Vikan


Vikan - 04.07.1974, Side 34

Vikan - 04.07.1974, Side 34
Rósa gekk aö rúminu, tók af sér skóna og lagöist niöur. Elgur renndi augunum til hennar. — Þegar klukkan er oröin ellefu veröur hér eins og i bakar- ofni. Þú veröur aö fara úr meiru^ annars vaknaröu bullsveitt. Hún fann til einhverrar sigur- gleöi gagnvart honum og brosti til hans. — Þú viit gjarnan láta mig fara úr sem mestu? — Þú ert alltaf viö sama heygaröshorniö, Rósa. Mér er fjandans sama, hversu mikiö eöa lltiö þú ert klædd. III. Hús Molinehjónanna stóð I brekku, sem lá upp frá bænum norðanmegin, og var skógi vaxin efst. Þaö var viö ósteinlagöan stig sem lá út frá aöalgötunni. Þetta var hvitmálaö, rúmgott hús meö stórum yfirbyggðum forskála. Þarna voru hávaxnir eitur- sveppir ,sem vörpuöu skugga á húsiö og svo grasblettinn, sem var orðinn brúnn af ágústsólinni. Moline læknir hafði lagt hart aö sér til þess að kaupa þetta hús handa Rósu, og hún haföi aldrei haft þá ánægju af þvi, sem hann hafði búizt viö. En sjálfur kunni hann vel við þetta hús með stóru herbergjunum, sem voru bæði loftgóö og björt. Rósa haföi sýnt af sér mikla skrautgirni, þegar fariö var aö innrétta húsiö eftir hennar smekk og honum þótti meira i þaö variö vegna þess, aö hún haföi ráöiö öllu um þaö. Hann stöövaöi bilinn og steig út og horföi á húsiö og haliandi gras- blettinn. Þetta var allt svo fallegt I kvöldbirtunni. Þegar hann gekk eftir hellulagöa stignum yfir grasblettinn, fann hann enn til ánægju fyrir afrekum dagsins og furöaöi sig á þvi, aö þreytan var sama sem horfin. Meöan hann striddi viö frú Sorren, haföi hann næstum gleymt verknum undir siöunni, og fann hann nú ekki lengur. Nú var hann svangur og honum fannst hann vera búinn að vinna fyrir þvi aö mega setjast niöur viö eigiö borö og fá sér al- mennilega i svanginn. Þegar hann kveikti ljósið I framstofunni, sá hann, að hann var ekki einn þarna I húsinu. Tengdafaöir hans sat þarna, stirölegur og ólundarlegur. Hann var i slitnum rykfrakka, óhreinum gallabuxum og I leður- stigvélum. Skyggniö á bláu ullar- húfunni var niöri i augum. Veöur- bariö andlitiö var næstum oröiö svart, og þung augnlokin héngu niður fyrir augu. — Halló, Skuggi! Anægjan og velliöanin, sem læknirinn haföi fundiö til, var snögglega horfin. Hann gat aldrei skiliö þennan geðvonda fööur konunnar sinnar, hann Gus Ballou, og enda þótt hann reyndi aö finna hlýju til hans, þá mistókst það alltaf. Ballou kom þarna oft og gekk inn óboöinn, rétteins og hann ætti þar heima. En hann vildi aldrei tala viö lækninn, heldur beindi hapn öllum oröum sinum til dóttur sinnar. Moline læknir haföi talað viö Rósu i fyrsta sinn, þegar hún kom með fööur sinn til hans, út af einhverjum magakvilla. Þá var Moline nýkominn til borgarinnar og hafði verið vonglaöur og fuliur löngunar til aö veröa duglegur læknir. Eftir nákvæma rannsókn, haföi hann fariö meö gamla skógarhöggsmanninn ispitalann i Ashwood, og skoriö hann þar upp. Hann haföi skorið burt meinsemdirnar og nokkuö af maganum. Þetta hafði veriö fyrsti og siöasti vandasami uppskuröurinn hans. En haíin haföi tekizt vel og maginn haföi komizt I lag aftur. SvæfiBgar- maöurinn og aöstoöarlæknirinn höföu orðiö hissa aö heyra, aö HANDAN Vffi 34 VIKAN 27. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.