Vikan - 18.07.1974, Blaðsíða 37
þvo upp'. Hann gekk til hennar.
j — Þér reynduð að taka barniö,
var ekki svo?
Gamla ljósmóðirin þerraði
hendurnar & svuntunni og sagði:
— Ég náði einu sinni til hans, en
hann bifaðist ekki. Ég gat ekki
náð almennilegu taki.
— Og með enga hanzka? Ber-
hént?
Konan leit beint i augun i hon-
um. — Ég haföi enga hanzka. Þér
voruð ekki hérna. Einhver varð
eitthvað að gera.
Hann hopaði á hæl. — Auðvitað.
Þér hafið auðvitað gert yðar
bezta.
Sorren kom út úr svefnherberg-
inu og lokaði á eftir sér. Hann
starði hræddum augum, náfölur.
Allir unglegu drættirnir i andliti
hans voru horfnir, og hann leit út
eins og gamalmenni.
— Mildred er veik. Afskaplega
veik.
— Henni batnar. Hann reyndi
að vera hressilegur, en sá, að það
hafði engin huggandi áhrif á svip-
inn á Sorren,
— Hún er brennheit viðkomu....
— Það er bara imyndun hjá
•þér. Þú þarft bara að sofa. Hann
gekk fram hjá verkamanninum
og inn i herbergið.
Moline læknir sá þaö, sem hann
hafði búizt við. Konan lá eldrjóð
og hreyfingarlaus. Hann gekk að
rúminu og tók um úlnliðinn á
henni, en sleppti honum fljótlega
aftur. Hve tið sem æðaslögin
kynnu -að vera, var þetta að
minnsta kosti slæmt.
Og með hressilegheitum, sem
hann vissi, að litu bjánalega út,
sagði hann: — Svo þú ert að plata
mig, Mildred.
Hún opnaði augun ofurlitið og
setti upp veiklulegt bros.
— Hvernig liður þér? Ekki sér-
lega vel?
— Mér er illt...Ég er alveg að
brenna upp.
— Þú hefur nú átt börn áður.
Það er aldrei neinn hægðarleikur.
— En i fyrri skiptin batnaði mér
alltaf.
Sorren gekk að lækninum og
lagði höndina á handlegginn á
honum. — Henni batnar, er það
ekki? Nú þegar þú ert kominn,
verður allt i lagi.
— Já, áreiðanlega...Hann beit á
vörina áður en hann hélt áfram.
Það var alltaf leiðinlegt og erfitt
að ljúga. — Ég fékk skyndikall út
i sveit. Það var einn af þessum
þýzku bændum. Þessvegna komst
ég ekki hingað fyrr.
Hann stakk hitamælinum undir
tunguna i Mildred. Hann fékk fyr-
ir hjartað þegar hann horfði á
mælinn. Kvikasilfrið var komið
upp 1 40 stig. Hann flýtti sér að
hrista hann niður. — Þetta er ekki
sem verst. Ekki eins slæmt og ég
hélt. Fullorðið fólk var að dauða
komið með svona hita. — Ég hef
einhverjar pillur — súlfapillur.
Eftir svo sem tvo klukkutima för-
um við að sjá breytingu. Og þá
getur góður svefn komið að miklu
gagni. Hann klappaði á öxlina á
Sorren. — Vertu ekki svona niður-
dreginn, kall minn. Fólki getur
liðið fjandalega stundum, en
likaminn getur gert kraftaverk
með að láta sér batna.
Samkvæmt beiðni læknisins,
kom Sorren með vatn. Læknirinn
hristi fram súlfatöflu og hélt svo
upp höfðinu á frú Sorren meðan
hún drakk.
— Eina á þriggja stunda fresti
seinnipartinn og i nótt. Ég lit inn
einhverntima i kvöld. Hann fékk
Sorren glasið.
— Þú varst i gær eitthvað að
tala um blóð...
— Það er rétt, en ég hef bara
ekki getað náð i það enn. Ég ætl-
Með Heimilistryggingll er innbú yðar m.a. tryggt gegn eldsvoða. eldingum.
sprengingu, sótfalli, snjðskriðum, aurskriöum, foki, vatnsskemmdum, innbrotsþjófnaði o.fl.
I Heimilistryggingu er innifalin ábyrgðartrygging fyrir tryggingataka maka
hans og ógift börn undir 20 ára aldri. enda hafi þessir aöilar sameiginlegt lögheimili.
Tryggingarfjárhæöin er allt að kr. 1.250.000,- fyrir hvert tjón.
I Heimilistryggingu er örorku- og dónartrygging húsmóður og barna yngri
en 20 ára, af völdum slyss eða mænuveikilömunar. Örorkubætur fyrir húsmóður og börn,
nema kr. 300.000,- fyrir hvert þeirra við 100% varanlega örorku.
Heimilistrygging Samvinnutrygginga er nauósynleg trygging fyrir öll heimili
og fjölskyldur.
SAJMVIIXNUTRYGGIINGAR
ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500
Segjúm mömmu, hver______
liggur á bak við heystakkinfn
og reykir. Hann gæti kveikt
i honum!
29. TBL. VIKAN 37