega afbrýðisamur út í rússneska greifann og heimt- aði að hún segði skilið við hann. Hún sagðist gera það ef Dum- as greiddi alla reikninga henn- ar. Þá þagnaði hann, bitur og vonsvikinn. En með tímanum versnaði lungnasjúkdómurinn. Hún leit- aði til skottulækna, meðal ann- ars dávaldsins David-Ferdinand Koreff, sem var ákaflega að- laðandi maður en alræmdur fyrir hinar svokölluðu lækn- ingar sínar. Hann hafði stund- að Stendhal, George Sand, hann var kunnugur Heine og Delacroix og Talleyrand kall- aði hann „djöful, sem vissi allt, jafnvel þó nokkuð í læknis- fræði“! En hinar furðulegu að- gerðir gerðu Marie ekkert gagn. Dumas lagði þá fast að Marie að yfirgefa París, þar sem hún gæti lifað heilbrigðu lífi og drukkið geitamjólk. Hún fór með honum út í sveit, en eftir viku var nún orðin dauðupp- gefin á sveitasælunni. Hún sneri aftur til Parísar og eitt kvöldið sagði hún honum að hún vaéri of þreytt til að fara út. Það kvöld sá Dumas nýjan elskhuga koma til Boulevard de la Madeleine. f reiði sinni settist hann nið- ur ög skrifaði henni bréf: Kæra Marie! Ég er ekki nógu ríkur til að elska þig á þann hátt sem ég óska, ekki nógu fátækur til að elska þig á þann hátt sem þú óskar. Við skulum því gleyma: þú — nafni, sem hlýtur að vera þér einskis virði, ég — hamingju sem er tilgangslaus. Það er óþarfi að taka það fram hve sorg mín er djúp, því að þú veizt hve innilega ég elska þig. Svo — vertu sæl. Þú hef- ur viðkvæmt hjarta, svo þú skilur hvers vegna ég skrifa þetta bréf og svo greind að þú fyrirgefur það. Mille souvenirs. A.D. Löngu eftir dauða Marie keypti Dumas þetta bréf á uppboði. Síðar gaf hann Söru Bernhardt bréfið ásamt eintaki af Kamelíufrúnni, en hún lék, eins og kunnugt er, aðalhlut- verkið í leikriti hans. „Þetta eintak bókar minnar er sérstakt í sinni röð,“ skrifaði hann til Bernhardt, „vegna bréfsins, sem þér munuð finna við blað- síðu 212, og er næstum orðrétt eins og bréfið, sem prentað er í bókinni á sömu síðu. Bréfið er skrifað af hinum raunveru- lega Armand Duval fyrir fjöru- tíu árum síðan og er það eina áþreifanlega sem eftir er af þeirri örlagasögu. Mig langar til að þér eigið bréfið, þar sem þér hafið, með snilldarlegum leik yðar, minnt mig á æskuár mín“. Marie Duplessis svaraði al- drei hinu upphaflega bréfi. Hún átti þá aðeins sautján mánuði ólifuð og hún reyndi að njóta hverrar mínútu. Hinn þrítugi Franz Liszt var þá orðinn heimsfrægur og var staddur í París, þar sem hann ætlaði að halda nokkra hljóm- leika. Marie kom einu sinni auga á hann í leikhúsinu. Hún hitti hann í hléinu og kynnti sig fyrir honum. Þau stóðu kyrr í ganginum allan þriðja þátt og töluðu saman. Einn af vinum hans var þarna staddur og sagði að píanóleikarinn hefði verið töfraður af henni, „hann naut þess að tala við hana og hlusta á hinn hljóm- fagra dreymandi titring í rödd hennar". Síðar fékk Marie lækni sinn, sem þekkti Liszt, til að koma með hann í sam- kvæmi til sín. Læknirinn gerði það og Liszt varð síðasti sigur hennar. Liszt kallaði hana Mariettu og þótti innilega vænt um hana. Hún elskaði hann. Einu sinni viðurkenndi hann fyrir ann- arri ástmey sinni að Marie Duplessis hafi verið fyrsta konan sem hann elskaði. Og hann sagði vini sínum og ævi- söguritara, Janka Wohl, að vin- átta hans og Marie hefði verið það dýrmætasta sem hann hafði upplifað í París. Þegar Liszt var að undirbúa eina af tónleikaferðum sínum, skrifaði Marie honum bréf: „Ég veit að ég á ekki langt eftir ólifað. Ég er einkennileg kona, ég þoli ekki þetta líf, sem samt er það eina líf sem ég þekki. Taktu mig með þér. Farðu með mig hvert sem þú vilt. Ég skal ekki verða þér til trafala. É'g sef eiginlega allan daginn. Þú lofar mér kannske að fara í leikhús á kvöldin qg á nóttunni máttu gera við mig það sem þú vilt“. Liszt lofaði henni að taka hana með sér til Tyrklands, síðar á árinu, en þá var hún orðin al- varlega veik Hann fór einn — og sá hana aldrei framar. Eftir þetta leitaði hinn gamli velgerðarmaður og vinur Ma- rie, de Perrgaux greifi, á fund hennar og bað hana að losa sig við alla gömlu elskhugana. Hún svaraði: „Viltu að ég sé órétt- lát? Þú veizt mætavel að það gæti orðið örlagaríkt fyrir fram- tíð mína“. De Perregaux sagði henni þá að hann hefði hugsað sér að kvænast henni. f augna- bliks sjálfsmeðaumkun og hræðslu um að vinirnir færu að reitast af henni, samþykkti hún það og fór með Peregaux 46 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.