Vikan

Eksemplar

Vikan - 29.04.1976, Side 20

Vikan - 29.04.1976, Side 20
Viðtal við Elfu Björk Gunnarsdóttur borgarbókavörð. Útlán Borgarbókasafns Reykjavíkur á árinu 1975 voru nokkuð á aðra milljón bóka, og að meöaltali fékk hver reykvíkingur léðar 13,5 bækur í safninu á árinu. Fá almenningsbókasöfn í heim- inum geta státað af jafn- mörgum útlánum á mann. Það er því greinilegt, að Borgarbókasafnið gegnir miklu hlutverki í lífi reykvík- inga og raunar íslendinga allra, því að útlán safnsins teygja sig út fyrir höfuð- borgina. Okkur lék því for- vitni á að hitta að máli Elfu Björk Gunnarsdóttur borg- arbókavörð, sem heldur um stjórnvölinn í gamla Esju- bergi, því rómantíska húsi, þar sem aðalsafn Borgar- bókasafnsins er til húsa. Um þessar mundir eru liðin 54 ár síðan Borgarbókasafn Reykja- víkur hóf starfsemi sína, en safnið var opnað 19. apríl 1923, sem það ár bar upp á sumardaginn fyrsta. Stofnun safnsins átti sér óvenju- Edda Ögmundsdóttir við störf i Só/heimasafni. legan aðdraganda. Þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst árið 1917, neyddust íslendingar til selja frökkum helming togaraflota síns. Salan olli að vonum miklum deilum, og sá ríkisstjórnin sér ekki annað fært en samþykkja hana meö ákveðnum skilyröum, þ.á.m. þeim, að þremur prósentum sölu- verðs togaranna yrði variö ,,til dýrtíðarhjálpar handa fólki, sem atvinnu hefur haft af fiskveiðum". Þessu upphæð var 135.600 krón- ur. Bæjarstjórn Reykjavikur var E/fa Björk: Áður var bókasafnið að mik/u /eyti geymsla — nú er það þjónustumiðstöð. E/fa Björk: Bókva/snefndin ve/tir næstum hverri krónu milli hand- anna. falið að ráðstafa fénu, og ákvað hún að verja 100 þúsund krónum til myndunar styrktarsjóðs fyrir verkalýðs- og sjómannafélögin í bænum og 25 þúsundum til styrktar sjúkrasamlaginu. Um af- ganginn segir svo í gjörðabók: tnga Erlingsdóttir setur plast utan um nýjar bækur 20 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.