Vikan


Vikan - 18.07.1974, Blaðsíða 47

Vikan - 18.07.1974, Blaðsíða 47
Að leika við börn Þegar Sonja var fjögra ára, lenti hún i alvarlegu urhferðar- slysi. Foreldrar hennar særðust illa, en hún sjálf slapp ómeidd á einhvern undarlegan hátt og var falin í umsjá ömmu sinnar. Vita- skuld lögðu allir sig fram um að fá Sonju til þess að' gleyma slys- inu eins fljótt og kostur var. Og það var greinilegt, að henni veitt- ist það auðvelt. Hún hló og var kát eins og ekkert hefði gerzt. Þremur árum seinna var Sonj^ farin að ganga i skóla og allt i einu fór að bera á miklum ein- beitingarskorti hjá henni. Brátt kvað svo rammt að þessu, að for- .eldrar hennar leituðu aðstoðar barnasálfræðings. Sálfræðingur- inn lét Sonju ekkert gera nema leika sér i fyrsta viðtalstimanum. Hann fékk barninu alls konar leikföng: brúður, húsgögn, hús og bfla. Likt og svefngengill tók Sonja brúðurnar og bilana og lék — slys. TIu fyrstu viðtalstimana lék hún sér alltaf á þennan sama hátt. Eftir það fór hún að leika sér aðfleirileikföngum,hættiað likja eftir slysum — og um leið fór henni að ganga betur i skólanum. Sonja var alheil. Hún hafði unnið bug á hræðslunni og gat gleymt henni. Leikurinn er bezta lyf sálarinn- ar, sagði Anna Freud, dóttir Sig- munds Freud. Á lækningsstofu sinni i London lét hún sálarlega vánheil börn einfaldlega leika sér að eigin geðþótta og eftir nokkurn tíma fór hún að leiða leikinn. Anna Freud taldi, að börn gætu ekki talað sig frá alvarlegum á- föllum á sama hátt og fullorðnir geta oft gert, heldur væri þeim eiginlegt að leika sig frá þeim. Og að barn sé orðið sjúkt, þegar það hefur glatað hæfileikanum til þess að tjá sig i leik. Enn þann dag i dag beita barnasálfræðingar mörgum sömu aðferðum og Anna Freud. Og foreldrar geta lika margt lært af aðferðum hennar. Foreldrar eru vitaskuld engir sérfræðingar i barnasálfræði, en þeir hafa eitt fram yfir sálfræð- ingana. Þeir þekkja barnið sitt og eru öllum öðrum færari um að hjálpa þvi, vegna umhyggju sinn- ar fyrir velferð þess. Og það er engin þörf á sálfræðingi til þess að gera sér grein fyrir minni hátt- ar vandamálum barna og hjálpa þeim við að leysa þau. Sá sem fylgist með barni í leik getur margt af þvi lært. Fjögra ára barn leikur kannski viðhafnar- mikla jarðarför dögum saman og losar sig með þvi við hræðsluna af að sjá litinn fugl lenda i klónum á ketti út um gluggann. Dæmi um það, hvernig foreldr- ar geta hjálpað barni sinu við að leysa vandamál þess: Karl litli, sem er sjö ára, er mjög uppburðarlitill (eða frakk- ur) eftir að litla systir hans fædd- ist. Með hátterni sínu tjáir hann ekki einvörðungu afbrýðisemi sina, heldur einnig þörf fyrir bliðu. Þegar hann var svona litill, vann móðir hans úti og gaf sér lit- inn tima til að sinna honum. For- eldrar Karls þurfa að leyfa hon- um aö leika smábarn við og við. Það er hvorki kjánalegt né barna- legt af móður hans að taka hann stöku sinnum i faðminn og láta vel aö honum eins og ungbarni, þvi að með þeim hætti hjálpar hún honum bezt. Karl leikur litið barn og i leiknum verður hann að- njótandi þeirrar bliðu, sem hann skortir. Og smám saman hættir hann að þurfa á þessum leik að halda, þvi að hann er orðinn stóri drengurinn á heimilinu. Það er lika góð regla að leyfa börnunum að leika brúðuleikhús og aðalpersónurnar i brúðuleikj- unum þurfa ekki alltaf að vera ræninginn og konungurinn. Til dæmis er hægt að leika skólann og sunnudagsheimsókn hjá Gunnu frænku I brúðuleikhúsi. Þegar hlutverkum hefur verið skipt, segir barnið margt, sem það þorir annars ekki að segja — það talar um ýmsa erfiðléika og bendir á misskilning, sem það hefur orðið fyrir. Oft getur þaö verið harla erfitt fyrir foreldra að heyra dóminn, sem þeir fá, þegar barnið leikur pabba eða mömmu, en þeir verða að heyra hann, ef þeir vilja hjálpa barninu sinu. Cteara8il J fHjukshampoo j %. i&agstsJJ. I Auðvitað viltu gera eitthvað ef fílapenslar eða bólur myndast á húð þinrti, og það get- ur þú. Þú mátt þó ekki halda að þú getir losnað viðóþægindin á einni nóttu, það er óhugsandi. En með CLEARASIL og smá þolinmæði nærðu.góðum árangri. sköljmede1 Clearasil hjálpar þúsundum unglingum um allan heim / nskTVéi ■ .1 W 9 CIoucogíL wm 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.