Vikan

Issue

Vikan - 29.04.1976, Page 7

Vikan - 29.04.1976, Page 7
Saumið marga púða sam- an og þið fáið einstaklega notalegt teppi — tilvalið sem aukasæng, þegar gest- ir gista um stundarsakir. Efnið í þetta fallega teppi eru bómullarbútar, annað hvort af- gangar, eða keyptir sérstaklega í teppið, til daemis á bútasölum, þar sem oft fást mjög ódýrir bútar í teppi eins og þetta. Púð- arnir eru fylltir með einangrunar- kúlum. Teppið á myndinni er úr 24 púðum, hverjum um sig 30x30 sentimetra stórum auk saumfars. Púðarnir eru saumaðir saman á röngunni, aðeins skilið eftir op til að fylla þá. Teppið á myndinni er grænt að aðallit öðrum megin og rautt hinum megin, en auðvitað velur hver liti fyrirsig. Pegar púðarnir hafa verið saumaðir saman á röngunni, eru hliðarnar á þeim stungnar á rétt- unni, um það bil 1 1/2 sentimetra frá brún. Púðarnir eru saumaðir saman með tveimur röðum af bómullarlengjum, rauðum þeim megin, sem púðarnir eru rauðir og grænum á grænu hliðinni. Athugið að best er að sikksakka púðana fasta við tengiböndin.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.