Vikan

Issue

Vikan - 29.04.1976, Page 11

Vikan - 29.04.1976, Page 11
I NÆSTU VIKU JÓHANNES EÐVALDSSON HEIMSÓTTUR í GLASGOW. Einn þeirra íslendinga, sem nú gera garðinn frægan, er knattspyrnukappinn Jóhannes Eðvaldsson. Hann hefur leikið með skoska liðinu Celtic, sem hefur gengið vel í deildarkeppninni í vetur og á enn mikla möguleika á að verða skotlandsmeistarar 1976. Skotar hafa tekið Jóhannesi frábærlega og þakka honum sinn hlut í velgengni Celtic. Vikan heimsótti Jóhannes til Glasgow og kynntist nokkuð því lífi, sem hann lifir þar baðaður í frægðarljóma atvinnuknattspyrnunnar. í næstu Viku birtist frásögn af heimsókn þessari, prýdd fjölda mynda af Jóhannesi bæði á velli og utan vallar. í viðtalinu rekur Jóhannes knattspyrnuferil sinn, spjallar um knattspyrnuna vítt og breitt í fortíð, nútíð og framtíð, og svo kryddar hann frásögnina ýmsu smálegu, sem á daga hans hefur drifið. Þetta er efni, sem margir hafa beðið eftir. Af öðru efni næsta blaðs ber fyrst að nefna hörkuspennandi framhaldssögu, sem nefnist Skilaboð frá Absalom og fjallar um bandaríska stúlku, sem flækist í njósnamál í ferðalagi austur i Búlgaríu. Auk þess er enn einn þátturinn um Fedda fúskara og Þorra þrautgóða, og fróðleg og skemmtileg grein er um ánamaðka, sem eru stórmerkilegar skepnur, þegar allt kemur til alls. VIKAN Útgcfandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir, Blaðamenn: Trausti ólafsson, Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. 0tlitsteiknari: . Þorbcrgur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjori: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12. Símar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð t lausasölu kr. 300. Áskriftarverð kr. 3.350 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslcga, kr. 6.320 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 11.700 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí.ágúst. 18. tbl. 38. árg. 29. apríl 1976 14 Bvggingarþáttur: Feddi leggur dúk. 15 Byggingarþáttur: Nýr grund- völlur vísitölu byggingarkostn- aðar. 20 í Esjubergi — og út um allan bæ. Viðtal við Elfu Björk Gunnarsdóttur borgarbóka- vörð. 22 Með bókabíl í Brciðholtið 22 Börn á bókasafni Litið inn í Sólheimasafn. 18 Tikkandi köngullóin. Síðari hluti sögu cftir Diana Cooper. 28 Marianne. 23. hluti framhalds- sögu eftir Julictte Benzoni. 34 Áhættan. Smásaga eftir Signe M örn. 9 Krossgáta. 12 Póstur. 17 Tækni fyrir alla. 30 Stjörnuspá. 36 Lestrarhesturinr.. Efni fyrir börn I umsjá Herdtsar Egils- dóttur. Pönnukakan. 4. hluti. 38 Á fleygiferð I umsjá Árna Bjarnasonar: lndianapolis. 39 Ávísanir og einokun. 40 Draumar. 41 Matreiðslubók Vikunnarí um- sjá Drafnar Farestveit. 2 f ullarflíkum frá Álafossi. 4 Aprílgetraun Vikunnar. 7 Stórkostlegt púðateppi. 45 Smáatriðin gleðja augað. 18. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.