Vikan


Vikan - 18.07.1974, Blaðsíða 11

Vikan - 18.07.1974, Blaðsíða 11
taka pilluna, geta þær þá orðið ófrjóar? 3. Hvenær kemst manneskja fædd i október á böll? Ég meina auðvitað manneskja, sem verður 16 ára i október. Er miðað við daginn? Er það svoleiðis i Reykjavik? 4. Af hverju fær maður martröð? 5. Hvernig er fljótlegast að losna við vörtu á hendi? 6. Hver er bezta aðferðin við að ná sér i strák? Ég meina, hvað bitur bezt á þá? 7. Lestu einhverja skapgerð úr skriftinni eða stafsetningunni? Jæja, nú ætti að vera komið nóg. Mér þætti vænt um, ef þú gætir svarað þessu sem fyrst. 1. Sei, sei, nei, sósialismi og kommúnismi er sko ckki það sama, en ég legg ekki i að útskýra fyrir þér muninn i stuttu máli. )>að mundi áreiðanlega stuða ein- hvern rétttrúaðan. Kynntu þér þctta sjálf af bókum og blöðum. 2. Nei, en þær þurfa alla vega lyfseðil frá lækni, og hann lætur ekki slik lyf I té, nema að athug- uðu máli. 3. Aldurstakmarkanir eru alltaf miðaðar við afmælisdaginn, svo að ef þú vilt fara á ball, sem bannab cr innan 16 ára, þá verð- urðu að bíða fram I október. 4. Martröð geta menn t.d. feng- ið, ef þeir hafa legið I óþægilegum stellingum. Einnig geta melt- ingartruflanir eða einhvers konar vcikindi haft þessar afleiðingar. 5. Farðu sem fyrst til læknis með vörtuna þina, láttu þér ekki koma til hugar að krukka neitt i hana sjálf. 6. Eitt bitur á þennan og annaö á hinn. Sumir vilja bara sætar stelpur, aörir lfta fyrst á vöxtinn, enn aörir kæra sig kollótta um einhverja galla I útliti og vilja hafa sina með eitthvað pinulitið I kollinum. 7. Skriftin bendir til þess, að þú viljir endilega reyna að bjarga þér sjálf. (Og þá hlýturðu að vera einfær um að krækja þér I strák. Hversu þungar? Kæri Póstur! 1. Ef maöur er 1.61 m á hæð, hvað á maður þá að vera þungur? En ef maður er 1.72? 2. Hvaða stjörnumerki passa bezt við bogmanninn? 3. Er pillan 100% örugg? 4. Er hollara að reykja en drekka? 5. Hvað lestu úr skriftinni? Tvær I bogmanninum. 1. Það fer nú dálltið eftir vaxtarlaginu almennt, en aöal- atriðið er að samsvara sér vel. En til þess aö miða við eitthvað, er ágætt að taka sentimertrafjöld- ann, sem fer yfir metrann, draga eins og 10 frá þeirri tölu og fá þar með út hæfilegan þunga I kilóum. 2. Hrútur, tviburi, krabbi, vog, sporðdreki, bogmaður og vatns- beri. 3. Já, éf hún gleymist ekki! 4. Hvorugur kosturinn er góður og aldeilis útilokað að tala um hollustu I þessu sambandi. 5. Draumlyndi. Meira popp Kæri Póstur! Ég er alveg vitlaus I popp. Er ekki hægt að hafa meira af sliku i Vikunni. 3M-músik með meiru er ágætur þáttur, en ég vil fá meira. Getið þið ekki séð af fjórum sið- um undir popp? Poppari. Nei, við getum ekki séð af fjór- um siðum undir popp. Þú verður að láta þér þetta nægja I bili að minnsta kosti. Canon Ef þér kaupið Canon- vasavéh þá er ekki tjaldað til einnar nætur. Sendum í póstkröfu Einkaumboð/ ábyrgð og þjónusta. varahlutir, Skrifvélin Suðurlandsbraut 12, simi 85277. Gefið barninu leikföng, sem hvetja hug og hönd. Sendum í póstkröfu. VÖLUSKRÍN Sérwrslun með \>rosk.aleíkfóng og barnabœkur, Laugavegi 27, Reykjavík, ísland. ðími: 15135. 29. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.