Vikan


Vikan - 04.07.1974, Qupperneq 20

Vikan - 04.07.1974, Qupperneq 20
— Ja... ég myndi nú ekki setja þaö fyrir mig. En... já, ég veit að það kemur mér ekki við, en hvað haldið þér að frú Cannon segði? Þetta bar tilætlaðan árangur. — Mér þykir að visu ósk'öp vænt um frænku mina, sagði herra Tomlinson mikillætislega. — En hún er ekki neinn dómari minna gjörða. Viltu gera nauðsynlegar ráöstafanir. Celia var fljótt lipur við ritvél- ina og gat farið að veita félögum sinum athygli. Hún gat að sjálf- sögðu ekki skipað þeim i hópá, en henni var ljóst að þau heyrðu til annarri veröld en hennar og enn- þá siður þvl fólki, sem þau herra Tomlinsons og frú Cannon voru komin af. Og þegar einn af ungu mönnunum bauð henni upp á drykk að loknum tima, þáði hún það með þökkum. Hann hét Willis Lámbert og meðan þau sötruðu úr glösunum, sagði hann henni, að hann væri nemi i tryggingafyrirtæki: hann sagðist vona að hann yrði settur i tjónamatmeð timanum og að það væri betri horfur á að komast á- fram, með þvi að fara á verzl- unarnámskeið. Celia horfði niður, meðan hann iév móðan n.ása, en út undan sér horfði hún á skyrtuliningarnar hans og digran gulihring með demantsbroti, sem hann bar á litla fingri. Það var auðséð á höndum Willis Lamberts, að hann hafði aldrei unnið erfiðisvinnu. — Raunar, sagði Celia, — en það var orö, sem stúlkurnar á Stevenson heimilinu notuðu mik- ið, — geri ég ekkert sérstakt eins og er, ég er bara að lita i kringum mig. Hún lyfti höndinni, til að slétta hárið, sem var vandlega greitt. — En það ætti ekki að skaða, að kunna vélritun. — Það er mjög gott, ef maður vill fá skrifstofustörf, sagði Willis Lambert brosandi. Hann benti á glasið hennar. — Ljúktu úr glas- inu, svo fáum viö okkur aftur i glösin, það veitir ekki af, til að létta á spennunni i fingrunum. — Þakka þér fyrir, en ég hef ekki tima, ég er orðin of sein nú þegar sagði Celia. — Við sjáumst þá á fimmtu- dagskvöldið, sagði Willis og það var greinilegt, að hann átti við, að þau hittust eftir tfmann. Herra Tomlinsons ákvað að fá frú Meggs til að koma þrisvar i viku, svo Celia hefði meiri tima til vélritunar og hann leyfði henni að nota vélina i skrifstofunni. En það var eins og frú Canhon hefði einhvern innbyggðan radar, hún var strax komin á vettvang. Hún heilsaði Celiu lauslega, þegar hún opnaði fyrir henni og augnaráð hennar var kuldalegt og svo strunsaði hún út á svalirn- ar, þar sem frændi hennar sat með sjónaukann sinn þessa stundina. Hún kom þjótandi niður nokkru siðar, rjóð i kinnum og rödd henn- ar var isköld. — Það er sannarlega heppilegt fyrir þig, Celia, að frændi minn kostar þig á námskeið og ekki sið- ur hentugt fyrir frú Meggs, sem fær þarna meira að gera. Ég vona bara, að Fowler lækni sé kunnugtum þetta, að hann athugi hvort frændi minn þolir þessar breytingar. Celia sagði,ósköp rólega: — Já, læknirinn veit um það, frú Cann- on. — Jæja? Þá er bezt að ég tali utan i þann mann, sagði frú Cann- on. — Það gæti verið að Fowler lækni sé ekki nógu vel ljóst hvað... Já, var ég ekki með regnhlif? Þegar dyrnar lokuðust að baki hennar, hélt Celia áfram við störf sin, hin rólegasta. Fowler læknir, sem kom i heimsókn aðra hvora viku, var einmitt ánægður með þetta fyrirkomulag og talaði hlý- lega vib Celiu