Vikan

Útgáva

Vikan - 29.04.1976, Síða 19

Vikan - 29.04.1976, Síða 19
Brúðkaupið fór fram í kyrrþey. Oliver hlakkaði eins og barn til að sýna mér húsið, sem hann hafði fundið handa okkur og sagði, að það yrði besta brúðargjöfin. Við ókum þangað daginn eftir. Þegar við komum inn í bæinn, greip mig strax ónotatilfinning, og þegar bíllinn beygði upp að gamla stóra viktor- ianska húsinu, lá mér við tauga- áfalli. Ég þverneitaði að fara út úr bíln- um. Ég var reið. Ég var líka ótta- slegináþann hátt, sem ég hafði ekki fundið til í mörg ár. Oliver sámaði. Hann grátbað mig um að líta á húsið. Hann sagðist hafa vitað, að þetta var bernskuheimili mitt, en þótt ég hefði ótt óhamingjusama bernsku, þó væri nú tími til kominn, að ég reyndi að horfast í augu við hið liðna og sigrast á því. Smám saman lét ég undan. Hann var svo ákafur, svo sannfærandi. Og auð- vitað hafði hann líka á réttu að standa. öll mín fullorðinsár hafði ég fundið fyrir fargi bemskuáranna, og ég varð að reyna að lyfta þvi oki. Ég féllst ó að líta á húsið. Það var orðið allt öðm vísi og bauð nú af sér mjög góðtm þokka. Allt húsið var nú mólað ljósum lit- um, og fátt minnti á hinn þunglama- lega viktoríanska stíl. Herbergjum hafði verið fjölgað með léttum milliveggjum, og léttir skápar mál- aðir glaðlegum htum prýddu nú dimm skúmaskotin. I eldhúsinu hafði gamla innréttingin vikið fyrir bjartri og hentugri eldhúsinnrétt- ingu. Aðeins skápurinn stóð þarna enn, og það glampaði á hvíta málning- una. Ég stóð og starði á hann og hugsaði um tikkandi köngullóna. Oliver sneri mér við, tók mig í faðm sér og kyssti mig. — Samning- urinn er undirritaður, ástin mín, sagði hann hógværlega. — I öllum bænum hættu að lifa í fortíðinni. Skilurðu ekki? Við berjumst gegn bernskuminningum þinum og sjó- um til þess, að okkar eigin böm eignist góðar minningar um sina bernsku. Því lofa ég þér. Og þá lét ég undan. Við vorum hamingjusöm þama. Mjög hamingjusöm. Rétteins og við hefðum orðið hvar sem var annars staðar. Aðeins skápurinn stóð í vegi fyrir fuUkominni hamingju minni. Oft reyndi ég að segja Oliver frá tikkandi könguUónni, en eitthvað í undirvitund minni gældi enn við þessa furðulegu hjátrú, svo að mér fannst hún næstum raunveruleg. Gegn aUri skynsemi óttaðist ég sannleikann, sem kynni að koma í ljós, ef ég tryði einhverjum fyrir þessum óhugnaði. Stundum, þegar OUver vann frameftir við æfingar á skólaleikrit- inu eða fór með bekknum sínum í leikhús, stóð ég mig að því að taka að leggja við hlustir og búast við gamla tikkinu. Því ég vissi, að einn daginn mundi ég heyra það. Ég vissi að ég yrði að komast að orsök þess og eyðUeggja hana, áður en ég gæti losnað undan áhrifum bemsku minnar að fuUu. Það kom mér því raunverulega ekki á óvart, þegar ég kom inn í eldhús eitt kvöld í október og heyrði í tikkandi könguUónni alveg eins og októberkvöldið fyrir mörgum ámm. Eini munurinn vtir, að tikkið var nú sannarlega ákveðnara og hávær- ara en þá. Orsökin hlaut nú að vera miklu nær takmarki sinu, að hún kynni að brjótast gegnum vegginn þá og þegar, jafnvel þetta sama kvöld. Ég hlustaði á þetta ákveðna háværa tikk, og ég gat gert mér köngullóna í hugarlund, þar sem hún barðist um handan við þihð, sennUega þegar í sigurvissu þess, að nú væri hún að losna úr prísund- inni. Ég fann tU eins konar léttis. Svo virtist sem ég hefði aUtaf verið mér þess meðvitandi, að heimUi mitt, garðurinn, hjónabandshamingjan væri