Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1976, Blaðsíða 27

Vikan - 29.04.1976, Blaðsíða 27
koma í safnið. Sigurður sagðist ekki vera orðinn læs, kvaðst þó þekkja alla stafina, en það nægði sér ekki til að lesa um Tinna. — Það gerir ekki svo mikið til, ég bara skoöa myndirnar, bætti hann við. Magnús sagðist hins vegar svolítið vera farinn að lesa. Næstum daglega. Vilborg Linda Indriðadóttir 8 ára sagðist koma næstum daglega í safnið, bæði til að lesa þar og eins til að fá lánaðar bækur með sér heim. Hún sagöist helst velja sér svolítið þungar bækur, því að hún væri að keppast við að verða sem best læs. Hún var að lesa Litlu börnin leika sér eftir Davíð Ásk'els- son, þegar þessi mynd var tekin af henni, og í þeirri bók er meðal annars sagt frá veiðiferð tveggja drengja. Ekki alveg alla stafina. Helena Þráinsdóttir 6 ára var að lesa og skoða Mola litla eftir Ragnar Lár, þegar við tókum hana tali. Hún sagðist ekki þekkja alveg alla stafina ennþá, en það stæði til bóta, því að hún hefðií vetur verið við nám í Vogaskólanum, þar sem mikið er teiknaö, litað og lesiö. Sigurður Sigurðsson er tiður gest- ur i Só/heimasafni. nu/aa uisiaaomr var að /esa Ævintýradaiinn, þegar við tókum hana ta/i. Stundum svolítill hávaði. Anna Þórisdóttir 8 ára leit á okkur með svolítilli varúð, þegar við spurðum hana, hvort hún væri ekki orðin læs, rétt eins og henni litist ekki meira en svo á þessa kumpána, sem svo bjánalega spurðu. Hún var að lesa Pipp strýkur að -heiman, en Pipp er músastrákur, sem margar skemmtilegar sögur eru af. Viö spuröum Önnu, hvort krakkarnir hefðu ekki stundum svo hátt á lesstofunni, að ekkert næði væri til lestrar. — Jú, stundum eru læti [ krökkunum, sagði Anna, en þá segja konurnar okkur að vera stillt og þá verður aftur friður. Meistari í að fletta. Dröfn Erlingsdóttir 2ja ára var í fylgd með Lindu Friðriksdóttur 8 ára frænku sinni, þegar við tókum þærtali í lesstofunni. Linda sagð- ist oft taka Dröfn með sér á safnið og það gengi ágætlega, enda væri sú stutta mesti meistari í að fletta. Sjálf var Linda að lesa Pipp fer á sjó, svo allt bendir til þess að músastrákurinn Pipp njóti tölu- verðra vinsælda í barnalesstofunni ( Sólheimasafni. Anna Þórisdóttir: Auðvitað er ég læs! Viiborg Linda /ndriðadóttir kemur næstum daglega i Só/heimasafn. GISSUR SULLRA55 B/lL KAVANAGU e. FRANK FLETCUER 18. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.