um hvað þetta gerði gamla manninum mikið gott. Hann sagði að vinnugleðin hefði betri áhrif en nokkurt lyf og hann sagði að karlinn væri við beztu heilsu. Herra Tomlinson nefndi ekki heimsókn frænku sinnar á nafn, en sagði við Celiu: — Látum okk- ur nú sjá, hvert vorum við kom- in? og henni fannst það vera eins og hann væri að leggja áherzlu á samkomulagið þeirra á milli. Þetta fékk hún ennþá betur stað- fest nokkrum kvöldum siðar, seint i desember. Willis Lambert hafði verið f jar- verandi og Celia kom heim fyrr en hún var vön. Þegar hún opnaði meö lyklinum sinum, stóð hún andspænis laglegri, gráhærðri konu um sextugt og herra Tom- linson var að klæða hana i káp- una, mjög viðkvæmnislegur. Hann hrökk svolitið við, en lét samt ekki á þvi bera og sagði: — Eleanor, þetta er ungfrú Brett Ég var búinn að segja þér hve mjög hún er mér hjálpleg. Celia, þetta er frú Ellwell, mjög góð vinkona min. Ráðskonurnar tvær, sú núver- andi og sú fyrrverandi, iitu bros- andi hvor á aðra. Celia fiýtti sér fram I eldhúsið, þar sem hún tók til handargagns tvö glös, sem greinilega höfðu verið notuð undir portvin. Þegar hún var búin að slökkva i eldhúsinu og á leiðinni upp til sin, rakst hún á herra Tomlinson i anddyrinu. Þau sögðu aðeins: — Góða nótt, Celia. Gekk þér vel i kvöld? og hún svaraði: — Já, herra Tomlin- son, þakka yður fyrir. Góða nótt. Það hefði þurft mjög athugulan mann, til að sjá skilningsrikt augnaráð þeirra beggja. Willis Lambert komsj á fætur eftir inflúensuna og þau Celia fóru á veitingahúsið að venju. Fleiri fóru að slást I hópinn. Ted Vanney látlaus piltur, dá- litið bólugrafinn og fljótur að roðna: Betty Schirm var með stór blá augu, mjög dökkar augnbrún- ir og alltof rauðan munn. Hún sagði, þegar þjónninn var farinn, eftir að hafa tekið við pöntun þeirra: — Það er skritið, ég hefi ekki séð þig fyrr. — Þú hefur nú liklega gert það. — Nei, ég myndi örugglega muna það, sagði Betty Schirm og virti Celiu nákvæmlega fyrir sér, eins og hún væri leynispæjari. — Býrðu I einni af þessum nýju þá yröi hún annaðhvort að hætta á námskeiðinu eða.... Herra Tomlinson bjargaði þessu máli fyrir hana með þvi að Herra Tomlinson var samt kominn á fætur næsta morgun, en það breytti ekki þeirri hugmynd, sem Celia hafði fengið. einhleypingsibúðum i nágrennin- u? — Ég bý heima, sagði Celia. — Jæja? Þú hlýtur þá að eiga heima hér nálægt, þvi að ég hefi aldrei séð þig I lestinni. — Já, ekki svo langt héðan sagði Celia rólega, en hún gleymdi samt ekki þessu frekju- lega augnaráði stúlkunnar. Ef Willis kæmist að þvi, að hún væri vinnukona hjá herra Tomlinson, fá slæmt kvef. Celia færði honum matinn i rúmið. Þegar hún kom niður aftur, var hún ein á báti. Hún lagði á borðið fyrir sig eina, eins og hún gerði venjulega fyrir húsbónda sinn: það hvarflaði að henni, að ef einhver kæmi óvænt i heimsókn, mætti auðveldlega ætla, að hún væri að borða þarna ein, vegna þess að hann gamli... frændi hennar væri lasinn i rúm- inu. BRE Fowler læknir sagði, að i nokkra daga hefði hann óttast um lif vinar sins. Frú Cannon, sem aldrei hafði ómakað sig til að vita nafnið á þeirri konu, sem gat haft áhrif á arf hennar, þóttist verða hissa, en sagði ekki neitt. 20 VIKAN 27. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.