fallvalt, óverðskuldað, óraun- verulegt. Þetta var raunveraleikinn — þessi skelfing, þessi örvænting — sem nú ætlaði aftur að ná sínum fyrri tökum á lífi mínu. Fresturinn var úti. Tikkið kom frá gamla staðnum, frá þriðju hUlu að ofan, örUtið tU vinstri. Ég klifraði upp á stól, rétt eins og ég gerði í gamla daga, og rýndi inn fyrir brúnina. Eins og þá manaði ég ófreskjuna í huganum að brjótast út, enda þótt ég væri viss um, að það yrði minn bani. En á hUlunni var ekkert að sjá annað en nýja bleika steUið mitt, engin merki um hrikalega fálmandi könguUó. Tikkið hljómaði eins og aðvöran, stríðsyfirlýsing. Það virtist færast í aukana. Það þrengdi sér inn í höfuð mitt, þar tU ég fann tU ógleði og svima og tók að ragga fram og aftur á stólnum. Þá hringdi síminn. Ég fór niður af stólnum og fram ó ganginn, mótt- vana og skjálfandi. Ég heyrði rödd Olivers: — HaUó ástin. Ertu þama? Þú ert eitthvað svo fjarlæg...Heyrðu, ég ætla að skjótast tU Bobs og sækja nokkrar bækur, og líklega tefst ég eitthvað hjá honum. Hann er nýbúinn að kaupa sér bót og er í vandræðum með vélina í honum. Hann veit, að ég er laginn við vélar, og vUl að ég kíki á hana. Svo það var þá þess vegna. Þetta var ástæðan fyrir aðvöran köngul- lóarinnar. En nú var ég orðin svo ragluð, að ég var ekki viss um, hvort könguUóin var að vara mig við því, að hún myndi nú sleppa út og ráðast á mig, eða hvort hún var að vara mig við einhverri hættu, sem vofði yfir Oliver. Mér tókst að hrópa: — Nei, Oliver, gerðu það ekki, gerðu það ekki. Komdu heim... — Hvað er að elskan? spurði hann sleginn. — Ég verð ekki lengi, bara klukkutíma eða svo. — Foreldrar minir...það var lysti- snekkja, á ánni, ég sagði þér... — Elskan min, ég ætla aUs ekki að drekka mig fuUan og steypast í ána, ég lofa þér því. Bara bjórglas með Bob, kiki á vélina, og svo er ég heima. Útbúðu nú eitthvað gott handa okkur í kvöldmatinn og hættu að hafa áhyggjur. Hannlagðiá. Ég fór aftur inn í eldhúsið, þar sem tikkandi köngullóin hæddist að mér á bak við skópinn. Ég var þess nú fullviss, að þetta væri að- vöran tU min um það, að ég væri i þann veginn að missa einu mann- verana, sem nokkum tíma hafði raunveralega þótt vænt um mig, og ég gat ekkert gert tU þess að hindra það. SkyndUega varð mér ljóst, að ég yrði að fórna þessari hræðUegu ófreskju lífi minu tU þess að bjarga lífi Olivers. Ég klifraði aftur upp á stólinn og teygði mig upp. Ég raddi diskunum niður úr hillunum, þreif bollana af snögunum og þeytti þeim aftur fyrir mig, brothljóðið snart mig ekki, það snart mig ekki vitund. Ég var komin að þriðju hUlunni, og nú hamraði ég á þUið kjökrandi og skjálfandi í takt við tikkið í þessari viðbjóðslegu loðinlappa könguUó hinuni megin við þUið. Ég krafsaði og klóraði í þUið, en ekkert lét undan, og mér fannst örvæntingin vera að yfirbuga okkur báðar, þar sem við voram svo nálægt hvor annarri, næstum aug- liti tU auglitis, en þó hindraðar í því að snertast. Ég heyrði sjólfa mig æpa og öskra á könguUóna að komast út, og óp mín blönduðust höggum mínum og háværu tikki könguUóarinnar. Ég hef ekki hugmynd um hversu lengi þetta stóð. Ég boraði augunum gegnum þunnt þilið á mUli okkar, og mér fannst ég geta séð langa, svarta og loðna fætur hennar, stingandi augu hennar og hárlausan, tútinn búk- inn, sem lagðist að þUinu, mér fannst ég raunveralega sjá hana, svo stóra og hungraða og nálæga... svo ólýsanlega nálæga, að mér fannst ég heyra hjartslátt hennar í takt við