Vikan


Vikan - 04.07.1974, Qupperneq 19

Vikan - 04.07.1974, Qupperneq 19
skildi matinn bara eftir á dyra- mottunni.” „Var hann étinn?” spurði Mar- grét kviðafull. „Já.” Rödd hans var enn á- hyggjufull. „En ég er ekki viss um, að Nicky hafi ekki stokkið upp og hnuplað matnum.” „Nei.” Margrét fann að tárin voru að brjótast fram i augun á henni og reiði hennar i garð Ro- berts magnaðist, en áður en hún gat arinað hvort brostið i grát eða hvæst einhverjum skömmum út úr sér, heyrðist vesældarlegt mjáim utan við dyrnar. „Biddu,” kallaði hún i simann. „Ég held hann sé kominn heim.” Hann var kominn. Hann var saddur og vel á sig kominn og i bezta skapi. Hann gekk beint að isskápnum og settist framan vð hann. „bað er allt komið i lag,” sagði Margrét við Robert Carrington. „Þakka þér fyrir að reyna.” Hún hafði það á tilfinningunni, að hann langaði til að segja eitthvað fleira, en Middy var svangur og Robert Carrington ekki. Þegar hann hringdi til hennar um næstu helgi og bauð henni til kvöldverðar fannst henni samt, að hún gæti ekki verið með þessa stirfni við hann lengur, svo að hún þáði boðið, og skemmti sér vel. Og hún þáði lika boð hans um leikhúsferð. Það var kvöldið, sem þau komu heim úr leikhúsinu, að ósköpin dundu yfir. Þegar þau komu að útidyrunum var þeim fagnað með sigri hrós- andi mjálmi. „Þetta er Middy,” sagði Mar- grét. „Mér fannst þetta áþekkt hljóð- unum i Nicky,” sagði Robert. „Halló , Middy,” sagði Mar- grét. „Halló Nicky,” sagði Robert. Þau litu hvort á annað. „Þetta er hann Middy minn,” sagði Margre't, en um leið og hún sagði það, gerði hún sér ljóst, að þetta var lika Nicky Roberts. Middy var tviefldur eins og Percy Mason. „Vitleysa, elskan, þetta er Nicky.” Robert beygði sig niður og tók Middy upp. Middy leit kviöafullur á Margréti um leið og hann kom sér þægilega fyrir i fanginu á Robert. „Þarna sérðu,” sagði Robert. Margréti blöskraði vissa hans. „Þú gefur honum ekkert tækifæri til að velja,” sagði hún, „með þvi að halda honum svona. Robert sleppti kettinum, sem TTT gréti og beint að isskápnum i eld- húsinu. „Allt i lagi,” sagði Margrét, sem var ákveðin i þvi að vera á- kveðin, en sanngjörn, jafnvel þó Robert yrði það ekki. „Hver á þennan kött?” Robert gekk að mánaðavisin- um á veggnum og fletti aftur á bak. „Ég er búinn að eiga hann siðan i byrjun mars.” Margrét brosti. „Ég hef átt hann siðan i febrúar.” „Geturðu sannað það?” spurði Robert. „Ha — nei!” Margréti brá litið eitt við. „Nei, guðvitað get ég það ekki.” „Attirðu hann, þegar hann var kettlingur?” spurði Robert. Margrét hélt, að hún væri sigr- uð. Svo datt henni allt i einu snjallræði i hug. „En þú?” „Nei.” „Hvernig fékkstu hann?” „Hann — hérna — hann kom.” Það, sem verða áttu formlegar og sanngjarnar viðræður, varð að rifrildi. Margrét spurði Robert æst að þvi, hvernig hann gæti haldið þvi fram, að hann ætti kött, sem hefði komið fullvaxinn til hans i endaðan febrúar og Robert spurði hana hins sama. „Hann var heimilislaus,” hróp- aði Margrét. „Hann leitaði ásjár hjá mér.” „Svo að hann var villtur! Hvernig veiztu, að hann villtist ekki til min?” „Ooqoo!” Margrét stökk á fæt- ur. „Þú ert andstyggilegur.” Svo hljóp hún að dyrunum og opnaði þær. „Middy!” Middy hljóp á eftir henni. „Nicky!” kallaði Rqbert um leið ogMargrét ætlaði að skella hurðinni* Nicky sneri sér við og lenti milli tveggja elda i dyrunum. Þau krupu bæði á dyramott- unni, Robert náfölur, Margrét með tárin i augunum. Kötturinn sat milli þeirra og hélt uppi ann- arri framlöppinni. „Ég held hún sé brotin.” „Við verðum að fara með hann til dýralæknis.” „Það er einn hérn^ skammt frá. Ég fór með hann til hans i mars.” „Ég lika. Nei. Það var i febrú- ar.” Reiðin varð hræðslu Margrétar yfirsterkari. „Ég trúi þér ekki.” „Við skulum spyrja dýralækn- inn.” „í rauninni,” sagöi dýralæknir- inn, þegar hann rannsakaöi Middy/Nicky, „á frú Nicholson á horninu hann. En hann þoldi ekki við hjá henni, eftir að hún fékk sér hundinn.” Þau litu skilningslaus á hann. „Ég sagði henni, að kettinum liði vel,” sagði hann glaðlega. „Ég þekkti hann, þegar þið kom- uð með hann til min. Henni er sama, þó að hún láti hann frá sér. Hún vill frekar hafa hundinn.” Hann sagði þeim, að hann hefði ekki skrifað niður, hvenær þau höfðu komið með Middy/Nicky áður, svo að eignarrétt þeirra treysti hann sér ekki að skera úr um. Hann var lika ungur maður og þóttist sjá, að þess yrði ekki langt að biða, að þau rugluðu saman reitunum hvort sem væri. neri sér upp við hann um leið og hann var kominn á gólfið. „Þarna sérðu,” sagði hann og stakk lyklinum i skráargatið. „Ég á hann!” Það leyndi sér ekki, að Nicky ætlaði að fylgja Robert. Margrét lagði af stað upp stigann með tár- in I augunum. Dyrnar á annarri hæð lokuðust að baki karlpeningsins, sem hún var farin að hafa mætur á. Klukkustund seinna, þegar Margrét ætlaði að fara að hátta, heyrði hún þrusk við dyrnar. Hún opnaði þær og Middy stökk inn. Hún hljóp að simanum og hringdi til Roberts. „Middy er hérna,” sagði hún, tilbúin að heyra, að Nicky svæfi svefni hinna réttlátu á náttfötun- um hans — en Robert hafði sagt með nokkru stolti, að sá væri vandi hans. „Jæja?” sagði Robert önugur. „Hvar er Nicky?” spurði hún áköf. „Hann bað um að fá að fara út fyrir fimm minútum,” sagði Ro- bert. Tveimur dögum seinna stakk hún miða i póstkassann hans og fór fram á að hitta hann. Hann svaraði henni i sömu mynt og sagði, að næsti fridagur hans yrði laugardagurinn og hún mætti koma þá, ef hún vildi. Margrét fór niður með Middy i fanginu. „Getum við ekki orðið sam- mála um, að bara sé um einn kött að ræða?” sagði hún. „Nicky,” sagði Robert. „Matur.” Middy stökk úr fanginu á Mar- 27. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.