Vikan


Vikan - 04.11.1971, Qupperneq 48

Vikan - 04.11.1971, Qupperneq 48
Níðan §íða§t HLIÐARSTÖKK Las Ventas heitir einn stærsti nautaatshringurinn í Madrid á Spáni. Þar eru títt haldin nauta- öt og þykir engum mikið. Ný- lega var haldið þar at sem oftar og þá tók eitt nautið upp á því — eftir að það hafði verið gert hálf sturlað af sársauka og reiði — að stökkva á áhorfendur sem hlógu og bentu að skepnunni. Myndin sýnir þetta mikla stökk en hún sýnir hinsvegar ekki þá fjóra áhorfendur sem létu lífið við stökkið né þann fjölda sem slasaðist meira og minna. Einn þeirra sem horfði á — en slapp — var einræðisherrann suður þar, Fransiskó Frankó. OG KLIFRAÐI NIÐUR ÚRTRÉNU Daniel McDade þurfti að komast frá North Providence á Rhode Island til Niagara í New York yfir helgi ekki alls fyrir löngu. Hann fékk vin sinn, An- tonio Dorazio, 54 ára gamlan, til að fljúga með sig í eins hreyf- ils Piper PA 18. Allt gekk vel á leiðinni norður en á heimleið- inni flaug Dorazio heldur lágt og loftstraumar urðu til þess að hann þurfti í sífellu að lækka flugið án þess að ráða við nokk- uð. Á endanum lenti hann í tré... og sat þar fastur. Þeir klifruðu út á vænginn, þaðan á grein og síðan niður. Eina ó- happið vildi til þegar þeir voru á gangi að nærliggjandi bænda- býli, þá datt McDade um trjá- bol og sneri sig um öklann. SKÍRLÍFISBELTI í TlZKU Á N? Skírlífsbelti komu mörgum dólgnum í klípu á miðöldum og nú er allt útlit fyrir að ástandið sé að færast í sama horf. 1 Englandi er þegar búið að selja 120.000 belti það sem af er þessu ári — flest til Bandaríkjanna. Þá hafa Svíar að sjálfsögðu staðið sig þokka- lega í framleiðslunni og eru númer tvö í röðinni um út- fiutninginn. Beltin eru bæði úr gerð úr járni og plasti og að sjálfsögðu með stórum hengilás, og kosta járnbeltin um það bil 1200 krónur íslenzkar. Ekki eru þó öll beltin notuð í upphafleg- um tilgangi sínum, heldur eru þau fest upp á vegg og notuð undir blómsturpotta, ljós og eitt annað. Þá fara einnig sögur af því, að þau séu góðar rottu- gildrur, en þá er víst eins gott að beltið sé ekki í eiginlegri notkun um leið! 48 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.