minn eigin, meðan við reyndum að rífa niður síðustu hindranina. Ég fann ófreskjuna grípa um mig, og ég fann tU einhvers sem nólg- aðist létti. Hún dró mig niður af stólnum og hélt mér fast. Ég heyrði — jafnvel fann — æðaslátt hennar. Ég slakaði á og leyfði ekkasogun- um að brjótast fram, fegin, að hryU- ingurinn hafði náð hámarki, fegin, að þessu væri lokið, fegin, að ófreskjan var loksins laus, svo að nú gat eg gefið sjálfa mig tU endur- gjalds fyrir líf Olivers. Engin fórn var of stór fyrir Oliver. öryggi hans varfyriröllu. Og Oliver var öraggur. Það var Oliver, sem hélt utan um mig, Ég heyrði rödd hans, þegar hávaðinn í höfði minu fjaraði út, og hann endurtók í sífeUu: — Ástin min, ástin mín, hvað er að? Hvað kom fyrir? Segðu mér, segðu mér... Og nú heyrði ég tikkið, aðeins lágvært og ófreskjan var ekki í sjón- máli, virtist róleg á ný bak við þUið. Ástin hafði sigrað hið Ula. Ég hafði alltaf vitað það undir niðri, að þannig gæti það orðið, ástin hafði bara ekki verið tU staðar fyrr. Þegar ég var farin að jafna mig, sagði Oliver mér, að hann hefði komið heim strax í stað þess að fara tU Bobs, því að hann hefði verið órólegur út af mér einni i húsinu. En tikkið? KönguUóin? Hvað í ósköpunum ég væri að tala um, Utla flónið? Jú, auðvitað, nú heyrði hann það. — Þú hlýtur að hafa skeUt hurð svo harkalega, að gangverkið hefur farið af stað. Ég faldi þarna klukku, sem ég ætlaði að gefa þér í af- mælisgjöf. Þig langaði í klukku, var það ekki? Ég vissi ekki, hvar ég átti að fela hana, svo ég geymdi hana í leynihólfinu þarna. Vissirðu ekki um það? Ég vonaði reyndar, að þú vissir ekki um það. Komdu og sjáðu. Hann reis upp tU að sýna mér. — Sjáðu, sagði hann. Sérðu ekki, að þriðja hUlan er mjórri en hinar, og þannig myndast hólf hér fyrir innan. Ég faldi klukkuna þarna fyrir nokkra, sérhver smátitringur gat sett hana i gang, geri ég ráð fyrir. Og þá sagði ég honum loks fró tikkandi könguUónni. Eftir að hafa hlustað á frásögn mína, tók Oliver fallegu gylltu klukkuna, sem hann ætlaði að gefa mér, út úr leynihólfinu, og þaðan kom hann líka með litla skart- gripaöskju. Án þess að segja orð, tók hann upp úr henni fallegt armbandsúr. Það var stórt og skreytt grænum og bláum steinum. Hann trekkti úrið, og gamalkunna tikkið fyUti herbergið. Hann sagði: —Ég fann þetta þarna í leynihólfinu. Ég lét hreinsa það og gera við það og ætlaði að sýna þér það lika á afmælisdaginn. Þekkirðu það? Auðvitaðþekktiégþað. Þettavar einn hinna fögra gripa, sem móðir mín skreytti sig með, þegar faðir minn var ekki heima. Vafalaust gjöf frá elskhuga. Ég geri ráð fyrir, að ég hafi alltaf vitað, að móðir mín átti elskhuga, en verið of ung tU að gera mér fyUUega grein fyrir því. Skyndi- lega helltust bemskuminningamar yfirmig. —■ Var eitthvað fleira þarna? spurðiég. Hann rétti fram tvo hringi, Utla perlunælu og afar skrautlega eyma- lokka. Og þannig var það, að tikkandi könguUóin missti tökin á lífi minu. Hversu einfalt þetta var, hversu hlægUegt og þó svo grátlegt. Lítið barn í heljargreipum skelfingar við hégómlegt úr, sem eigingjöm kona hafði falið fyrir eiginmanni sinum, tU þess að hann granaði ekki, að hún ætti elskhuga. Við Oliver sótum lengi þegjandi og héldum utan um hvort annað, og það glampaði á bleiku glerbrotin á gólfinu, en á bak við þUið dó könguUóin hægt og hægt, eins og mamma hafði sagt hún myndi gera, ef hún kæmist ekki út.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.